„Ekki auðvelt að sækja gegn þessu varnarsinnaða leikkerfi“ Jón Már Ferro skrifar 9. júní 2023 18:46 Pep Guardiola fagnaði vel og innilega eftir að Manchester City tryggði sig í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Spurning hvort hann fagni eftir sjálfan úrslitaleikinn á morgun. Vísir/Getty „Ég er svo þakklátur fyrir það sem leikmennirnir mínir hafa gert og eru að gera. En úrslitaleikir eru gjörólíkir öðrum leikjum,“ segir Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, í aðdraganda úrslitaleiks Meistaradeildar Evrópu. Guardiola hefur tvisvar unnið Meistaradeild Evrópu. Fyrst árið 2009 og aftur tveimur árum síðar. Í bæði skiptin með Barcelona en hefur ekki komist nálægt því aftur nema einu sinni. Þegar City tapaði gegn Chelsea í úrslitaleiknum árið 2021. Þá var Guardiola sakaður um að ofhugsa taktíkina í aðdraganda leiksins. Hann ákvað að spila ekki með neinn varnarsinnaðan miðjumann og það kom heldur betur í bakið á honum. City getur fullkomnað þrennuna á morgun með sigri. Liðið vann enska bikarmeistaratitilinn síðastliðin laugardag með 2-1 sigri á Manchester United. Tveimur vikum áður varð City enskur meistari. Ekki auðvelt að sækja gegn varnarmúr Inter „Undanfarna daga hef ég reynt að skilja hvernig leik við þurfum að spila. Við þurfum að spila okkar leik en á sama tíma verður þetta leikur með mikið af hindrunum,“ segir Guardiola. "It's not easy to win the treble" Flashback to Pep Guardiola in 2014 pic.twitter.com/yhHrnUqkdC— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 9, 2023 City er í svipaðri stöðu og fyrir úrslitaleikinn 2021. Þeir eru sigurstranglegri og spila á móti liði sem er tilbúið að leggjast með varnarlínuna neðarlega á völlinn. „Það er ekki auðvelt að sækja gegn þessu varnarsinnaða leikkerfi. Við þurfum að spila hratt en á sama tíma vera þolinmóðir. Við erum ekki að fara komast í gegn á þremur sendingum. Við þurfum að spila á réttum hraða. Það er eitt af því mikilvægasta í svona leik,“ segir Guardiola. „Stjórna flestum leikjum á Ítalíu“ Búist er við því að City verði meira með boltann í leiknum á morgun líkt og í flestum leikjum. Guardiola segir að leikmenn sínir gætu orðið stressaðir ef hlutirnir muni ekki ganga upp sóknarlega. „Þeir eru vanir að stjórna flestum leikjum á Ítalíu. Þeir eru mjög góðir sóknarlega, svo við verðum að verjast mjög vel. Þetta er úrslitaleikur á móti frábæru liði,“ segir Guardiola. Þrátt fyrir að vera sterkari aðilinn gerir hann sér grein fyrir gæðum Inter Milan. „Auðvitað erum við spenntir og ég er mjög bjartsýnn en á sama tíma get ég ekki neitað fyrir gæði andstæðingsins. Ég hef aldrei gert það og sérstaklega ekki í úrslitaleik Meistaradeildarinnar,“ segir Guardiola. Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer fram á morgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:15 og leikurinn sjálfur klukkan 19:00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Úrslitaleikurinn gegn Inter verði erfiðari fyrir City en gegn Man United Sparkspekingurinn Paul Merson segir að ítalska liðið Inter Milan verði erfiðara próf fyrir Englandsmeistara Manchester City á leið þeirra að þrennunni eftirsóttu. Inter og City mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu annað kvöld. 9. júní 2023 14:02 Mest lesið Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn „Við eigum að skammast okkar“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur Körfubolti Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Fótbolti Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Handbolti Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Tiger Woods sleit hásin Golf Fleiri fréttir „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal „Liðið sem vinnur í kvöld fer alla leið“ 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að Liverpool þurfi að spila besta leik tímabilsins til slá PSG út Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Ætla að vera fyrst til að græða pening á kvennamóti Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Fauk í leikmenn vegna fána Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Júlíus verður ekki bikarmeistari annað árið í röð Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Sjá meira
Guardiola hefur tvisvar unnið Meistaradeild Evrópu. Fyrst árið 2009 og aftur tveimur árum síðar. Í bæði skiptin með Barcelona en hefur ekki komist nálægt því aftur nema einu sinni. Þegar City tapaði gegn Chelsea í úrslitaleiknum árið 2021. Þá var Guardiola sakaður um að ofhugsa taktíkina í aðdraganda leiksins. Hann ákvað að spila ekki með neinn varnarsinnaðan miðjumann og það kom heldur betur í bakið á honum. City getur fullkomnað þrennuna á morgun með sigri. Liðið vann enska bikarmeistaratitilinn síðastliðin laugardag með 2-1 sigri á Manchester United. Tveimur vikum áður varð City enskur meistari. Ekki auðvelt að sækja gegn varnarmúr Inter „Undanfarna daga hef ég reynt að skilja hvernig leik við þurfum að spila. Við þurfum að spila okkar leik en á sama tíma verður þetta leikur með mikið af hindrunum,“ segir Guardiola. "It's not easy to win the treble" Flashback to Pep Guardiola in 2014 pic.twitter.com/yhHrnUqkdC— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 9, 2023 City er í svipaðri stöðu og fyrir úrslitaleikinn 2021. Þeir eru sigurstranglegri og spila á móti liði sem er tilbúið að leggjast með varnarlínuna neðarlega á völlinn. „Það er ekki auðvelt að sækja gegn þessu varnarsinnaða leikkerfi. Við þurfum að spila hratt en á sama tíma vera þolinmóðir. Við erum ekki að fara komast í gegn á þremur sendingum. Við þurfum að spila á réttum hraða. Það er eitt af því mikilvægasta í svona leik,“ segir Guardiola. „Stjórna flestum leikjum á Ítalíu“ Búist er við því að City verði meira með boltann í leiknum á morgun líkt og í flestum leikjum. Guardiola segir að leikmenn sínir gætu orðið stressaðir ef hlutirnir muni ekki ganga upp sóknarlega. „Þeir eru vanir að stjórna flestum leikjum á Ítalíu. Þeir eru mjög góðir sóknarlega, svo við verðum að verjast mjög vel. Þetta er úrslitaleikur á móti frábæru liði,“ segir Guardiola. Þrátt fyrir að vera sterkari aðilinn gerir hann sér grein fyrir gæðum Inter Milan. „Auðvitað erum við spenntir og ég er mjög bjartsýnn en á sama tíma get ég ekki neitað fyrir gæði andstæðingsins. Ég hef aldrei gert það og sérstaklega ekki í úrslitaleik Meistaradeildarinnar,“ segir Guardiola. Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer fram á morgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:15 og leikurinn sjálfur klukkan 19:00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Úrslitaleikurinn gegn Inter verði erfiðari fyrir City en gegn Man United Sparkspekingurinn Paul Merson segir að ítalska liðið Inter Milan verði erfiðara próf fyrir Englandsmeistara Manchester City á leið þeirra að þrennunni eftirsóttu. Inter og City mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu annað kvöld. 9. júní 2023 14:02 Mest lesið Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn „Við eigum að skammast okkar“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur Körfubolti Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Fótbolti Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Handbolti Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Tiger Woods sleit hásin Golf Fleiri fréttir „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal „Liðið sem vinnur í kvöld fer alla leið“ 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að Liverpool þurfi að spila besta leik tímabilsins til slá PSG út Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Ætla að vera fyrst til að græða pening á kvennamóti Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Fauk í leikmenn vegna fána Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Júlíus verður ekki bikarmeistari annað árið í röð Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Sjá meira
Úrslitaleikurinn gegn Inter verði erfiðari fyrir City en gegn Man United Sparkspekingurinn Paul Merson segir að ítalska liðið Inter Milan verði erfiðara próf fyrir Englandsmeistara Manchester City á leið þeirra að þrennunni eftirsóttu. Inter og City mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu annað kvöld. 9. júní 2023 14:02