Skuldsett fasteignafélög ekki sama áhættan hér á landi og víða erlendis
![Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir atvinnuhúsnæðismarkaðurinn sé tiltölulega sterkur þótt það megi velta fyrir sér lausafjárstöðu sumra félaga.](https://www.visir.is/i/E69D005F4395403CB30DBD55C19BC98D0E4FF0DD4F255E0669A699B285397D72_713x0.jpg)
Þrátt fyrir að fasteignafélög séu viðkvæm fyrir hækkandi vöxtum, einkum þau sem hafa verið að reiða sig á stutta fjármögnun, þá telur Seðlabankinn skuldsetningu á atvinnuhúsnæðismarkaði ekki vera sérstakan áhættuþátt fyrir fjármálastöðugleika. Ólíkt því sem þekkist í sumum nágrannaríkjum þá er ekki offramboð af atvinnuhúsnæði hér á landi auk þess sem það vinnur með félögunum að vera að stórum hluta með verðtryggðra leigusamninga og hátt nýtingarhlutfall, að sögn seðlabankastjóra.