Samtalið umdeilda hafi verið milli embætta Árni Sæberg skrifar 9. júní 2023 14:59 Aðalsteinn og Ásgeir áttu ekki í persónulegum samskiptum, að sögn þess síðarnefnda. Vísir/Arnar/Vilhelm Seðlabankastjóri segist ekki hafa greint frá því sem fór tveggja manna á milli, þegar hann upplýsti um samskipti sín við Ríkissáttasemjara í viðtali í Morgunblaðinu í gær. Hann segir að um samskipti embættanna tveggja hafi verið að ræða en ekki tveggja manna tal. „Ég fjallaði í viðtalinu almennt um samskipti þessara tveggja embætta, Seðlabankans og ríkissáttasemjara, en ekki í tveggja manna tal eins og haldið hefur verið fram,“ er haft eftir Ásgeiri Jónssyni Seðlabankastjóra á mbl.is. Í viðtali í Morgunblaðinu í gærmorgun greindi Ásgeir frá því að ríkissáttasemjari, sem þá var Aðalsteinn Leifsson, hafi hringt í Seðlabankann til að hafa áhrif á aðgerðir hans þegar kjaraviðræður stóðu sem hæst. Ábyrgð vinnumarkaðarins í efnahagsástandinu var meðal umræðuefna í viðtalinu. Ásgeir segir að hann hefði vonað að verkalýðshreyfingin „myndi átta sig á því að það að elta verðbólguna í launahækkunum myndi leiða til vaxtahækkana.“ Ásgeir hefur verið gagnrýndur harðlega fyrir ummæli sín og sagður hafa brotið trúnað við Aðalstein. Aðalsteinn sjálfur hefur vísað orðum Ásgeirs til föðurhúsanna. „Úr því að seðlabankastjóri velur að vísa í tveggja manna tal okkar á milli, þá get ég upplýst að ég tók sérstaklega fram að ég virti sjálfstæði Seðlabankans og að ég væri ekki að reyna hafa áhrif á ákvarðanir hans. Hins vegar hef ég minnt seðlabankastjóra á það opinberlega að það sé mjög mikilvægt að hann tali af virðingu um og við aðila vinnumarkaðarins og mér sýnist ekki vera nein vanþörf á þeirri áminningu,“ sagði Aðalsteinn í gær. Upplýsingagjöf í óþökk Seðlabankastjóra Í samtali við Morgunblaðið segir Ásgeir að Aðalsteinn hafi sjálfur greint frá því að embætti þeirra tveggja hafi átt í samskiptum þegar kjaradeila Eflingar og Samtaka atvinnulífsins stóð sem hæst. Það hafi verið í óþökk Ásgeirs. „Það hefur áður komið fram í fjölmiðlum, og fyrrverandi ríkissáttasemjari hefur upplýst um það sjálfur opinberlega, að samskipti hafi átt sér stað á milli þessara tveggja embætta. Sú upplýsingagjöf var algerlega í óþökk minni enda var Seðlabankinn gerður að blóraböggli fyrir því að slitnað hefði upp úr viðræðum á þessum tíma,“ er haft eftir honum. Seðlabankinn Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fleiri fréttir Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Sjá meira
„Ég fjallaði í viðtalinu almennt um samskipti þessara tveggja embætta, Seðlabankans og ríkissáttasemjara, en ekki í tveggja manna tal eins og haldið hefur verið fram,“ er haft eftir Ásgeiri Jónssyni Seðlabankastjóra á mbl.is. Í viðtali í Morgunblaðinu í gærmorgun greindi Ásgeir frá því að ríkissáttasemjari, sem þá var Aðalsteinn Leifsson, hafi hringt í Seðlabankann til að hafa áhrif á aðgerðir hans þegar kjaraviðræður stóðu sem hæst. Ábyrgð vinnumarkaðarins í efnahagsástandinu var meðal umræðuefna í viðtalinu. Ásgeir segir að hann hefði vonað að verkalýðshreyfingin „myndi átta sig á því að það að elta verðbólguna í launahækkunum myndi leiða til vaxtahækkana.“ Ásgeir hefur verið gagnrýndur harðlega fyrir ummæli sín og sagður hafa brotið trúnað við Aðalstein. Aðalsteinn sjálfur hefur vísað orðum Ásgeirs til föðurhúsanna. „Úr því að seðlabankastjóri velur að vísa í tveggja manna tal okkar á milli, þá get ég upplýst að ég tók sérstaklega fram að ég virti sjálfstæði Seðlabankans og að ég væri ekki að reyna hafa áhrif á ákvarðanir hans. Hins vegar hef ég minnt seðlabankastjóra á það opinberlega að það sé mjög mikilvægt að hann tali af virðingu um og við aðila vinnumarkaðarins og mér sýnist ekki vera nein vanþörf á þeirri áminningu,“ sagði Aðalsteinn í gær. Upplýsingagjöf í óþökk Seðlabankastjóra Í samtali við Morgunblaðið segir Ásgeir að Aðalsteinn hafi sjálfur greint frá því að embætti þeirra tveggja hafi átt í samskiptum þegar kjaradeila Eflingar og Samtaka atvinnulífsins stóð sem hæst. Það hafi verið í óþökk Ásgeirs. „Það hefur áður komið fram í fjölmiðlum, og fyrrverandi ríkissáttasemjari hefur upplýst um það sjálfur opinberlega, að samskipti hafi átt sér stað á milli þessara tveggja embætta. Sú upplýsingagjöf var algerlega í óþökk minni enda var Seðlabankinn gerður að blóraböggli fyrir því að slitnað hefði upp úr viðræðum á þessum tíma,“ er haft eftir honum.
Seðlabankinn Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fleiri fréttir Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Sjá meira