Lefty þögull sem gröfin um samrunann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. júní 2023 13:00 Phil Mickelson er einn þeirra kylfinga sem þáði gylliboð Sádanna um að taka þátt á LIV-mótaröðinni. Hún heyrir núna væntanlega sögunni til. getty/Rob Carr Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson hefur ekkert viljað tjá sig um samrunann stóra í golfheiminum. Um fátt annað hefur verið rætt í golfheiminum en samruna PGA-mótaraðarinnar og DP-heimsmótaraðarinnar við Þjóðarsjóð Sádi-Arabíu (PIF) sem setti á laggirnar sína eigin golfmótaröð til höfuðs PGA í fyrra og síðan þá hafa þær eldað grátt silfur saman. LIV-mótaröðin lokkaði til sín margar af skærustu stjörnum golfheimsins, þar á meðal Mickelson. Síðan hann gekk til liðs við LIV hefur hann verið ötull talsmaður mótaraðarinnar. Daginn sem tilkynnt var um samrunann birti Mickelson færslu á Twitter þar sem hann sagði daginn vera stórkostlegan. En síðan hefur ekkert heyrst í honum varðandi samrunann. Awesome day today https://t.co/qUwVJiydym— Phil Mickelson (@PhilMickelson) June 6, 2023 Mickelson hefur leik á sínu 32. Opna bandaríska meistaramóti í dag. Fyrir það var hann skiljanlega spurður út í samrunann en vildi lítið segja. „Ég tala glaður við ykkur síðar. Ég vil bara ekki eyða orku í þetta núna í byrjun vikunnar,“ sagði Mickelson. „Við höfðum talað um að gera eitthvað en ég vil helst ekki gera það í þessari viku. Ekkert er á döfinni á næstu dögum.“ Enn liggur ekki fyrir hvað verður um LIV-mótaröðina, hvort hún leggist af eða sameinist PGA-mótaröðinni. Mickelson er fyrirliði HyFlyers, eins af tólf liðum á LIV. Hann átti fjórðungshlut í því eins og aðrir fyrirliðar liðanna á LIV. Golf Opna bandaríska LIV-mótaröðin Mest lesið Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Um fátt annað hefur verið rætt í golfheiminum en samruna PGA-mótaraðarinnar og DP-heimsmótaraðarinnar við Þjóðarsjóð Sádi-Arabíu (PIF) sem setti á laggirnar sína eigin golfmótaröð til höfuðs PGA í fyrra og síðan þá hafa þær eldað grátt silfur saman. LIV-mótaröðin lokkaði til sín margar af skærustu stjörnum golfheimsins, þar á meðal Mickelson. Síðan hann gekk til liðs við LIV hefur hann verið ötull talsmaður mótaraðarinnar. Daginn sem tilkynnt var um samrunann birti Mickelson færslu á Twitter þar sem hann sagði daginn vera stórkostlegan. En síðan hefur ekkert heyrst í honum varðandi samrunann. Awesome day today https://t.co/qUwVJiydym— Phil Mickelson (@PhilMickelson) June 6, 2023 Mickelson hefur leik á sínu 32. Opna bandaríska meistaramóti í dag. Fyrir það var hann skiljanlega spurður út í samrunann en vildi lítið segja. „Ég tala glaður við ykkur síðar. Ég vil bara ekki eyða orku í þetta núna í byrjun vikunnar,“ sagði Mickelson. „Við höfðum talað um að gera eitthvað en ég vil helst ekki gera það í þessari viku. Ekkert er á döfinni á næstu dögum.“ Enn liggur ekki fyrir hvað verður um LIV-mótaröðina, hvort hún leggist af eða sameinist PGA-mótaröðinni. Mickelson er fyrirliði HyFlyers, eins af tólf liðum á LIV. Hann átti fjórðungshlut í því eins og aðrir fyrirliðar liðanna á LIV.
Golf Opna bandaríska LIV-mótaröðin Mest lesið Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira