Enski boltinn

Dreymir um að spila fyrir Real Madríd

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Richarlison í leik með Brasilíu.
Richarlison í leik með Brasilíu. Mustafa Yalcin/Getty Images

Brasilíski framherjinn Richarlison fer ekkert í grafgötur með það að honum dreymi um að spila fyrir spænska stórveldið Real Madríd. Carlo Ancelotti, þjálfari framherjans þegar hann var hjá Everton, stýrir Real í dag.

Hinn 26 ára gamli Richarlison spilar í dag fyrir Tottenham Hotspur eftir að félagið keypti hann á 50 til 60 milljónir punda (8,7 til 10,5 milljarða íslenskra króna) síðasta sumar. Hann skoraði 1 mark í 27 deildarleikjum á síðustu leiktíð.

Þrátt fyrir það hafa fjölmiðlar erlendis bendlað leikmanninn við Real Madríd, ef til vill vegna Ancelotti og áráttu Real fyrir leikmönnum frá Brasilíu.

„Það dreymir alla leikmenn um að klæðast treyju Real Madríd. En ég verð samt að standa mig í treyju Tottenham,“ sagði leikmaðurinn um orðrómana.

Richarlison hefur spilað á Englandi síðan 2017 þegar hann gekk í raðir Watford. Þaðan fór hann til Everton 2018 og svo Tottenham á síðasta ári. Hann hefur skorað 20 mörk í 42 leikjum fyrir Brasilíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×