Þeytir flösu kasólétt á fimmtugsaldri og laus við krabbameinið Kristinn Haukur Guðnason skrifar 20. júní 2023 15:09 Hin hollenska Jansen er komin alveg á steypirinn. Skjáskot/Youtube Floor Jansen, söngkona finnsku þungarokkshljómsveitarinnar Nightwish, kemur fram á síðustu tónleikunum í bili á fimmtudag. Hún sigraðist nýverið á krabbameini og er ólétt af sínu öðru barni. Nightwish komu fram á laugardaginn, 17. júní, á Lemonsoft vellinum í Vaasa í Finnlandi. Þeirra næstu tónleikar, í Osló á fimmtudag, verða þeir síðustu í að minnsta kosti eitt og hálft ár. Að sögn hljómsveitarinnar er það vegna persónulegra ástæðna. Söngkonan, hin 42 ára gamla Floor Jansen, heillaði aðdáendur upp úr skónum eins og venjulega og gaf ekkert eftir en hún hefur gengið í gegnum ýmislegt á liðnu ári. Í október síðastliðnum tilkynnti Jansen að hún hefði greinst með brjóstakrabbamein. Daginn eftir fór hún í skurðaðgerð til að fjarlægja meinið sem gekk að hennar sögn vel. Þann 18. nóvember tilkynnti hún svo að hún væri laus við krabbameinið. Í mars síðastliðnum greindi Jansen svo frá því að hún gengi með sitt annað barn og eins og tónleikagestir í Vaasa sáu er hún núna komin alveg á steypirinn. Þetta er annað barn Jansen og eiginmanns hennar, Hannes Van Dahl hins 33 ára trommara sænsku þungarokkssveitarinnar Sabaton. Fyrir eiga þau sex ára gamla dóttur. Plata væntanleg Jansen hefur þeytt flösu síðan hún var sextán ára. Fyrst með hollensku sveitinni After Forever, þá ReVamp sem hún stofnaði árið 2009 og Nightwish frá árinu 2012. Þá hefur Jansen einnig gefið út efni sem sóló tónlistarmaður og meðal annars hitað upp fyrir Metallica sem slíkur. Þrátt fyrir fyrirhugað langt hlé frá tónleikahaldi þá eru Nightwish langt frá því að vera lögst í dvala. Von er á nýrri plötu á næsta ári og þremur tónlistarmyndböndum að sögn sveitarinnar. Tónlist Finnland Holland Börn og uppeldi Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Nightwish komu fram á laugardaginn, 17. júní, á Lemonsoft vellinum í Vaasa í Finnlandi. Þeirra næstu tónleikar, í Osló á fimmtudag, verða þeir síðustu í að minnsta kosti eitt og hálft ár. Að sögn hljómsveitarinnar er það vegna persónulegra ástæðna. Söngkonan, hin 42 ára gamla Floor Jansen, heillaði aðdáendur upp úr skónum eins og venjulega og gaf ekkert eftir en hún hefur gengið í gegnum ýmislegt á liðnu ári. Í október síðastliðnum tilkynnti Jansen að hún hefði greinst með brjóstakrabbamein. Daginn eftir fór hún í skurðaðgerð til að fjarlægja meinið sem gekk að hennar sögn vel. Þann 18. nóvember tilkynnti hún svo að hún væri laus við krabbameinið. Í mars síðastliðnum greindi Jansen svo frá því að hún gengi með sitt annað barn og eins og tónleikagestir í Vaasa sáu er hún núna komin alveg á steypirinn. Þetta er annað barn Jansen og eiginmanns hennar, Hannes Van Dahl hins 33 ára trommara sænsku þungarokkssveitarinnar Sabaton. Fyrir eiga þau sex ára gamla dóttur. Plata væntanleg Jansen hefur þeytt flösu síðan hún var sextán ára. Fyrst með hollensku sveitinni After Forever, þá ReVamp sem hún stofnaði árið 2009 og Nightwish frá árinu 2012. Þá hefur Jansen einnig gefið út efni sem sóló tónlistarmaður og meðal annars hitað upp fyrir Metallica sem slíkur. Þrátt fyrir fyrirhugað langt hlé frá tónleikahaldi þá eru Nightwish langt frá því að vera lögst í dvala. Von er á nýrri plötu á næsta ári og þremur tónlistarmyndböndum að sögn sveitarinnar.
Tónlist Finnland Holland Börn og uppeldi Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira