Tengslin við Alfreð Finnboga komu Friðriki að hjá Nottingham Forest Stefán Árni Pálsson skrifar 13. júní 2023 08:31 Friðrik var úti í ellefu vikur hjá Nottingham Forest. Hann var aðeins í fríi í sjö daga. Vísir/sigurjón Hann fékk starf í ensku úrvalsdeildinni á þessu ári og hjálpaði Nottingham Forest að halda sæti sínu í vinsælustu deild heims. Friðrik Ellert Jónsson er nú kominn heim eftir skemmtilegar vikur við frábærar aðstæður. Friðrik er einn af okkar færustu sjúkraþjálfurum sem hefur áður unnið fyrir íslenska landsliðið og nú síðast Stjörnuna hér á landi. Í mars var Friðrik ráðinn til enska félagsins sem var lengi vel í mikilli fallbaráttu en liðið hafnaði í 16. sæti deildarinnar og verður þar af leiðandi áfram í deild þeirra bestu. „Þetta var stórt tækifæri og gaman að vera í stærstu deild í heimi og bara einstakt tækifæri að fá að vera í kringum svona stórt lið og svona flotta umgjörð,“ segir Friðrik í kvöldfréttum Stöðvar 2 og heldur áfram. „Leikmennirnir sjálfir eru ekkert öðruvísi en okkar strákar sem við eigum hérna heima. Þetta eru allt yndislegir gaurar og líta ekkert of stórt á sig eða neitt svoleiðis. En vissulega finnur maður fyrir stærðinni og pressunni frá þjálfarateymi að leikmenn eiga að vera klárir. Og svo þegar þú mætir á völlinn þá er allt gríðarlega stórt í kringum alla þessa leiki. Sviðið getur ekki verið stærra í heiminum en þetta.“ Hann segir að félagið hafi beðið hann um að koma til liðsins vegna mikilla meiðsla á leikmönnum liðsins. Þegar Frikki mætti út voru tólf leikmenn meiddir. Sömu eigendur „Þeir vildu að ég myndi semja í eitt til tvö ár en fyrst þeir samþykktu að semja í aðeins þrjá mánuði, og að ég myndi bara klára tímabilið, þá gekk þetta. Geggjað tækifæri fyrir mig,“ segir Friðrik sem starfar sem sjúkraþjálfari í Kringlunni hjá Sjúkraþjálfun Íslands. Á þeim ellefu vikum sem hann var úti fékk hann aðeins sjö daga í frí og var vinnan því gríðarlega mikil. Hann ætlar ekki að semja við félagið á nýjan leik en útilokar ekki að fara aftur út í nokkrar vikur. Friðrik segir að það hafi í raun verið samband hans við Alfreð Finnbogason sem skilaði honum starfinu hjá Forest. „Þegar ég hitti á Alfreð Finnbogason úti þegar hann var hjá Olympiacos þá skoðaði ég ákveðinn leikmann hjá þeim aukalega. Þeir voru ofboðslega ánægðir með hvað ég fann út varðandi hann. Þannig að yfirsjúkraþjálfarinn hjá félaginu vildi strax fá mig í vinnu. Það eru sömu eigendur af Nottingham Forest og Olympiacos og það er í rauninni þessi sjúkraþjálfari sem bendir þeim á að fá mig til sín,“ sagði Friðrik Ellert að lokum. Sjá má viðtalið í frétt Stöðvar 2 í spilaranum hér að ofan. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Fleiri fréttir Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Sjá meira
Friðrik Ellert Jónsson er nú kominn heim eftir skemmtilegar vikur við frábærar aðstæður. Friðrik er einn af okkar færustu sjúkraþjálfurum sem hefur áður unnið fyrir íslenska landsliðið og nú síðast Stjörnuna hér á landi. Í mars var Friðrik ráðinn til enska félagsins sem var lengi vel í mikilli fallbaráttu en liðið hafnaði í 16. sæti deildarinnar og verður þar af leiðandi áfram í deild þeirra bestu. „Þetta var stórt tækifæri og gaman að vera í stærstu deild í heimi og bara einstakt tækifæri að fá að vera í kringum svona stórt lið og svona flotta umgjörð,“ segir Friðrik í kvöldfréttum Stöðvar 2 og heldur áfram. „Leikmennirnir sjálfir eru ekkert öðruvísi en okkar strákar sem við eigum hérna heima. Þetta eru allt yndislegir gaurar og líta ekkert of stórt á sig eða neitt svoleiðis. En vissulega finnur maður fyrir stærðinni og pressunni frá þjálfarateymi að leikmenn eiga að vera klárir. Og svo þegar þú mætir á völlinn þá er allt gríðarlega stórt í kringum alla þessa leiki. Sviðið getur ekki verið stærra í heiminum en þetta.“ Hann segir að félagið hafi beðið hann um að koma til liðsins vegna mikilla meiðsla á leikmönnum liðsins. Þegar Frikki mætti út voru tólf leikmenn meiddir. Sömu eigendur „Þeir vildu að ég myndi semja í eitt til tvö ár en fyrst þeir samþykktu að semja í aðeins þrjá mánuði, og að ég myndi bara klára tímabilið, þá gekk þetta. Geggjað tækifæri fyrir mig,“ segir Friðrik sem starfar sem sjúkraþjálfari í Kringlunni hjá Sjúkraþjálfun Íslands. Á þeim ellefu vikum sem hann var úti fékk hann aðeins sjö daga í frí og var vinnan því gríðarlega mikil. Hann ætlar ekki að semja við félagið á nýjan leik en útilokar ekki að fara aftur út í nokkrar vikur. Friðrik segir að það hafi í raun verið samband hans við Alfreð Finnbogason sem skilaði honum starfinu hjá Forest. „Þegar ég hitti á Alfreð Finnbogason úti þegar hann var hjá Olympiacos þá skoðaði ég ákveðinn leikmann hjá þeim aukalega. Þeir voru ofboðslega ánægðir með hvað ég fann út varðandi hann. Þannig að yfirsjúkraþjálfarinn hjá félaginu vildi strax fá mig í vinnu. Það eru sömu eigendur af Nottingham Forest og Olympiacos og það er í rauninni þessi sjúkraþjálfari sem bendir þeim á að fá mig til sín,“ sagði Friðrik Ellert að lokum. Sjá má viðtalið í frétt Stöðvar 2 í spilaranum hér að ofan.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Fleiri fréttir Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Sjá meira