Hareide uppljóstrar liðinu á Ölveri: „Finnur þetta hvergi annars staðar“ Sindri Sverrisson skrifar 8. júní 2023 13:04 Åge Hareide mætir og ræðir við stuðningsmenn Íslands á Ölveri fyrir leikina við Slóvakíu og Portúgal. Samsett/Egill/Diego Nýi landsliðsþjálfarinn Åge Hareide hefur samþykkt að mæta á sportbarinn Ölver bæði 17. og 20. júní, fyrir landsleiki Íslands við Slóvakíu og Portúgal í undankeppni EM karla í fótbolta. Mikill áhugi virðist vera fyrir þessum fyrstu leikjum undir stjórn Hareide og þá sérstaklega leiknum við Portúgal, sem strax varð uppselt á. Hareide fer með sömu leið og Heimir Hallgrímsson gerði á sínum tíma með því að funda með helstu stuðningsmönnum íslenska landsliðsins á leikdegi, eða um það bil tveimur klukkutímum áður en flautað er til leiks, og uppljóstra byrjunarliði Íslands. Björn Hlynur Haraldsson, einn eigenda Ölvers, segir að Hareide hafi strax tekið vel í hugmyndina. „Við vildum tékka á því hvort það væri ekki kominn tími til að koma þessu aftur í gang, eftir mikið af Covid-leikjum síðustu ár, svo ég hafði samband við KSÍ. Skilaboðum var komið áleiðis til nýja þjálfarans og hann tók bara vel í þetta og ætlar að mæta í eigin persónu,“ segir Björn Hlynur. Dyrunum lokað og slökkt á símum „Hugmyndin er að þetta verði eins og áður, þannig að hann komi og tilkynni Tólfunni byrjunarliðið áður en að fjölmiðlar fái að heyra af því. Þau í Tólfunni gera alltaf smá serimóníu úr þessu, þar sem öllum dyrum er lokað og slökkt á símum, og svo fá þau beint í æð byrjunarliðið frá þjálfaranum og pepp fyrir landsleikinn. Við ætlum að njóta þess að búa í þannig samfélagi að landsliðsþjálfarinn geti mætt rétt fyrir leik á aðalsportpöbbinn og hitt helstu stuðningsmenn landsliðsins. Maður finnur þetta hvergi annars staðar í heiminum,“ segir Björn Hlynur. Leikarinn Björn Hlynur Haraldsson er einn af eigendum Ölvers.Getty/Daniele Venturelli „Lofum að skila Tólfunni ekki of seint á völlinn“ Hareide var ráðinn landsliðsþjálfari um miðjan apríl en hann tók við af Arnari Þór Viðarssyni. Fyrsti leikur Íslands undir stjórn þessa 69 ára gamla Norðmanns verður því gegn Slóvakíu á þjóðhátíðardaginn, og hvetur Björn Hlynur Tólfumeðlimi og aðra stuðningsmenn til að fjölmenna á fund með nýja þjálfaranum. „Þetta hefur alltaf gengið mjög vel enda tekur Tólfufólk þessu alvarlega, og það gerum við líka. Það verður gaman að fá Åge í heimsókn fyrir fyrsta landsleikinn sinn hérna, og endurvekja þessa skemmtilegu hefð,“ segir Björn Hlynur sem reiknar með að Hareide mæti á svæðið um fimmleytið á leikdegi, en leikirnir hefjast klukkan 18:45. „Þetta er auðvitað heimili Tólfunnar og allra stuðningsmanna íslenska landsliðsins, og við erum bara spennt að fá sem flesta svo að stemningin verði aftur eins og hún var fyrir nokkrum árum. Það eru stórir leikir hjá bæði kvenna- og karlalandsliðinu í ár og við ætlum að gera okkar besta til að stemningin verði sem best. Og við lofum að skila Tólfunni ekki of seint á völlinn,“ segir leikarinn glettinn. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Sjá meira
Mikill áhugi virðist vera fyrir þessum fyrstu leikjum undir stjórn Hareide og þá sérstaklega leiknum við Portúgal, sem strax varð uppselt á. Hareide fer með sömu leið og Heimir Hallgrímsson gerði á sínum tíma með því að funda með helstu stuðningsmönnum íslenska landsliðsins á leikdegi, eða um það bil tveimur klukkutímum áður en flautað er til leiks, og uppljóstra byrjunarliði Íslands. Björn Hlynur Haraldsson, einn eigenda Ölvers, segir að Hareide hafi strax tekið vel í hugmyndina. „Við vildum tékka á því hvort það væri ekki kominn tími til að koma þessu aftur í gang, eftir mikið af Covid-leikjum síðustu ár, svo ég hafði samband við KSÍ. Skilaboðum var komið áleiðis til nýja þjálfarans og hann tók bara vel í þetta og ætlar að mæta í eigin persónu,“ segir Björn Hlynur. Dyrunum lokað og slökkt á símum „Hugmyndin er að þetta verði eins og áður, þannig að hann komi og tilkynni Tólfunni byrjunarliðið áður en að fjölmiðlar fái að heyra af því. Þau í Tólfunni gera alltaf smá serimóníu úr þessu, þar sem öllum dyrum er lokað og slökkt á símum, og svo fá þau beint í æð byrjunarliðið frá þjálfaranum og pepp fyrir landsleikinn. Við ætlum að njóta þess að búa í þannig samfélagi að landsliðsþjálfarinn geti mætt rétt fyrir leik á aðalsportpöbbinn og hitt helstu stuðningsmenn landsliðsins. Maður finnur þetta hvergi annars staðar í heiminum,“ segir Björn Hlynur. Leikarinn Björn Hlynur Haraldsson er einn af eigendum Ölvers.Getty/Daniele Venturelli „Lofum að skila Tólfunni ekki of seint á völlinn“ Hareide var ráðinn landsliðsþjálfari um miðjan apríl en hann tók við af Arnari Þór Viðarssyni. Fyrsti leikur Íslands undir stjórn þessa 69 ára gamla Norðmanns verður því gegn Slóvakíu á þjóðhátíðardaginn, og hvetur Björn Hlynur Tólfumeðlimi og aðra stuðningsmenn til að fjölmenna á fund með nýja þjálfaranum. „Þetta hefur alltaf gengið mjög vel enda tekur Tólfufólk þessu alvarlega, og það gerum við líka. Það verður gaman að fá Åge í heimsókn fyrir fyrsta landsleikinn sinn hérna, og endurvekja þessa skemmtilegu hefð,“ segir Björn Hlynur sem reiknar með að Hareide mæti á svæðið um fimmleytið á leikdegi, en leikirnir hefjast klukkan 18:45. „Þetta er auðvitað heimili Tólfunnar og allra stuðningsmanna íslenska landsliðsins, og við erum bara spennt að fá sem flesta svo að stemningin verði aftur eins og hún var fyrir nokkrum árum. Það eru stórir leikir hjá bæði kvenna- og karlalandsliðinu í ár og við ætlum að gera okkar besta til að stemningin verði sem best. Og við lofum að skila Tólfunni ekki of seint á völlinn,“ segir leikarinn glettinn.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Sjá meira