Alfreð vill vera áfram hjá Lyngby en Arnór er á leiðinni frá Nörrköping og fer ekki aftur til Rússlands Stefán Árni Pálsson skrifar 13. júní 2023 20:15 Arnór Sigurðsson er á förum frá sínu liði en Alfreð vill vera kyrr. Vísir/einar Alfreð Finnbogason segist hafa lært mikið af því þegar hann vann síðast með Age Hareide fyrir rúmlega áratugi síðan. Ísland mætir Slóvakíu í undankeppni EM á þjóðhátíðardaginn á Laugardalsvellinum á laugardaginn. Þetta verður fyrsti leikur landsliðsins undir stjórn Age Hareide en Alfreð vann með Norðmanninum þegar hann var hjá Helsingborg árið 2012. „Við erum báðir rúmlega tíu árum eldri núna og við höfum báðir tekið okkar skref þar á milli. Ég hafði mjög góða reynslu af honum í Helsingborg. Hann kom inn og breytti strax öllu fyrir klúbbinn á þeim tíma og við fórum á svakalegt rönn þegar hann tók við. Það er bara vonandi að það verður það sama upp á teningnum hér. Það gekk bæði gríðarlega vel hjá liðinu og mér persónulega þegar hann tók við mér síðast. Hann er það reyndur og hann er að reyna koma fram einföldum skilaboðum inn í liðið og hefur núna viku til að gera okkur klára í þessa tvo leiki.“ Alfreð var á máli hjá danska félaginu Lyngby í vetur sem bjargaði sér á lygilegan hátt frá falli en liðið er undir stjórn Freys Alexanderssonar. Nett geðveikur „Þetta var í raun ótrúlegt. Við vorum sextán stigum frá öruggu sæti um jólin. Á sama tíma trúðu menn þarna og Freysi hélt hópnum gangandi allan tímann. Maður sá það þegar maður byrjaði aftur í janúar að það var gríðarlega hátt tempó og standard á öllu þó að þetta væri mjög óraunhæft á þeim tíma. Maður þurfti að vera nett geðveikur að trúa á þetta allan tímann.“ Hann segir vilja vera áfram hjá félaginu. „Það er vilji frá mér og klúbbnum að ég verði þarna eitt ár í viðbót og það mun vonandi hafast á næstunni.“ Framtíð landsliðsmannsins Arnórs Sigurðssonar er einnig óljós en hann hefur verið á láni frá CSKA Moskva hjá Nörrköping í vetur. „Ég er samningslaus hjá Nörrköping en á enn þá eitt ár eftir af samningi út í Rússlandi. Eins og staðan er núna er óljóst hvað verður en vonandi fer það að skýrast á næstunni svo ég geti farið að einbeita mér að nýrri áskorun. Það eru litlar líkur á því að ég fari aftur til Rússlands,“ segir Arnór en hér að neðan má sjá viðtalið við landsliðsmennina tvo úr kvöldfréttum Stöðvar 2. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Ísland mætir Slóvakíu í undankeppni EM á þjóðhátíðardaginn á Laugardalsvellinum á laugardaginn. Þetta verður fyrsti leikur landsliðsins undir stjórn Age Hareide en Alfreð vann með Norðmanninum þegar hann var hjá Helsingborg árið 2012. „Við erum báðir rúmlega tíu árum eldri núna og við höfum báðir tekið okkar skref þar á milli. Ég hafði mjög góða reynslu af honum í Helsingborg. Hann kom inn og breytti strax öllu fyrir klúbbinn á þeim tíma og við fórum á svakalegt rönn þegar hann tók við. Það er bara vonandi að það verður það sama upp á teningnum hér. Það gekk bæði gríðarlega vel hjá liðinu og mér persónulega þegar hann tók við mér síðast. Hann er það reyndur og hann er að reyna koma fram einföldum skilaboðum inn í liðið og hefur núna viku til að gera okkur klára í þessa tvo leiki.“ Alfreð var á máli hjá danska félaginu Lyngby í vetur sem bjargaði sér á lygilegan hátt frá falli en liðið er undir stjórn Freys Alexanderssonar. Nett geðveikur „Þetta var í raun ótrúlegt. Við vorum sextán stigum frá öruggu sæti um jólin. Á sama tíma trúðu menn þarna og Freysi hélt hópnum gangandi allan tímann. Maður sá það þegar maður byrjaði aftur í janúar að það var gríðarlega hátt tempó og standard á öllu þó að þetta væri mjög óraunhæft á þeim tíma. Maður þurfti að vera nett geðveikur að trúa á þetta allan tímann.“ Hann segir vilja vera áfram hjá félaginu. „Það er vilji frá mér og klúbbnum að ég verði þarna eitt ár í viðbót og það mun vonandi hafast á næstunni.“ Framtíð landsliðsmannsins Arnórs Sigurðssonar er einnig óljós en hann hefur verið á láni frá CSKA Moskva hjá Nörrköping í vetur. „Ég er samningslaus hjá Nörrköping en á enn þá eitt ár eftir af samningi út í Rússlandi. Eins og staðan er núna er óljóst hvað verður en vonandi fer það að skýrast á næstunni svo ég geti farið að einbeita mér að nýrri áskorun. Það eru litlar líkur á því að ég fari aftur til Rússlands,“ segir Arnór en hér að neðan má sjá viðtalið við landsliðsmennina tvo úr kvöldfréttum Stöðvar 2.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira