Engar hvalveiðar í sumar Árni Sæberg skrifar 20. júní 2023 11:53 Engar ferskar langreyðar verða skornar í Hvalfirði í sumar. Stöð 2/Egill Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að stöðva veiðar á langreyðum í sumar. Til stóð að hefja hvalveiðar á morgun en nú er ljóst að það verður ekki gert fyrr en 1. september, í fyrsta lagi. „Nú er spurningin sú hvort þessi atvinnugrein eigi sér yfir höfuð framtíð,“ segir hún. Eftirlitsskýrsla Matvælastofnunar um velferð hvala við veiðar á langreyðum barst ráðuneytinu í maí 2023 en niðurstaða skýrslunnar er að aflífun dýranna hafi tekið of langan tíma út frá meginmarkmiðum laga um velferð dýra, að því er segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að Matvælastofnun hafi falið fagráði um velferð dýra að meta hvort veiðarnar geti yfirhöfuð uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Álit fagráðsins barst matvælaráðuneytinu 19. júní og niðurstaða þess er að sú veiðiaðferð sem beitt er við veiðar á stórhvelum samræmist ekki lögum um velferð dýra. Í ljósi þeirrar niðurstöðu sé nauðsynlegt að fresta upphafi hvalveiðivertíðarinnar þannig að ráðrúm gefist til þess að kanna hvort unnt sé að tryggja að veiðarnar fari fram í samræmi við ákvæði laga um velferð dýra. „Ég hef tekið ákvörðun um að stöðva hvalveiðar tímabundið í ljósi afdráttarlauss álits fagráðs um velferð dýra,” sagði matvælaráðherra. „Skilyrði laga um velferð dýra eru ófrávíkjanleg í mínum huga, geti stjórnvöld og leyfishafar ekki tryggt kröfur um velferð á þessi starfsemi sér ekki framtíð,“ er haft eftir Svandísi. Ráðuneytið muni kanna mögulegar úrbætur og lagaleg skilyrði þess að setja frekari takmarkanir á veiðarnar á grundvelli laga um velferð dýra og laga um hvalveiðar á komandi mánuðum og leita álits sérfræðinga og leyfishafa í því skyni. „Þetta er mín ákvörðun“ Svandís Svavarsdóttir ræddi ákvörðunina í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar fyrir skömmu. Hún segir að ákvörðunin hafi verið kynnt á ríkisstjórnarfundi í morgun en það hafi aðeins verið til upplýsingar, ekki atkvæðagreiðslu. „Það liggur alveg fyrir að þetta er mín ákvörðun, og hún er tekin á grundvelli bestu mögulegu upplýsinga og þess lagaumhverfis sem liggur fyrir,“ segir hún. Spurð út í framhaldið segir Svandís að það komi allt til greina. „Nú er spurningin sú hvort þessi atvinnugrein eigi sér yfir höfuð framtíð. Það er spurningin sem hlýtur að vera sú mest aðkallandi. Við munum ráðfæra okkur við sérfræðinga og væntanlega leyfishafa í því skyni að kanna hver staðan er og hvort þessi atvinnugrein eigi yfirleitt framtíð fyrir sér.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Hvalveiðar Tengdar fréttir Alþjóðleg samtök skora á ráðherra að stoppa bátana Dýraverndunarsamtökin Hard to Port og Whale and Dolphin Conservation hafa sent frá sér fréttatilkynningu þar sem þau kalla eftir því að stjórnvöld á Íslandi afturkalli heimild Hvals hf. til hvalveiða og komi í veg fyrir að bátar fyrirtækisins leggi úr höfn á morgun. 20. júní 2023 10:28 Paul Watson segir hvalveiðar Íslendinga stjórnast af þráhyggju eins manns Paul Watson fyrrverandi leiðtogi Sea Shepard samtakanna sem sökktu tveimur hvalbátum í Reykjavíkurhöfn árið 1986 nálgast Íslandsmið til að trufla veiðar Hvals hf. í sumar. Hópur fólks úr Hvalavinum koma saman til mótmæla við hvalbátana seinni partinn í dag en nú er verið að undirbúa þá til veiða. 19. júní 2023 19:21 Watson og hans menn munu bíða Kristjáns í mynni Hvalfjarðar Skip aktívistans Paul Watson John Paul De Joria er nú á rúmsjó, einhver staðar miðja vegu milli Nýfundnalands og Íslands. Vísir náði sambandi við skipstjóra skipsins sem heitir Lockhard MacLean. 19. júní 2023 17:17 Fagráð um velferð dýra segir hvalveiðar ekki samræmast lögum Fagráð um velferð dýra hefur komist að þeirri niðurstöðu að sú veiðiaðferð sem beitt er við veiðar á stórhvelum samræmist ekki ákvæðum laga nr. 55/2013 um velferð dýra. Ekki sé hægt að uppfylla þau skilyrði sem nauðsynleg eru til að tryggja velferð dýra við aflífun. 19. júní 2023 10:14 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Eftirlitsskýrsla Matvælastofnunar um velferð hvala við veiðar á langreyðum barst ráðuneytinu í maí 2023 en niðurstaða skýrslunnar er að aflífun dýranna hafi tekið of langan tíma út frá meginmarkmiðum laga um velferð dýra, að því er segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að Matvælastofnun hafi falið fagráði um velferð dýra að meta hvort veiðarnar geti yfirhöfuð uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Álit fagráðsins barst matvælaráðuneytinu 19. júní og niðurstaða þess er að sú veiðiaðferð sem beitt er við veiðar á stórhvelum samræmist ekki lögum um velferð dýra. Í ljósi þeirrar niðurstöðu sé nauðsynlegt að fresta upphafi hvalveiðivertíðarinnar þannig að ráðrúm gefist til þess að kanna hvort unnt sé að tryggja að veiðarnar fari fram í samræmi við ákvæði laga um velferð dýra. „Ég hef tekið ákvörðun um að stöðva hvalveiðar tímabundið í ljósi afdráttarlauss álits fagráðs um velferð dýra,” sagði matvælaráðherra. „Skilyrði laga um velferð dýra eru ófrávíkjanleg í mínum huga, geti stjórnvöld og leyfishafar ekki tryggt kröfur um velferð á þessi starfsemi sér ekki framtíð,“ er haft eftir Svandísi. Ráðuneytið muni kanna mögulegar úrbætur og lagaleg skilyrði þess að setja frekari takmarkanir á veiðarnar á grundvelli laga um velferð dýra og laga um hvalveiðar á komandi mánuðum og leita álits sérfræðinga og leyfishafa í því skyni. „Þetta er mín ákvörðun“ Svandís Svavarsdóttir ræddi ákvörðunina í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar fyrir skömmu. Hún segir að ákvörðunin hafi verið kynnt á ríkisstjórnarfundi í morgun en það hafi aðeins verið til upplýsingar, ekki atkvæðagreiðslu. „Það liggur alveg fyrir að þetta er mín ákvörðun, og hún er tekin á grundvelli bestu mögulegu upplýsinga og þess lagaumhverfis sem liggur fyrir,“ segir hún. Spurð út í framhaldið segir Svandís að það komi allt til greina. „Nú er spurningin sú hvort þessi atvinnugrein eigi sér yfir höfuð framtíð. Það er spurningin sem hlýtur að vera sú mest aðkallandi. Við munum ráðfæra okkur við sérfræðinga og væntanlega leyfishafa í því skyni að kanna hver staðan er og hvort þessi atvinnugrein eigi yfirleitt framtíð fyrir sér.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Hvalveiðar Tengdar fréttir Alþjóðleg samtök skora á ráðherra að stoppa bátana Dýraverndunarsamtökin Hard to Port og Whale and Dolphin Conservation hafa sent frá sér fréttatilkynningu þar sem þau kalla eftir því að stjórnvöld á Íslandi afturkalli heimild Hvals hf. til hvalveiða og komi í veg fyrir að bátar fyrirtækisins leggi úr höfn á morgun. 20. júní 2023 10:28 Paul Watson segir hvalveiðar Íslendinga stjórnast af þráhyggju eins manns Paul Watson fyrrverandi leiðtogi Sea Shepard samtakanna sem sökktu tveimur hvalbátum í Reykjavíkurhöfn árið 1986 nálgast Íslandsmið til að trufla veiðar Hvals hf. í sumar. Hópur fólks úr Hvalavinum koma saman til mótmæla við hvalbátana seinni partinn í dag en nú er verið að undirbúa þá til veiða. 19. júní 2023 19:21 Watson og hans menn munu bíða Kristjáns í mynni Hvalfjarðar Skip aktívistans Paul Watson John Paul De Joria er nú á rúmsjó, einhver staðar miðja vegu milli Nýfundnalands og Íslands. Vísir náði sambandi við skipstjóra skipsins sem heitir Lockhard MacLean. 19. júní 2023 17:17 Fagráð um velferð dýra segir hvalveiðar ekki samræmast lögum Fagráð um velferð dýra hefur komist að þeirri niðurstöðu að sú veiðiaðferð sem beitt er við veiðar á stórhvelum samræmist ekki ákvæðum laga nr. 55/2013 um velferð dýra. Ekki sé hægt að uppfylla þau skilyrði sem nauðsynleg eru til að tryggja velferð dýra við aflífun. 19. júní 2023 10:14 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Alþjóðleg samtök skora á ráðherra að stoppa bátana Dýraverndunarsamtökin Hard to Port og Whale and Dolphin Conservation hafa sent frá sér fréttatilkynningu þar sem þau kalla eftir því að stjórnvöld á Íslandi afturkalli heimild Hvals hf. til hvalveiða og komi í veg fyrir að bátar fyrirtækisins leggi úr höfn á morgun. 20. júní 2023 10:28
Paul Watson segir hvalveiðar Íslendinga stjórnast af þráhyggju eins manns Paul Watson fyrrverandi leiðtogi Sea Shepard samtakanna sem sökktu tveimur hvalbátum í Reykjavíkurhöfn árið 1986 nálgast Íslandsmið til að trufla veiðar Hvals hf. í sumar. Hópur fólks úr Hvalavinum koma saman til mótmæla við hvalbátana seinni partinn í dag en nú er verið að undirbúa þá til veiða. 19. júní 2023 19:21
Watson og hans menn munu bíða Kristjáns í mynni Hvalfjarðar Skip aktívistans Paul Watson John Paul De Joria er nú á rúmsjó, einhver staðar miðja vegu milli Nýfundnalands og Íslands. Vísir náði sambandi við skipstjóra skipsins sem heitir Lockhard MacLean. 19. júní 2023 17:17
Fagráð um velferð dýra segir hvalveiðar ekki samræmast lögum Fagráð um velferð dýra hefur komist að þeirri niðurstöðu að sú veiðiaðferð sem beitt er við veiðar á stórhvelum samræmist ekki ákvæðum laga nr. 55/2013 um velferð dýra. Ekki sé hægt að uppfylla þau skilyrði sem nauðsynleg eru til að tryggja velferð dýra við aflífun. 19. júní 2023 10:14
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum