Stjórnarslit líklegri í dag en í gær Árni Sæberg skrifar 20. júní 2023 15:22 Eiríkur Bergmann er prófessor í stjórnmálafræði. Stöð 2/Arnar Prófessor í stjórnmálafræði segir ekki hægt að líta fram hjá möguleikanum á því að ákvörðun matvælaráðherra sé svar við framgöngu ráðherra Sjálfstæðisflokksins í gær. Alvarlegur ágreiningur sé greinilega kominn upp á stjórnarheimilinu. „Það er komin upp misklíð á milli forystumanna Sjálfstæðismann og Vinstri grænna, þetta er svona gremja sem hefur grafið um sig undir niðri í langan tíma en hafði ekki komið upp á yfirborðið nema í mjög mildu formi, þar til í gær,“ segir Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, í samtali við Vísi. Hann segir erfitt að líta fram hjá samhengi framgöngu Sjálfstæðismanna á Bessastöðum í gær og stórtíðindum dagsins um ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um að stöðva veiðar á langreyðum í sumar. Hriktir í stoðum stjórnarsamstarfsins Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Guðrún Hafsteinsdóttir, nýr dómsmálaráðherra, gerðu útlendingamálin að helsta umræðuefni sínu í gær þegar sú síðarnefnda tók við starfi. Þannig sagði Bjarni að kostnaður af hælisleitendum sem bíða úrlausnar sinna mála vera orðinn meiri en tíu milljarðar árlega og Guðrún sagði málaflokkinn þann mikilvægasta um þessar mundir og að það stefni í óefni í útlendingamálum. Samkvæmt heimildum Vísis hriktir nú í stjórnarsamstarfinu sem aldrei fyrr. Jódís Skúladóttir þingmaður Vg fer háðulegum orðum um samstarfsmenn sína í ríkisstjórn og segir hljómsveitarstjórann Bjarna Benediktsson ekki ráða við svo flókið tónverk sem tangó Jóns og Gunnu sé. Þá hefur Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness, sagst vera brjálaður vegna ákvörðunar og að hann búist við því að hún valdi stjórnarslitum. Bjóst ekki við stjórnarslitum þegar hann vaknaði í gær Eiríkur Bergmann segir í samtali við Vísi að þegar hann vaknaði í gær hafi hann ekki búist við stjórnarslitum. Líkurnar á því hafi hins vegar aukist eftir framgang Sjálfstæðismanna í gær og svo enn meira rétt fyrir hádegi þegar Svandís tilkynnti ákvörðun sína. „Ég er ekki endilega að spá andláti ríkisstjórnarinnar, það er hægt að lappa upp á þetta, en báðir flokkarnir eru auðvitað að stilla sér upp í aðdraganda næstu kosninga og þessi misklíð sem komin er af stað er að magnast ansi hratt,“ segir hann. Því hefur verið velt upp að ákvörðun Svandísar í dag sé hreinlega svar við framgöngu Bjarna og Guðrúnar í gær. Eiríkur segir að erfitt sé að horfa fram hjá samhenginu en tekur þó skýrt fram að hann viti ekkert í þeim efnum, ekki sé hægt að fullyrða neitt um það. „Þegar að ekki er hægt að sjá framgöngu Sjálfstæðisflokksins sem annað en andstöðu við Vinstri græna. Og fráfarandi dómsmálaráðherra segir það síðan í viðtali við Morgunblaðið að Vinstri græn geti varla verið í þessari ríkisstjórn. Þannig að núna er kominn upp alvarlegur ágreiningur á stjórnarheimilinu og þessi ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur í dag talar með ansi sterkum og skýrum hætti inn í það samhengi.“ Framsóknarflokkurinn eins og skilnaðarbarn Framsóknarflokkurinn, þriðji flokkurinn í ríkisstjórn, virðist alfarið standa á hliðarlínunni í deilum hinna flokkanna tveggja. Eiríkur segir það mjög athyglisvert að Framsóknarmenn hafi ekkert stigið fram í málinu. „Þeir eru næstum því eins og skilnaðarbarn sem horfir upp á foreldra sína rífast. Þó ég vilji alls ekki staðsetja Framsóknarflokkinn sem undirsettan hinum tveimur.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalir Hvalveiðar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Hvalveiðibann skellur fyrir Skagann Haraldur Benediktsson bæjarstjóri á Akranesi segist ekki vilja vera gífuryrtur en svo fyrirvaralaust hvalveiðibann og það sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti í morgun væri reiðarslag fyrir samfélagið. 20. júní 2023 15:07 Engar hvalveiðar í sumar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að stöðva veiðar á langreyðum í sumar. Til stóð að hefja hvalveiðar á morgun en nú er ljóst að það verður ekki gert fyrr en 1. september, í fyrsta lagi. „Nú er spurningin sú hvort þessi atvinnugrein eigi sér yfir höfuð framtíð,“ segir hún. 20. júní 2023 11:53 Paul Watson ánægður með Svandísi Paul Watson segir að hann ætli að hinkra við með skip sitt í bili á Íslandsmiðum ef ske kynni að Kristján Loftsson leggi af stað á miðin með hvalfangara sína. 20. júní 2023 13:42 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
„Það er komin upp misklíð á milli forystumanna Sjálfstæðismann og Vinstri grænna, þetta er svona gremja sem hefur grafið um sig undir niðri í langan tíma en hafði ekki komið upp á yfirborðið nema í mjög mildu formi, þar til í gær,“ segir Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, í samtali við Vísi. Hann segir erfitt að líta fram hjá samhengi framgöngu Sjálfstæðismanna á Bessastöðum í gær og stórtíðindum dagsins um ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um að stöðva veiðar á langreyðum í sumar. Hriktir í stoðum stjórnarsamstarfsins Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Guðrún Hafsteinsdóttir, nýr dómsmálaráðherra, gerðu útlendingamálin að helsta umræðuefni sínu í gær þegar sú síðarnefnda tók við starfi. Þannig sagði Bjarni að kostnaður af hælisleitendum sem bíða úrlausnar sinna mála vera orðinn meiri en tíu milljarðar árlega og Guðrún sagði málaflokkinn þann mikilvægasta um þessar mundir og að það stefni í óefni í útlendingamálum. Samkvæmt heimildum Vísis hriktir nú í stjórnarsamstarfinu sem aldrei fyrr. Jódís Skúladóttir þingmaður Vg fer háðulegum orðum um samstarfsmenn sína í ríkisstjórn og segir hljómsveitarstjórann Bjarna Benediktsson ekki ráða við svo flókið tónverk sem tangó Jóns og Gunnu sé. Þá hefur Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness, sagst vera brjálaður vegna ákvörðunar og að hann búist við því að hún valdi stjórnarslitum. Bjóst ekki við stjórnarslitum þegar hann vaknaði í gær Eiríkur Bergmann segir í samtali við Vísi að þegar hann vaknaði í gær hafi hann ekki búist við stjórnarslitum. Líkurnar á því hafi hins vegar aukist eftir framgang Sjálfstæðismanna í gær og svo enn meira rétt fyrir hádegi þegar Svandís tilkynnti ákvörðun sína. „Ég er ekki endilega að spá andláti ríkisstjórnarinnar, það er hægt að lappa upp á þetta, en báðir flokkarnir eru auðvitað að stilla sér upp í aðdraganda næstu kosninga og þessi misklíð sem komin er af stað er að magnast ansi hratt,“ segir hann. Því hefur verið velt upp að ákvörðun Svandísar í dag sé hreinlega svar við framgöngu Bjarna og Guðrúnar í gær. Eiríkur segir að erfitt sé að horfa fram hjá samhenginu en tekur þó skýrt fram að hann viti ekkert í þeim efnum, ekki sé hægt að fullyrða neitt um það. „Þegar að ekki er hægt að sjá framgöngu Sjálfstæðisflokksins sem annað en andstöðu við Vinstri græna. Og fráfarandi dómsmálaráðherra segir það síðan í viðtali við Morgunblaðið að Vinstri græn geti varla verið í þessari ríkisstjórn. Þannig að núna er kominn upp alvarlegur ágreiningur á stjórnarheimilinu og þessi ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur í dag talar með ansi sterkum og skýrum hætti inn í það samhengi.“ Framsóknarflokkurinn eins og skilnaðarbarn Framsóknarflokkurinn, þriðji flokkurinn í ríkisstjórn, virðist alfarið standa á hliðarlínunni í deilum hinna flokkanna tveggja. Eiríkur segir það mjög athyglisvert að Framsóknarmenn hafi ekkert stigið fram í málinu. „Þeir eru næstum því eins og skilnaðarbarn sem horfir upp á foreldra sína rífast. Þó ég vilji alls ekki staðsetja Framsóknarflokkinn sem undirsettan hinum tveimur.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalir Hvalveiðar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Hvalveiðibann skellur fyrir Skagann Haraldur Benediktsson bæjarstjóri á Akranesi segist ekki vilja vera gífuryrtur en svo fyrirvaralaust hvalveiðibann og það sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti í morgun væri reiðarslag fyrir samfélagið. 20. júní 2023 15:07 Engar hvalveiðar í sumar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að stöðva veiðar á langreyðum í sumar. Til stóð að hefja hvalveiðar á morgun en nú er ljóst að það verður ekki gert fyrr en 1. september, í fyrsta lagi. „Nú er spurningin sú hvort þessi atvinnugrein eigi sér yfir höfuð framtíð,“ segir hún. 20. júní 2023 11:53 Paul Watson ánægður með Svandísi Paul Watson segir að hann ætli að hinkra við með skip sitt í bili á Íslandsmiðum ef ske kynni að Kristján Loftsson leggi af stað á miðin með hvalfangara sína. 20. júní 2023 13:42 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Hvalveiðibann skellur fyrir Skagann Haraldur Benediktsson bæjarstjóri á Akranesi segist ekki vilja vera gífuryrtur en svo fyrirvaralaust hvalveiðibann og það sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti í morgun væri reiðarslag fyrir samfélagið. 20. júní 2023 15:07
Engar hvalveiðar í sumar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að stöðva veiðar á langreyðum í sumar. Til stóð að hefja hvalveiðar á morgun en nú er ljóst að það verður ekki gert fyrr en 1. september, í fyrsta lagi. „Nú er spurningin sú hvort þessi atvinnugrein eigi sér yfir höfuð framtíð,“ segir hún. 20. júní 2023 11:53
Paul Watson ánægður með Svandísi Paul Watson segir að hann ætli að hinkra við með skip sitt í bili á Íslandsmiðum ef ske kynni að Kristján Loftsson leggi af stað á miðin með hvalfangara sína. 20. júní 2023 13:42