„Að mínu viti rífur hann mig niður“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. júní 2023 21:43 Alfons Sampsted var eðlilega svekktur eftir tapið í kvöld. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Alfons Sampsted, leikmaður íslenska landsliðsins, var að vonum svekktur eftir 2-1 tap liðsins gegn Slóvakíu í kvöld. „Stemningin í klefanum er þung. Persónulega hefðum við getað nýtt fyrri hálfleikinn betur og fengið meira út úr honum en við gerðum,“ sagði Alfons í leikslok. „Við mættum með mikinn kraft, en síðan rennur það út í sandinn í seinni hálfleikinn þegar þessi orka og kraftur og færi sem við vorum að skapa í fyrri hálfleik voru ekki alveg að koma. Þannig að þetta var súrt því við teljum okkur hafa getað fengið meira út úr þessum leik. En heilt yfir var þetta kannski allt í lagi leikur.“ Íslenska liðið missti fyrirliðann Aron Einar Gunnarsson úr liðinu stuttu fyrir leik, en hann meiddist í upphitun. „Það hefur alltaf einhver áhrif. Við erum búnir að undirbúa eitthvað upplegg en síðan breytist það. En miðað við þennan fyrri hálfleik þá vorum við kannski með þá orku sem til þurfti þannig það er kannski ekki hægt að kenna því um.“ En hvað veldur því að liðið heldur ekki sama orkustigi eftir hálfleikshléið? „Við hlaupum nú nokkuð mikið, en kannski hefði mátt nýta þá tímapunkta sem við höfðum til að stjórna leiknum og láta þá hlaupa. Við gerum kannski of lítið af því. En heilt yfir eru jákvæðir punktar þarna sem við getum tekið með okkur, en þetta er að sjálfsögðu svekkjandi.“ Sigurmark Slóvaka var skoðað í VAR-herberginu þar sem mögulega var brotið á Alfons í aðdraganda marksins. Hann segir að um klárt brot hafi verið að ræða, en ekkert var dæmt. „Ég ætla bara að taka mér mína stöðu og setja líkamann á milli manns og bolta, en að mínu viti þá rífur hann mig niður og það hefði mátt dæma aukaspyrnu. Ég hef reyndar ekki séð þetta aftur þannig ég veit ekki hvernig þetta lítur út frá dómaranum séð. Ég sé samt ekki hagnaðinn í því fyrir mig að vera að henda mér niður.“ „Það er það sem ég finn [að togað sé í hann] og eins og ég segi þá sé ég ekki alveg hagnaðinn í því að vera eitthvað að henda mér niður. Þannig að það er eitthvað sem fær mig til að detta.“ Þá segir Alfons að skilaboðin frá Åge Hareide, þjálfara liðsins, hafi verið skýr eftir leik. Ísland tekur á móti Portúgal eftir þrjá daga og „Skilaboðin voru skýr. Það eru jákvæðir hlutir og það er eitthvað sem við getum tekið með okkur. Nú er bara leikur eftir þrjá daga og við höfum engan tíma til að vera svekkja okkur og missa andann sem við vorum búnir að byggja upp fyrir þennan leik. Það er bara ekkert í boði. Nú fáum við tvo daga til að jafna okkur og svo er bara að mæta með orku í úrslitaleik á móti Portúgal,“ sagði Alfons að lokum. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Guðlaugur bestur í svekkjandi tapi Ísland tapaði 2-1 fyrir Slóvakíu í fyrsta leik karlalandsliðsins undir stjórn Age Hareide í undankeppni EM 2024 í fótbolta. Leikmönnum liðsins gekk misvel að fóta sig í svekkjandi tapi. 17. júní 2023 21:00 Einkunnir Íslands: Guðlaugur bestur í svekkjandi tapi Ísland tapaði 2-1 fyrir Slóvakíu í fyrsta leik karlalandsliðsins undir stjórn Age Hareide í undankeppni EM 2024 í fótbolta. Leikmönnum liðsins gekk misvel að fóta sig í svekkjandi tapi. 17. júní 2023 21:00 Umfjöllun: Ísland - Slóvakía 1-2 | Skrípamark gerði leiðina á EM torfæra Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tapaði fyrir Slóvakíu, 1-2, í J-riðli undankeppni EM 2024 í kvöld. Þetta var fyrsti leikur Íslands undir stjórn Åge Hareide. 17. júní 2023 20:30 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Sjá meira
„Stemningin í klefanum er þung. Persónulega hefðum við getað nýtt fyrri hálfleikinn betur og fengið meira út úr honum en við gerðum,“ sagði Alfons í leikslok. „Við mættum með mikinn kraft, en síðan rennur það út í sandinn í seinni hálfleikinn þegar þessi orka og kraftur og færi sem við vorum að skapa í fyrri hálfleik voru ekki alveg að koma. Þannig að þetta var súrt því við teljum okkur hafa getað fengið meira út úr þessum leik. En heilt yfir var þetta kannski allt í lagi leikur.“ Íslenska liðið missti fyrirliðann Aron Einar Gunnarsson úr liðinu stuttu fyrir leik, en hann meiddist í upphitun. „Það hefur alltaf einhver áhrif. Við erum búnir að undirbúa eitthvað upplegg en síðan breytist það. En miðað við þennan fyrri hálfleik þá vorum við kannski með þá orku sem til þurfti þannig það er kannski ekki hægt að kenna því um.“ En hvað veldur því að liðið heldur ekki sama orkustigi eftir hálfleikshléið? „Við hlaupum nú nokkuð mikið, en kannski hefði mátt nýta þá tímapunkta sem við höfðum til að stjórna leiknum og láta þá hlaupa. Við gerum kannski of lítið af því. En heilt yfir eru jákvæðir punktar þarna sem við getum tekið með okkur, en þetta er að sjálfsögðu svekkjandi.“ Sigurmark Slóvaka var skoðað í VAR-herberginu þar sem mögulega var brotið á Alfons í aðdraganda marksins. Hann segir að um klárt brot hafi verið að ræða, en ekkert var dæmt. „Ég ætla bara að taka mér mína stöðu og setja líkamann á milli manns og bolta, en að mínu viti þá rífur hann mig niður og það hefði mátt dæma aukaspyrnu. Ég hef reyndar ekki séð þetta aftur þannig ég veit ekki hvernig þetta lítur út frá dómaranum séð. Ég sé samt ekki hagnaðinn í því fyrir mig að vera að henda mér niður.“ „Það er það sem ég finn [að togað sé í hann] og eins og ég segi þá sé ég ekki alveg hagnaðinn í því að vera eitthvað að henda mér niður. Þannig að það er eitthvað sem fær mig til að detta.“ Þá segir Alfons að skilaboðin frá Åge Hareide, þjálfara liðsins, hafi verið skýr eftir leik. Ísland tekur á móti Portúgal eftir þrjá daga og „Skilaboðin voru skýr. Það eru jákvæðir hlutir og það er eitthvað sem við getum tekið með okkur. Nú er bara leikur eftir þrjá daga og við höfum engan tíma til að vera svekkja okkur og missa andann sem við vorum búnir að byggja upp fyrir þennan leik. Það er bara ekkert í boði. Nú fáum við tvo daga til að jafna okkur og svo er bara að mæta með orku í úrslitaleik á móti Portúgal,“ sagði Alfons að lokum.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Guðlaugur bestur í svekkjandi tapi Ísland tapaði 2-1 fyrir Slóvakíu í fyrsta leik karlalandsliðsins undir stjórn Age Hareide í undankeppni EM 2024 í fótbolta. Leikmönnum liðsins gekk misvel að fóta sig í svekkjandi tapi. 17. júní 2023 21:00 Einkunnir Íslands: Guðlaugur bestur í svekkjandi tapi Ísland tapaði 2-1 fyrir Slóvakíu í fyrsta leik karlalandsliðsins undir stjórn Age Hareide í undankeppni EM 2024 í fótbolta. Leikmönnum liðsins gekk misvel að fóta sig í svekkjandi tapi. 17. júní 2023 21:00 Umfjöllun: Ísland - Slóvakía 1-2 | Skrípamark gerði leiðina á EM torfæra Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tapaði fyrir Slóvakíu, 1-2, í J-riðli undankeppni EM 2024 í kvöld. Þetta var fyrsti leikur Íslands undir stjórn Åge Hareide. 17. júní 2023 20:30 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Sjá meira
Einkunnir Íslands: Guðlaugur bestur í svekkjandi tapi Ísland tapaði 2-1 fyrir Slóvakíu í fyrsta leik karlalandsliðsins undir stjórn Age Hareide í undankeppni EM 2024 í fótbolta. Leikmönnum liðsins gekk misvel að fóta sig í svekkjandi tapi. 17. júní 2023 21:00
Einkunnir Íslands: Guðlaugur bestur í svekkjandi tapi Ísland tapaði 2-1 fyrir Slóvakíu í fyrsta leik karlalandsliðsins undir stjórn Age Hareide í undankeppni EM 2024 í fótbolta. Leikmönnum liðsins gekk misvel að fóta sig í svekkjandi tapi. 17. júní 2023 21:00
Umfjöllun: Ísland - Slóvakía 1-2 | Skrípamark gerði leiðina á EM torfæra Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tapaði fyrir Slóvakíu, 1-2, í J-riðli undankeppni EM 2024 í kvöld. Þetta var fyrsti leikur Íslands undir stjórn Åge Hareide. 17. júní 2023 20:30