Vonast til að hárið á Hamsik fái fólk á völlinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. júní 2023 13:23 Marek Hamsik er þekktur fyrir sinn fræga hanakamb. getty/Luka Stanzl Landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta vill ekki að Marek Hamsik og Milan Skrniar, tvær af skærustu stjörnum Slóvakíu, spili leikinn gegn Íslandi bara því þeir séu ekki í sínu besta standi. Hann segir þó að Hamsik geti trekkt fólk að. Á blaðamannafundi landsliðsins í dag var Åge Hareide spurður út í Hamsik og Skrniar og hvort hann vildi að þeir myndu spila vegna skorts á leikæfingu. „Ég myndi ekki orða það þannig því þá ertu að horfa niður á leikmennina. Ég er viss um að þeir séu klárir að spila fyrst þeir voru valdir. Þetta eru góðir leikmenn en hvaða leikmenn Slóvakía notar skiptir mig ekki máli,“ sagði Hareide. „Hamsik er með flott hár og það gæti trekkt að. Við þurfum að sjá um alla leikmennina í slóvakíska liðinu og þeir eru góðir. Hamsik var einn þeirra besti leikmaður í mörg ár og Skrniar er góður varnarmaður,“ bætti Hareide við. Hamsik var hættur í slóvakíska landsliðinu en sneri aftur í það fyrir leikina sem framundan eru. Hann var síðast á mála hjá Trabzonspor í Tyrklandi en flestir tengja hann eflaust við Napoli. Hamsik lék með ítalska liðinu í tólf ár (2007-19) og er leikja- og markahæstur í sögu þess. Skrniar hefur leikið með Inter undanfarin ár en er búinn að semja við Paris Saint-Germain og gengur í raðir Frakklandsmeistaranna í sumar. Leikur Íslands og Slóvakíu hefst klukkan 18:45 annað kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir leikinn gegn Slóvakíu Blaðamannafundur fyrir leik Íslands og Slóvakíu í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu fór fram klukkan 12.45 í Laugardal í dag. Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide og fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum og sjá má upptöku af fundinum hér að neðan. 16. júní 2023 13:15 Arnór meiddur og ekki með Arnór Sigurðsson hefur þurft að draga sig út úr landsliðshópnum í fótbolta og verður ekki með í leikjunum gegn Slóvakíu og Portúgal í undankeppni EM 2024. 16. júní 2023 13:01 Lars horfði á lokaæfinguna fyrir Slóvakíuleikinn Lars Lagerbäck var á Laugardalsvelli í hádeginu og fylgdist með síðustu æfingu íslenska karlalandsliðsins fyrir leikinn mikilvæga gegn Slóvakíu í undankeppni EM 2024. 16. júní 2023 12:21 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Sjá meira
Á blaðamannafundi landsliðsins í dag var Åge Hareide spurður út í Hamsik og Skrniar og hvort hann vildi að þeir myndu spila vegna skorts á leikæfingu. „Ég myndi ekki orða það þannig því þá ertu að horfa niður á leikmennina. Ég er viss um að þeir séu klárir að spila fyrst þeir voru valdir. Þetta eru góðir leikmenn en hvaða leikmenn Slóvakía notar skiptir mig ekki máli,“ sagði Hareide. „Hamsik er með flott hár og það gæti trekkt að. Við þurfum að sjá um alla leikmennina í slóvakíska liðinu og þeir eru góðir. Hamsik var einn þeirra besti leikmaður í mörg ár og Skrniar er góður varnarmaður,“ bætti Hareide við. Hamsik var hættur í slóvakíska landsliðinu en sneri aftur í það fyrir leikina sem framundan eru. Hann var síðast á mála hjá Trabzonspor í Tyrklandi en flestir tengja hann eflaust við Napoli. Hamsik lék með ítalska liðinu í tólf ár (2007-19) og er leikja- og markahæstur í sögu þess. Skrniar hefur leikið með Inter undanfarin ár en er búinn að semja við Paris Saint-Germain og gengur í raðir Frakklandsmeistaranna í sumar. Leikur Íslands og Slóvakíu hefst klukkan 18:45 annað kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir leikinn gegn Slóvakíu Blaðamannafundur fyrir leik Íslands og Slóvakíu í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu fór fram klukkan 12.45 í Laugardal í dag. Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide og fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum og sjá má upptöku af fundinum hér að neðan. 16. júní 2023 13:15 Arnór meiddur og ekki með Arnór Sigurðsson hefur þurft að draga sig út úr landsliðshópnum í fótbolta og verður ekki með í leikjunum gegn Slóvakíu og Portúgal í undankeppni EM 2024. 16. júní 2023 13:01 Lars horfði á lokaæfinguna fyrir Slóvakíuleikinn Lars Lagerbäck var á Laugardalsvelli í hádeginu og fylgdist með síðustu æfingu íslenska karlalandsliðsins fyrir leikinn mikilvæga gegn Slóvakíu í undankeppni EM 2024. 16. júní 2023 12:21 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Sjá meira
Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir leikinn gegn Slóvakíu Blaðamannafundur fyrir leik Íslands og Slóvakíu í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu fór fram klukkan 12.45 í Laugardal í dag. Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide og fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum og sjá má upptöku af fundinum hér að neðan. 16. júní 2023 13:15
Arnór meiddur og ekki með Arnór Sigurðsson hefur þurft að draga sig út úr landsliðshópnum í fótbolta og verður ekki með í leikjunum gegn Slóvakíu og Portúgal í undankeppni EM 2024. 16. júní 2023 13:01
Lars horfði á lokaæfinguna fyrir Slóvakíuleikinn Lars Lagerbäck var á Laugardalsvelli í hádeginu og fylgdist með síðustu æfingu íslenska karlalandsliðsins fyrir leikinn mikilvæga gegn Slóvakíu í undankeppni EM 2024. 16. júní 2023 12:21