Alfreð vill vera áfram hjá Lyngby en Arnór er á leiðinni frá Nörrköping og fer ekki aftur til Rússlands Stefán Árni Pálsson skrifar 13. júní 2023 20:15 Arnór Sigurðsson er á förum frá sínu liði en Alfreð vill vera kyrr. Vísir/einar Alfreð Finnbogason segist hafa lært mikið af því þegar hann vann síðast með Age Hareide fyrir rúmlega áratugi síðan. Ísland mætir Slóvakíu í undankeppni EM á þjóðhátíðardaginn á Laugardalsvellinum á laugardaginn. Þetta verður fyrsti leikur landsliðsins undir stjórn Age Hareide en Alfreð vann með Norðmanninum þegar hann var hjá Helsingborg árið 2012. „Við erum báðir rúmlega tíu árum eldri núna og við höfum báðir tekið okkar skref þar á milli. Ég hafði mjög góða reynslu af honum í Helsingborg. Hann kom inn og breytti strax öllu fyrir klúbbinn á þeim tíma og við fórum á svakalegt rönn þegar hann tók við. Það er bara vonandi að það verður það sama upp á teningnum hér. Það gekk bæði gríðarlega vel hjá liðinu og mér persónulega þegar hann tók við mér síðast. Hann er það reyndur og hann er að reyna koma fram einföldum skilaboðum inn í liðið og hefur núna viku til að gera okkur klára í þessa tvo leiki.“ Alfreð var á máli hjá danska félaginu Lyngby í vetur sem bjargaði sér á lygilegan hátt frá falli en liðið er undir stjórn Freys Alexanderssonar. Nett geðveikur „Þetta var í raun ótrúlegt. Við vorum sextán stigum frá öruggu sæti um jólin. Á sama tíma trúðu menn þarna og Freysi hélt hópnum gangandi allan tímann. Maður sá það þegar maður byrjaði aftur í janúar að það var gríðarlega hátt tempó og standard á öllu þó að þetta væri mjög óraunhæft á þeim tíma. Maður þurfti að vera nett geðveikur að trúa á þetta allan tímann.“ Hann segir vilja vera áfram hjá félaginu. „Það er vilji frá mér og klúbbnum að ég verði þarna eitt ár í viðbót og það mun vonandi hafast á næstunni.“ Framtíð landsliðsmannsins Arnórs Sigurðssonar er einnig óljós en hann hefur verið á láni frá CSKA Moskva hjá Nörrköping í vetur. „Ég er samningslaus hjá Nörrköping en á enn þá eitt ár eftir af samningi út í Rússlandi. Eins og staðan er núna er óljóst hvað verður en vonandi fer það að skýrast á næstunni svo ég geti farið að einbeita mér að nýrri áskorun. Það eru litlar líkur á því að ég fari aftur til Rússlands,“ segir Arnór en hér að neðan má sjá viðtalið við landsliðsmennina tvo úr kvöldfréttum Stöðvar 2. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Sjá meira
Ísland mætir Slóvakíu í undankeppni EM á þjóðhátíðardaginn á Laugardalsvellinum á laugardaginn. Þetta verður fyrsti leikur landsliðsins undir stjórn Age Hareide en Alfreð vann með Norðmanninum þegar hann var hjá Helsingborg árið 2012. „Við erum báðir rúmlega tíu árum eldri núna og við höfum báðir tekið okkar skref þar á milli. Ég hafði mjög góða reynslu af honum í Helsingborg. Hann kom inn og breytti strax öllu fyrir klúbbinn á þeim tíma og við fórum á svakalegt rönn þegar hann tók við. Það er bara vonandi að það verður það sama upp á teningnum hér. Það gekk bæði gríðarlega vel hjá liðinu og mér persónulega þegar hann tók við mér síðast. Hann er það reyndur og hann er að reyna koma fram einföldum skilaboðum inn í liðið og hefur núna viku til að gera okkur klára í þessa tvo leiki.“ Alfreð var á máli hjá danska félaginu Lyngby í vetur sem bjargaði sér á lygilegan hátt frá falli en liðið er undir stjórn Freys Alexanderssonar. Nett geðveikur „Þetta var í raun ótrúlegt. Við vorum sextán stigum frá öruggu sæti um jólin. Á sama tíma trúðu menn þarna og Freysi hélt hópnum gangandi allan tímann. Maður sá það þegar maður byrjaði aftur í janúar að það var gríðarlega hátt tempó og standard á öllu þó að þetta væri mjög óraunhæft á þeim tíma. Maður þurfti að vera nett geðveikur að trúa á þetta allan tímann.“ Hann segir vilja vera áfram hjá félaginu. „Það er vilji frá mér og klúbbnum að ég verði þarna eitt ár í viðbót og það mun vonandi hafast á næstunni.“ Framtíð landsliðsmannsins Arnórs Sigurðssonar er einnig óljós en hann hefur verið á láni frá CSKA Moskva hjá Nörrköping í vetur. „Ég er samningslaus hjá Nörrköping en á enn þá eitt ár eftir af samningi út í Rússlandi. Eins og staðan er núna er óljóst hvað verður en vonandi fer það að skýrast á næstunni svo ég geti farið að einbeita mér að nýrri áskorun. Það eru litlar líkur á því að ég fari aftur til Rússlands,“ segir Arnór en hér að neðan má sjá viðtalið við landsliðsmennina tvo úr kvöldfréttum Stöðvar 2.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Sjá meira