Fótbolti

Ronaldo heiðraður á Laugardalsvelli

Smári Jökull Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo ásamt Fernardo Gomes, forseta portúgalska knattspyrnusambandsins og Vöndu Sigurgeirsdóttur formanni KSÍ.
Cristiano Ronaldo ásamt Fernardo Gomes, forseta portúgalska knattspyrnusambandsins og Vöndu Sigurgeirsdóttur formanni KSÍ. Vísir/Vilhelm

Cristiano Ronaldo fékk afhenta viðurkenningu fyrir leik Íslands og Portúgals sem nú er í gangi. Ronaldo er að leika sinn tvöhundruðasta landsleik á ferlinum í kvöld.

Eins og áður hefur komið fram er Cristiano Ronaldo að leika sinn tvöhundruðasta landsleik á Laugardalsvelli í kvöld og er sá fyrsti í knattspyrnusögunni sem nær þeim magnaða áfanga.

Áður en þjóðsöngvarnir voru leiknir í kvöld fékk Ronaldo afhenta viðurkenningu frá forseta portúgalska knattspyrnusambandsins og þá gaf Vanda Sigurgeirsdóttir honum blóm fyrir hönd KSÍ.

Ronaldo er vitaskuld leikjahæsti landsliðsmaður sögunnar en hann hefur skorað 122 mörk á landsliðsferli sínum. 

Mikill fögnuður braust út á Laugardalsvelli þegar Ronaldo kom inn á Laugardalsvöll til að hita upp sem og þegar hann var heiðraður fyrir leik.

Ronaldo augljóslega sáttur með áfangann.Vísir/Vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×