Enski boltinn

Gerði undantekningu og endaði með ælu í handtöskuna hjá móður Greal­ish

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Drekkur almennt ekki áfengi og ætti bara að sleppa því.
Drekkur almennt ekki áfengi og ætti bara að sleppa því. Tom Flathers/Getty Images

Rúben Dias, miðvörður Manchester City, drekkur ekki áfengi en gerði undantekningu fyrst lið hans varð Englands-, Evrópu og bikarmeistari nýverið. Það endaði vægast sagt illa fyrir bæði hann sem og handtöskuna sem móðir Jack Grealish var með.

Manchester City fullkomnaði þrennuna með sigri á Inter frá Mílanó í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Eftir leik var þrennunni fagnað vel og innilega áður en leikmenn þurftu flestir hverjir að skottast í verkefni með landsliðum sínum.

Eftir langt og strembið tímabil ákváðu leikmenn liðsins að sletta örlítið úr klaufunum, sumir meira en aðrir. Meira að segja þeir leikmenn sem ekki drekka venjulega ekki áfengi gerðu undantekningu að þessu sinni. Rúben Dias hefði eflaust átt að sleppa því.

 

Markvörðurinn Ederson var á blaðamannafundi fyrir brasilíska landsliðið og ræddi þar fagnaðarlæti liðsins, þá sérstaklega varnarmannsins.

„Það gekk ekki upp hjá Dias. Hann fékk sér tvö skot og ældi svo. Þið trúið því kannski ekki en það fór allt ofan í handtöskuna hjá mömmu Jack Grealish,“ sagði Ederson hlæjandi á blaðamannafundinum.

Grealish sjálfur fagnaði titlinum manna best en viðurkenndi þó að það væri farið að taka sinn toll þegar hann var spurður hvort hann vildi vera gestur í spjallþætti hjá talkSPORT.

Leikmenn Man City skemmtu sér fyrst í Istanbúl, þar sem úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fór fram, svo á Ibiza og loks í Manchester þar sem haldin var skrúðganga þeim til heiðurs.


Tengdar fréttir

Haaland hættur að fagna og lentur í Noregi

Erling Haaland er kominn heim til Noregs eftir stíf fagnaðarhöld Manchester City í kjölfar þess að liðið tryggði sér þrennuna með sigri á Inter í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á laugardag.

Utan vallar: Mann­legur Greal­ish ber af hjá Evrópu­meisturunum

Jack Grealish var ekki meðal þeirra sjö leikmanna Manchester City sem komst í lið ársins í Meistaradeild Evrópu. Það er samt eitthvað svo mannlegt við Grealish að það er ekki annað hægt en að líka vel við hann, þó þú haldir með rauða liðinu í Manchester-borg.

Sjö Evrópu­meistarar í liði ársins | Rodri leik­maður ársins

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur opinberað lið ársins í Meistaradeild Evrópu. Þá var tilkynnt hver hefði verið valinn bestur sem og besti ungi leikmaðurinn. Það kemur ekki á óvart að Evrópumeistarar Manchester City á flesta leikmenn í liði ársins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×