Lefty þögull sem gröfin um samrunann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. júní 2023 13:00 Phil Mickelson er einn þeirra kylfinga sem þáði gylliboð Sádanna um að taka þátt á LIV-mótaröðinni. Hún heyrir núna væntanlega sögunni til. getty/Rob Carr Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson hefur ekkert viljað tjá sig um samrunann stóra í golfheiminum. Um fátt annað hefur verið rætt í golfheiminum en samruna PGA-mótaraðarinnar og DP-heimsmótaraðarinnar við Þjóðarsjóð Sádi-Arabíu (PIF) sem setti á laggirnar sína eigin golfmótaröð til höfuðs PGA í fyrra og síðan þá hafa þær eldað grátt silfur saman. LIV-mótaröðin lokkaði til sín margar af skærustu stjörnum golfheimsins, þar á meðal Mickelson. Síðan hann gekk til liðs við LIV hefur hann verið ötull talsmaður mótaraðarinnar. Daginn sem tilkynnt var um samrunann birti Mickelson færslu á Twitter þar sem hann sagði daginn vera stórkostlegan. En síðan hefur ekkert heyrst í honum varðandi samrunann. Awesome day today https://t.co/qUwVJiydym— Phil Mickelson (@PhilMickelson) June 6, 2023 Mickelson hefur leik á sínu 32. Opna bandaríska meistaramóti í dag. Fyrir það var hann skiljanlega spurður út í samrunann en vildi lítið segja. „Ég tala glaður við ykkur síðar. Ég vil bara ekki eyða orku í þetta núna í byrjun vikunnar,“ sagði Mickelson. „Við höfðum talað um að gera eitthvað en ég vil helst ekki gera það í þessari viku. Ekkert er á döfinni á næstu dögum.“ Enn liggur ekki fyrir hvað verður um LIV-mótaröðina, hvort hún leggist af eða sameinist PGA-mótaröðinni. Mickelson er fyrirliði HyFlyers, eins af tólf liðum á LIV. Hann átti fjórðungshlut í því eins og aðrir fyrirliðar liðanna á LIV. Golf Opna bandaríska LIV-mótaröðin Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Um fátt annað hefur verið rætt í golfheiminum en samruna PGA-mótaraðarinnar og DP-heimsmótaraðarinnar við Þjóðarsjóð Sádi-Arabíu (PIF) sem setti á laggirnar sína eigin golfmótaröð til höfuðs PGA í fyrra og síðan þá hafa þær eldað grátt silfur saman. LIV-mótaröðin lokkaði til sín margar af skærustu stjörnum golfheimsins, þar á meðal Mickelson. Síðan hann gekk til liðs við LIV hefur hann verið ötull talsmaður mótaraðarinnar. Daginn sem tilkynnt var um samrunann birti Mickelson færslu á Twitter þar sem hann sagði daginn vera stórkostlegan. En síðan hefur ekkert heyrst í honum varðandi samrunann. Awesome day today https://t.co/qUwVJiydym— Phil Mickelson (@PhilMickelson) June 6, 2023 Mickelson hefur leik á sínu 32. Opna bandaríska meistaramóti í dag. Fyrir það var hann skiljanlega spurður út í samrunann en vildi lítið segja. „Ég tala glaður við ykkur síðar. Ég vil bara ekki eyða orku í þetta núna í byrjun vikunnar,“ sagði Mickelson. „Við höfðum talað um að gera eitthvað en ég vil helst ekki gera það í þessari viku. Ekkert er á döfinni á næstu dögum.“ Enn liggur ekki fyrir hvað verður um LIV-mótaröðina, hvort hún leggist af eða sameinist PGA-mótaröðinni. Mickelson er fyrirliði HyFlyers, eins af tólf liðum á LIV. Hann átti fjórðungshlut í því eins og aðrir fyrirliðar liðanna á LIV.
Golf Opna bandaríska LIV-mótaröðin Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira