Vísir verður í beinni útsendingu fyrir fundinn á Bessastöðum.
Guðrún er á sínu fyrsta kjörtímabili sem þingmaður Suðurkjördæmis. Rætt var við hana í gær, eftir fund þingflokksins, þar sem hún sagðist spennt fyrir því að taka við embætti dómsmálaráðherra.
Jón sagði ákvörðunina í samræmi við það sem lagt var upp með við upphaf kjörtímabilsins en neitaði því ekki að hann hefði viljað sitja áfram sem ráðherra.
Sjá einnig: Guðrún inn sem ráðherra, Jón út
Lyklaskipti munu svo fara fram í Dómsmálaráðuneytinu í dag.
Beina útsendingu frá Bessastöðum má sjá í spilaranum hér að neðan.