Hareide uppljóstrar liðinu á Ölveri: „Finnur þetta hvergi annars staðar“ Sindri Sverrisson skrifar 8. júní 2023 13:04 Åge Hareide mætir og ræðir við stuðningsmenn Íslands á Ölveri fyrir leikina við Slóvakíu og Portúgal. Samsett/Egill/Diego Nýi landsliðsþjálfarinn Åge Hareide hefur samþykkt að mæta á sportbarinn Ölver bæði 17. og 20. júní, fyrir landsleiki Íslands við Slóvakíu og Portúgal í undankeppni EM karla í fótbolta. Mikill áhugi virðist vera fyrir þessum fyrstu leikjum undir stjórn Hareide og þá sérstaklega leiknum við Portúgal, sem strax varð uppselt á. Hareide fer með sömu leið og Heimir Hallgrímsson gerði á sínum tíma með því að funda með helstu stuðningsmönnum íslenska landsliðsins á leikdegi, eða um það bil tveimur klukkutímum áður en flautað er til leiks, og uppljóstra byrjunarliði Íslands. Björn Hlynur Haraldsson, einn eigenda Ölvers, segir að Hareide hafi strax tekið vel í hugmyndina. „Við vildum tékka á því hvort það væri ekki kominn tími til að koma þessu aftur í gang, eftir mikið af Covid-leikjum síðustu ár, svo ég hafði samband við KSÍ. Skilaboðum var komið áleiðis til nýja þjálfarans og hann tók bara vel í þetta og ætlar að mæta í eigin persónu,“ segir Björn Hlynur. Dyrunum lokað og slökkt á símum „Hugmyndin er að þetta verði eins og áður, þannig að hann komi og tilkynni Tólfunni byrjunarliðið áður en að fjölmiðlar fái að heyra af því. Þau í Tólfunni gera alltaf smá serimóníu úr þessu, þar sem öllum dyrum er lokað og slökkt á símum, og svo fá þau beint í æð byrjunarliðið frá þjálfaranum og pepp fyrir landsleikinn. Við ætlum að njóta þess að búa í þannig samfélagi að landsliðsþjálfarinn geti mætt rétt fyrir leik á aðalsportpöbbinn og hitt helstu stuðningsmenn landsliðsins. Maður finnur þetta hvergi annars staðar í heiminum,“ segir Björn Hlynur. Leikarinn Björn Hlynur Haraldsson er einn af eigendum Ölvers.Getty/Daniele Venturelli „Lofum að skila Tólfunni ekki of seint á völlinn“ Hareide var ráðinn landsliðsþjálfari um miðjan apríl en hann tók við af Arnari Þór Viðarssyni. Fyrsti leikur Íslands undir stjórn þessa 69 ára gamla Norðmanns verður því gegn Slóvakíu á þjóðhátíðardaginn, og hvetur Björn Hlynur Tólfumeðlimi og aðra stuðningsmenn til að fjölmenna á fund með nýja þjálfaranum. „Þetta hefur alltaf gengið mjög vel enda tekur Tólfufólk þessu alvarlega, og það gerum við líka. Það verður gaman að fá Åge í heimsókn fyrir fyrsta landsleikinn sinn hérna, og endurvekja þessa skemmtilegu hefð,“ segir Björn Hlynur sem reiknar með að Hareide mæti á svæðið um fimmleytið á leikdegi, en leikirnir hefjast klukkan 18:45. „Þetta er auðvitað heimili Tólfunnar og allra stuðningsmanna íslenska landsliðsins, og við erum bara spennt að fá sem flesta svo að stemningin verði aftur eins og hún var fyrir nokkrum árum. Það eru stórir leikir hjá bæði kvenna- og karlalandsliðinu í ár og við ætlum að gera okkar besta til að stemningin verði sem best. Og við lofum að skila Tólfunni ekki of seint á völlinn,“ segir leikarinn glettinn. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Sjá meira
Mikill áhugi virðist vera fyrir þessum fyrstu leikjum undir stjórn Hareide og þá sérstaklega leiknum við Portúgal, sem strax varð uppselt á. Hareide fer með sömu leið og Heimir Hallgrímsson gerði á sínum tíma með því að funda með helstu stuðningsmönnum íslenska landsliðsins á leikdegi, eða um það bil tveimur klukkutímum áður en flautað er til leiks, og uppljóstra byrjunarliði Íslands. Björn Hlynur Haraldsson, einn eigenda Ölvers, segir að Hareide hafi strax tekið vel í hugmyndina. „Við vildum tékka á því hvort það væri ekki kominn tími til að koma þessu aftur í gang, eftir mikið af Covid-leikjum síðustu ár, svo ég hafði samband við KSÍ. Skilaboðum var komið áleiðis til nýja þjálfarans og hann tók bara vel í þetta og ætlar að mæta í eigin persónu,“ segir Björn Hlynur. Dyrunum lokað og slökkt á símum „Hugmyndin er að þetta verði eins og áður, þannig að hann komi og tilkynni Tólfunni byrjunarliðið áður en að fjölmiðlar fái að heyra af því. Þau í Tólfunni gera alltaf smá serimóníu úr þessu, þar sem öllum dyrum er lokað og slökkt á símum, og svo fá þau beint í æð byrjunarliðið frá þjálfaranum og pepp fyrir landsleikinn. Við ætlum að njóta þess að búa í þannig samfélagi að landsliðsþjálfarinn geti mætt rétt fyrir leik á aðalsportpöbbinn og hitt helstu stuðningsmenn landsliðsins. Maður finnur þetta hvergi annars staðar í heiminum,“ segir Björn Hlynur. Leikarinn Björn Hlynur Haraldsson er einn af eigendum Ölvers.Getty/Daniele Venturelli „Lofum að skila Tólfunni ekki of seint á völlinn“ Hareide var ráðinn landsliðsþjálfari um miðjan apríl en hann tók við af Arnari Þór Viðarssyni. Fyrsti leikur Íslands undir stjórn þessa 69 ára gamla Norðmanns verður því gegn Slóvakíu á þjóðhátíðardaginn, og hvetur Björn Hlynur Tólfumeðlimi og aðra stuðningsmenn til að fjölmenna á fund með nýja þjálfaranum. „Þetta hefur alltaf gengið mjög vel enda tekur Tólfufólk þessu alvarlega, og það gerum við líka. Það verður gaman að fá Åge í heimsókn fyrir fyrsta landsleikinn sinn hérna, og endurvekja þessa skemmtilegu hefð,“ segir Björn Hlynur sem reiknar með að Hareide mæti á svæðið um fimmleytið á leikdegi, en leikirnir hefjast klukkan 18:45. „Þetta er auðvitað heimili Tólfunnar og allra stuðningsmanna íslenska landsliðsins, og við erum bara spennt að fá sem flesta svo að stemningin verði aftur eins og hún var fyrir nokkrum árum. Það eru stórir leikir hjá bæði kvenna- og karlalandsliðinu í ár og við ætlum að gera okkar besta til að stemningin verði sem best. Og við lofum að skila Tólfunni ekki of seint á völlinn,“ segir leikarinn glettinn.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu