Ætla að umbylta framleiðslu málma með íslensku hugviti DTE 15. júní 2023 10:15 DTE þróar hugbúnaðarlausnir fyrir áliðnaðinn, Fyrirtækið lauk nýlega við 1,4 milljarða hlutafjáraukninug. Karl Ágúst Matthíasson er framkvæmdastjóri DTE. Fyrr í vikunni lauk íslenska hátæknifyrirtækið DTE við 1,4 milljarða króna hlutafjáraukningu. Henni er ætlað að styðja við áframhaldandi uppbyggingu á byltingarkennda tækni sem gerir framleiðslu áls, og vonandi annara málma í framtíðinni, talsvert öruggari, hagkvæmari og umhverfisvænni. „Við þróum hugbúnaðarlausnir fyrir áliðnaðinn,“ segir Karl Ágúst Matthíasson, framkvæmdastjóri DTE. „Þar er meðal annars unnið með rauntíma efnagreiningar okkar á fljótandi málmum og unnið úr rauntímagögnum til að hjálpa viðskiptavinum okkar að besta framleiðsluferla sína og gæðastýringu í framleiðslunni. Undanfarna áratugi hefur þetta ferli verið handvirkt að mestu leyti og afskaplega mannafls- og tímafrekt auk þess sem bíða þarf eftir niðurstöðum jafnvel í marga klukkutíma. Það má því segja að við séum að færa þetta ferli inn í 21. öldina.“ Hann segir lausnir fyrirtækisins þannig flýta ákvarðanatöku þegar kemur að því að blanda álmelmi og stýra framleiðslunni þegar verið er að steypa ál. „Áður voru oft svo miklar tafir í ferlinu sem leiddu til þess að verið var að steypa eitthvað sem uppfyllti ekki framleiðslukröfur og þurfti því að endurbræða með tilheyrandi kostnaði, orkunotkun og tímasóun. Hingað til hefur því verið mikil sóun í framleiðsluferlinu með tilheyrandi mengun sem erfitt hefur verið að koma í veg fyrir með þeirri tækni sem var til staðar.“ Starfsfólk DTE sótti Iceland Innovation Week 2023. Viðskiptavinir DTE eru ekki bara hefðbundin álver heldur einnig mikill fjöldi endurvinnsluaðila og framleiðenda um allan heim að sögn Karls. „Nú þegar eru lausnir okkar í notkun í þremur heimsálfum og mun fjármögnunin gera okkur kleift að mæta enn frekari eftirspurn. Viðskiptavinir okkar sjá fram á að með okkar tækni sé hægt að auka hlutfall endurunnins áls í vörum sem þau framleiða og þarafleiðandi minnka umhverfisáhrif framleiðslunnar umtalsvert, en endurvinnsla áls krefst einungis um 5% af þeirri orku sem frumframleiðsla þarf.“ Meðal þeirra sem komu að fjármögnuninni eru Novelis, sem er stærsti endurvinnsluaðili áls í heiminum í dag, ásamt vísissjóðunum Metaplanet, Chrysalix Venture Capital og Brunnur vaxtarsjóður auk sjóðs í eigu Evrópska Nýsköpunarráðsins, EIC Fund. Að sögn Karls mun fjármögnunin nýtast einstaklega vel, ekki síst til að ráða inn fleira lykilstarfsfólk til að styðja við enn frekari vöxt fyrirtækisins. „Við erum komin af því stigi að teljast hefðbundnir frumkvöðlar og erum að breytast í framleiðslufyrirtæki. Markaðurinn er búinn að samþykkja okkur og næsta stóra skref verður að byggja upp alvöru framleiðslu- og söluferla til að rúlla vörunni út á næsta ári og byrja um leið að taka yfir heiminn.“ „Markaðurinn er búinn að samþykkja okkur og næsta stóra skref verður að byggja upp alvöru framleiðslu- og söluferla til að rúlla vörunni út á næsta ári og byrja um leið að taka yfir heiminn,“ segir Karl Ágúst Matthíasson. Undanfarna áratugi hafa mörg fyrirtæki víða um heim reynt að þróa sambærilega lausn og DTE býður upp á en án árangurs. „Margir af stærstu aðilum í málmheiminum hafa eytt hundruðum milljónum dollara í að reyna að búa til lausnir á borð við þá sem við bjóðum upp á. Það eru nokkrar ástæður fyrir velgengni okkar. Ein þeirra er nálægð við áliðnaðinn en það eru tvö álver stutt frá höfuðborginni. Önnur ástæða er nálægð við þekkingarsamfélagið og greiður aðgangur að tækjum og tólum.“ Nefnir hann þar helst að fyrirtækið sé staðsett í Tæknisetri, þar sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands var áður til húsa, en þar hafði fyrirtækið greiðan aðgang að fjölda sérfræðinga og ýmsum búnaði. „Einnig má nefna að við fengum líka lánaðan ýmsan búnað og ráðgjöf frá Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík.“ En saga fyrirtækisins hefur þó ekki alltaf verið dans á rósum. „Þetta hefur oft verið mjög erfitt þar sem þrautseigja og heppni hafa líka spilað stóran þátt. Um leið höfum við fengið góða styrki og endurgreiðslu frá ríkinu vegna rannsókna- og þróunarkostnaðar.“ Það er því að mörgu leyti afar gott að reka nýsköpunarfyrirtæki hér á landi. „Það er flest sem mælir með því utan þess að stundum getur verið erfitt að ráða inn starfsfólk með ákveðna sérþekkingu. En um leið er þetta lítið samfélag sérfræðinga sem þekkist ágætlega þannig að á sama tíma getur það líka verið kostur.“ DTE tók í fóstur landskika við Seljalandsfoss. Í vor átti starfsfólk góðan dag þar saman við gróðursetningu og slóu svo upp grillveislu. Nú í vor plantaði starfsfólk DTE um 10.000 trjám á sama tíma og fyrirtækið fagnaði tíu ára afmæli. „Markmið okkar hefur alltaf verið að kolefnisjafna fyrirtækið og með þeirri aðgerð erum við raunar komin langt umfram það. Þetta skiptir okkur miklu máli enda eru umhverfismálin mikilvægur hluti af grunngildum fyrirtækisins. DTE tók í fóstur landskika við Seljalandsfoss og þar áttum við góðan dag saman við gróðursetningu og slóum svo upp grillveislu með tilheyrandi fjöri. Við munum svo halda þessu áfram næstu árin.“ Starfsfólk DTE plantaði um 10.000 trjám í vor við Seljalandsfoss þar sem börn og fullorðnir hjálpuðust að. Nýsköpun Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
Henni er ætlað að styðja við áframhaldandi uppbyggingu á byltingarkennda tækni sem gerir framleiðslu áls, og vonandi annara málma í framtíðinni, talsvert öruggari, hagkvæmari og umhverfisvænni. „Við þróum hugbúnaðarlausnir fyrir áliðnaðinn,“ segir Karl Ágúst Matthíasson, framkvæmdastjóri DTE. „Þar er meðal annars unnið með rauntíma efnagreiningar okkar á fljótandi málmum og unnið úr rauntímagögnum til að hjálpa viðskiptavinum okkar að besta framleiðsluferla sína og gæðastýringu í framleiðslunni. Undanfarna áratugi hefur þetta ferli verið handvirkt að mestu leyti og afskaplega mannafls- og tímafrekt auk þess sem bíða þarf eftir niðurstöðum jafnvel í marga klukkutíma. Það má því segja að við séum að færa þetta ferli inn í 21. öldina.“ Hann segir lausnir fyrirtækisins þannig flýta ákvarðanatöku þegar kemur að því að blanda álmelmi og stýra framleiðslunni þegar verið er að steypa ál. „Áður voru oft svo miklar tafir í ferlinu sem leiddu til þess að verið var að steypa eitthvað sem uppfyllti ekki framleiðslukröfur og þurfti því að endurbræða með tilheyrandi kostnaði, orkunotkun og tímasóun. Hingað til hefur því verið mikil sóun í framleiðsluferlinu með tilheyrandi mengun sem erfitt hefur verið að koma í veg fyrir með þeirri tækni sem var til staðar.“ Starfsfólk DTE sótti Iceland Innovation Week 2023. Viðskiptavinir DTE eru ekki bara hefðbundin álver heldur einnig mikill fjöldi endurvinnsluaðila og framleiðenda um allan heim að sögn Karls. „Nú þegar eru lausnir okkar í notkun í þremur heimsálfum og mun fjármögnunin gera okkur kleift að mæta enn frekari eftirspurn. Viðskiptavinir okkar sjá fram á að með okkar tækni sé hægt að auka hlutfall endurunnins áls í vörum sem þau framleiða og þarafleiðandi minnka umhverfisáhrif framleiðslunnar umtalsvert, en endurvinnsla áls krefst einungis um 5% af þeirri orku sem frumframleiðsla þarf.“ Meðal þeirra sem komu að fjármögnuninni eru Novelis, sem er stærsti endurvinnsluaðili áls í heiminum í dag, ásamt vísissjóðunum Metaplanet, Chrysalix Venture Capital og Brunnur vaxtarsjóður auk sjóðs í eigu Evrópska Nýsköpunarráðsins, EIC Fund. Að sögn Karls mun fjármögnunin nýtast einstaklega vel, ekki síst til að ráða inn fleira lykilstarfsfólk til að styðja við enn frekari vöxt fyrirtækisins. „Við erum komin af því stigi að teljast hefðbundnir frumkvöðlar og erum að breytast í framleiðslufyrirtæki. Markaðurinn er búinn að samþykkja okkur og næsta stóra skref verður að byggja upp alvöru framleiðslu- og söluferla til að rúlla vörunni út á næsta ári og byrja um leið að taka yfir heiminn.“ „Markaðurinn er búinn að samþykkja okkur og næsta stóra skref verður að byggja upp alvöru framleiðslu- og söluferla til að rúlla vörunni út á næsta ári og byrja um leið að taka yfir heiminn,“ segir Karl Ágúst Matthíasson. Undanfarna áratugi hafa mörg fyrirtæki víða um heim reynt að þróa sambærilega lausn og DTE býður upp á en án árangurs. „Margir af stærstu aðilum í málmheiminum hafa eytt hundruðum milljónum dollara í að reyna að búa til lausnir á borð við þá sem við bjóðum upp á. Það eru nokkrar ástæður fyrir velgengni okkar. Ein þeirra er nálægð við áliðnaðinn en það eru tvö álver stutt frá höfuðborginni. Önnur ástæða er nálægð við þekkingarsamfélagið og greiður aðgangur að tækjum og tólum.“ Nefnir hann þar helst að fyrirtækið sé staðsett í Tæknisetri, þar sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands var áður til húsa, en þar hafði fyrirtækið greiðan aðgang að fjölda sérfræðinga og ýmsum búnaði. „Einnig má nefna að við fengum líka lánaðan ýmsan búnað og ráðgjöf frá Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík.“ En saga fyrirtækisins hefur þó ekki alltaf verið dans á rósum. „Þetta hefur oft verið mjög erfitt þar sem þrautseigja og heppni hafa líka spilað stóran þátt. Um leið höfum við fengið góða styrki og endurgreiðslu frá ríkinu vegna rannsókna- og þróunarkostnaðar.“ Það er því að mörgu leyti afar gott að reka nýsköpunarfyrirtæki hér á landi. „Það er flest sem mælir með því utan þess að stundum getur verið erfitt að ráða inn starfsfólk með ákveðna sérþekkingu. En um leið er þetta lítið samfélag sérfræðinga sem þekkist ágætlega þannig að á sama tíma getur það líka verið kostur.“ DTE tók í fóstur landskika við Seljalandsfoss. Í vor átti starfsfólk góðan dag þar saman við gróðursetningu og slóu svo upp grillveislu. Nú í vor plantaði starfsfólk DTE um 10.000 trjám á sama tíma og fyrirtækið fagnaði tíu ára afmæli. „Markmið okkar hefur alltaf verið að kolefnisjafna fyrirtækið og með þeirri aðgerð erum við raunar komin langt umfram það. Þetta skiptir okkur miklu máli enda eru umhverfismálin mikilvægur hluti af grunngildum fyrirtækisins. DTE tók í fóstur landskika við Seljalandsfoss og þar áttum við góðan dag saman við gróðursetningu og slóum svo upp grillveislu með tilheyrandi fjöri. Við munum svo halda þessu áfram næstu árin.“ Starfsfólk DTE plantaði um 10.000 trjám í vor við Seljalandsfoss þar sem börn og fullorðnir hjálpuðust að.
Nýsköpun Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira