Ronaldo svarar Åge: „Ég er vanur þessu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. júní 2023 11:30 Cristiano Ronaldo segist löngu vera orðinn vanur því að vera marinn eftir fótboltaleiki. Vísir/Vilhelm/Getty „Ég er vanur þessu,“ sagði portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo á blaðamannafundi portúgalska landsliðsins fyrir leik liðsins gegn Íslandi í undankeppni EM sem fram fer í dag þegar hann var spurður út í ummæli Åge Hareide um að íslenska liðið ætlaði sér að láta hann finna fyrir því í leiknum. Cristiano Ronaldo var mættur á blaðamannafund portúgalska liðsins með þjálfaranum Roberto Martinez í gær. Ronaldo var léttur í lundu á fundinum og grínaðist meðal annars í íslenskum fjölmiðlamönnum um hvaða leikmann hann vildi fá sem liðsfélaga hjá Al Nassr ef hann fengi að velja. Hann var þó ekki bara mættur til að grínast heldur einnig til að ræða um komandi leik Íslands og Portúgal í undankeppni EM sem fram fer á Laugardalsvelli í kvöld. Hann var meðal annars spurður út í ummæli Åge Hareide, þjálfara íslenska liðsins, um að hann myndi fá að finna fyrir því í leiknum. Verður fagnað eftir leik en fær að finna fyrir því á vellinum „Hann hefur átt magnaðan feril sem leikmaður,“ sagði Hareide á blaðamannafundi íslenska liðsins sem haldin var stuttu á undan þeim portúgalska. „Hann er búinn að vera að skora mörk og halda sér í standi í ótrúlega langan tíma. Ég man eftir honum þegar ég fór að heimsækja Ole Gunnar Solskjær til Manchester United þá var ungur Ronaldo að æfa og spila þar. Hvernig hann æfði og hvernig hann spilaði þarna fyrir að verða 25 árum síðan og það er magnað að hann hafi haldið svona lengi áfram. Við munum fagna honum eftir leikinn, en í leiknum sjálfum munum við skilja einhverja marbletti eftir á honum,“ bætti Hareide við. Orðinn vanur marblettum á löngum ferli Ronaldo var svo spurður út í þessi ummæli Hareides á blaðamannafundi portúgalska liðsins og sagðist hann vera vanur slíkri meðferð á löngum og farsælum ferli sínum. „Þetta er bara eðlilegt. Ég er vanur því. Marblettir á fótleggjum, andliti og hálsi. Þetta hefur alltaf verið svona á rúmlega 20 ára löngum ferli mínum og ég verð undirbúinn,“ sagði Ronaldo. „Það mikilvægasta er að Portúgal nái í góð úrslit og haldi draumnum áfram og á lífi. Við vitum að þetta verður erfiður leikur, en við munum spila vel.“ Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Cristiano Ronaldo var mættur á blaðamannafund portúgalska liðsins með þjálfaranum Roberto Martinez í gær. Ronaldo var léttur í lundu á fundinum og grínaðist meðal annars í íslenskum fjölmiðlamönnum um hvaða leikmann hann vildi fá sem liðsfélaga hjá Al Nassr ef hann fengi að velja. Hann var þó ekki bara mættur til að grínast heldur einnig til að ræða um komandi leik Íslands og Portúgal í undankeppni EM sem fram fer á Laugardalsvelli í kvöld. Hann var meðal annars spurður út í ummæli Åge Hareide, þjálfara íslenska liðsins, um að hann myndi fá að finna fyrir því í leiknum. Verður fagnað eftir leik en fær að finna fyrir því á vellinum „Hann hefur átt magnaðan feril sem leikmaður,“ sagði Hareide á blaðamannafundi íslenska liðsins sem haldin var stuttu á undan þeim portúgalska. „Hann er búinn að vera að skora mörk og halda sér í standi í ótrúlega langan tíma. Ég man eftir honum þegar ég fór að heimsækja Ole Gunnar Solskjær til Manchester United þá var ungur Ronaldo að æfa og spila þar. Hvernig hann æfði og hvernig hann spilaði þarna fyrir að verða 25 árum síðan og það er magnað að hann hafi haldið svona lengi áfram. Við munum fagna honum eftir leikinn, en í leiknum sjálfum munum við skilja einhverja marbletti eftir á honum,“ bætti Hareide við. Orðinn vanur marblettum á löngum ferli Ronaldo var svo spurður út í þessi ummæli Hareides á blaðamannafundi portúgalska liðsins og sagðist hann vera vanur slíkri meðferð á löngum og farsælum ferli sínum. „Þetta er bara eðlilegt. Ég er vanur því. Marblettir á fótleggjum, andliti og hálsi. Þetta hefur alltaf verið svona á rúmlega 20 ára löngum ferli mínum og ég verð undirbúinn,“ sagði Ronaldo. „Það mikilvægasta er að Portúgal nái í góð úrslit og haldi draumnum áfram og á lífi. Við vitum að þetta verður erfiður leikur, en við munum spila vel.“
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira