Fótbolti

Ron­aldo fremstur í flokki í gríðar­sterku byrjunar­liði Portúgala

Smári Jökull Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo er í byrjunarliði Portúgal sem stillir upp afar sterku liði.
Cristiano Ronaldo er í byrjunarliði Portúgal sem stillir upp afar sterku liði. Vísir/Vilhelm

Cristiano Ronaldo er í byrjunarliði Portúgal sem mætir Íslandi á Laugardalsvelli nú á eftir. Ronaldo leikur þar með sinn tvöhundruðasta landsleik á ferlinum.

Roberto Martinez, þjálfari Portúgal, hefur opinberað byrjunarlið sitt sem mætir Íslandi á Laugardalsvelli í kvöld. Eins og við var að búast byrjar Cristiano Ronaldo í fremstu víglínu liðsins. Hann leikur þar með sinn tvöhundruðasta landsleik og er fyrstur allra knattspyrnumanna í sögunni til að ná þeim áfanga.

Portúgal stillir upp í leikkerfinu 3-4-3 með Diogo Costa í markinu og þá Ruben Dias, Pepe og Danilo í öftustu varnarlínu. Þar fyrir framan á miðjunni eru síðan þeir Ruben Neves leikmaður Wolves og Bruno Fernandes, leikmaður Manchester United.

Bakvörðurinn frábæri Cancelo er hægra megin á miðjunni og Diogo Dalot til vinstri. Þeir munu líklegast vera í hlutverki vængbakvarða en báðir eru þeir sterkir sóknarlega.

Í fremstu víglínu eru síðan engin smá nöfn. Fremstur er vitaskuld fyrirliðinn Cristiano Ronaldo, til hægri hefur hann nýkrýndan Evrópu- og Englandsmeistarann Bernando Silva og vinstra megin Rafael Leao, leikmann AC Milan.

Byrjunarlið Portúgal:

Markvörður: Diogo Costa

Miðvörður: Danilo

Miðvörður: Ruben Dias

Miðvörður: Pepe

Hægri vængur: Cancelo

Vinstri vængur: Diogo Dalot

Miðjumaður: Bruno Fernandes

Miðjumaður: Ruben Neves

Sóknarmaður: Bernardo Silva

Sóknarmaður: Cristiano Ronaldo

Sóknarmaður: Rafael Leao


Tengdar fréttir

Krakkar bíða í ofvæni við hótel Ronaldos

Stór hópur ungra aðdáenda stjarnanna í portúgalska landsliðinu í fótbolta bíður þessa stundina við hótel liðsins, Grand Hótel, í von um að sjá leikmennina og fá mögulega eiginhandaráritun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×