Félagsmenn BSRB samþykktu nýjan kjarasamning Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. júní 2023 13:04 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB var að vonum ánægð með niðurstöður atkvæðagreiðslna. Vísir/Vilhelm Atkvæðagreiðslu um kjarasamning ellefu aðildarfélaga BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga lauk í hádeginu í dag. Mikill meirihluti félagsmanna samþykkti samninginn sem gildir frá 1. apríl 2023 til 31. mars 2024. Þetta kemur fram í tilkynningu frá BSRB. Samningurinn var undirritaður af samninganefndum deiluaðila þann 10. júní síðastliðinn en BSRB hafði áður staðið í verkfallsaðgerðum í þrjátíu sveitarfélögum á meðan ekki náðist að semja. Samkvæmt hinum nýja samningi munu mánaðarlaun hækka um að lágmarki 35.000 krónur og desemberuppbót á árinu 2023 verður 131.000 krónur. Þá náðist einnig samkomulag um sáttagreiðslu að upphæð 105.000 krónum auk þess sem samið var um hækkun á lægstu launum og viðbótargreiðslur fyrir tiltekin starfsheiti. „Niðurstaðan er afgerandi og endurspeglar að félagsfólk er hóflega sátt með þennan samning. Það er óþolandi að það hafi þurft svo umfangsmiklar aðgerðir til að ná fram réttlátum og sanngjörnum kröfum þeirra. Verkföllin skiluðu þó meira en kjarabótum því þau sýndu sveitarfélögunum svart á hvítu hversu ómissandi starfsfólk þeirra er,“ er haft eftir Sonju Ýr Þorbergsdóttur formanni BSRB í tilkynningunni. „Með þessum kjarasamningum var tekið skref í rétta átt til að launin endurspegli raunverulegt verðmæti þeirra starfa – en baráttan heldur áfram og við höfum þegar hafið undirbúning fyrir gerð næstu kjarasamninga.“ Niðurstöður atkvæðagreiðslna félagsmanna BSRB: Félag opinberra starfsmanna á Austurlandi, 95,92% samþykktuFOSS – stéttarfélag í almannaþjónustu, 90,33% samþykktuKjölur – stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu, 91,7% samþykktuStarfsmannafélag Garðabæjar: 88,54% samþykktuStarfsmannafélag Suðurnesja, 94,16% samþykktuStarfsmannafélag Vestmannaeyja, 95,1% samþykktuStarfsmannafélag Mosfellsbæjar, 90,83% samþykktuStarfsmannafélag Kópavogs, 92% samþykktuStarfsmannafélag Húsavíkur, 93,33% samþykktuStarfsmannafélag Hafnafjarðar, 91,02% samþykktuSameyki stéttarfélag í almannaþjónustu (Seltjarnarnes og Akranes), 87,96% samþykktu Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá BSRB. Samningurinn var undirritaður af samninganefndum deiluaðila þann 10. júní síðastliðinn en BSRB hafði áður staðið í verkfallsaðgerðum í þrjátíu sveitarfélögum á meðan ekki náðist að semja. Samkvæmt hinum nýja samningi munu mánaðarlaun hækka um að lágmarki 35.000 krónur og desemberuppbót á árinu 2023 verður 131.000 krónur. Þá náðist einnig samkomulag um sáttagreiðslu að upphæð 105.000 krónum auk þess sem samið var um hækkun á lægstu launum og viðbótargreiðslur fyrir tiltekin starfsheiti. „Niðurstaðan er afgerandi og endurspeglar að félagsfólk er hóflega sátt með þennan samning. Það er óþolandi að það hafi þurft svo umfangsmiklar aðgerðir til að ná fram réttlátum og sanngjörnum kröfum þeirra. Verkföllin skiluðu þó meira en kjarabótum því þau sýndu sveitarfélögunum svart á hvítu hversu ómissandi starfsfólk þeirra er,“ er haft eftir Sonju Ýr Þorbergsdóttur formanni BSRB í tilkynningunni. „Með þessum kjarasamningum var tekið skref í rétta átt til að launin endurspegli raunverulegt verðmæti þeirra starfa – en baráttan heldur áfram og við höfum þegar hafið undirbúning fyrir gerð næstu kjarasamninga.“ Niðurstöður atkvæðagreiðslna félagsmanna BSRB: Félag opinberra starfsmanna á Austurlandi, 95,92% samþykktuFOSS – stéttarfélag í almannaþjónustu, 90,33% samþykktuKjölur – stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu, 91,7% samþykktuStarfsmannafélag Garðabæjar: 88,54% samþykktuStarfsmannafélag Suðurnesja, 94,16% samþykktuStarfsmannafélag Vestmannaeyja, 95,1% samþykktuStarfsmannafélag Mosfellsbæjar, 90,83% samþykktuStarfsmannafélag Kópavogs, 92% samþykktuStarfsmannafélag Húsavíkur, 93,33% samþykktuStarfsmannafélag Hafnafjarðar, 91,02% samþykktuSameyki stéttarfélag í almannaþjónustu (Seltjarnarnes og Akranes), 87,96% samþykktu
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira