Ragnar telur seðlabankastjóra í ójafnvægi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. júní 2023 12:30 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Aðalsteinn Leifsson fyrrverandi ríkissáttasemjari vísir/samett Fyrrverandi ríkissáttasemjari minnir seðlabankastjóra á að tala af virðingu um aðila vinnumarkaðarins og hafnar því að hafa reynt að hafa áhrif á ákvarðanir bankans. Formaður VR segir seðlabankastjóra í ójafnvægi og vísar orðum um meintan óstöðugleika sinn á samningafundum til föðurhúsanna Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir í viðtali við Morgunblaðið í morgun að ríkissáttasemjari, sem þá var Aðalsteinn Leifsson, hafi hringt í Seðlabankann til að hafa áhrif á aðgerðir hans þegar kjaraviðræður stóðu sem hæst. Hann sakar Aðalstein um meðvirkni með óskum um að vextir yrðu ekki hækkaðir og að vaxtaákvörðunarfundi yrði frestað. Aðalsteinn Leifsson segir þetta afbökun á þeirra samtali. „Úr því að seðlabankastjóri velur að vísa í tveggja manna tal okkar á milli, þá get ég upplýst að ég tók sérstaklega fram að ég virti sjálfstæði Seðlabankans og að ég væri ekki að reyna hafa áhrif á ákvarðanir hans. Hins vegar hef ég minnt seðlabankastjóra á það opinberlega að það sé mjög mikilvægt að hann tali af virðingu um og við aðila vinnumarkaðarins og mér sýnist ekki vera nein vanþörf á þeirri áminningu,“ segir Aðalsteinn. Finnst þér virðingarleysi fólgið í þessum orðum? „Ég er ekki bara að vísa í þessi orð, heldur ýmislegt fleira sem hefur komið frá seðlabankastjóra í tengslum við kynningu á vaxtaákvörðun og líka í þessu viðtali. Nú eru aðilar vinnumarkaðarins í mjög mikilvægu og erfiðu hlutverki og það er mikilvægt að allir vinni saman og tali af virðingu um og við hvert annað.“ Frá undirritun kjarasamninga í haust.Vísir/Vilhelm Seðlabankastjóri segir ríkissáttasemjara einnig hafa sagt að bankinn ætti helst ekki að tjá sig þar sem Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, væri óstöðugur í skapi og hlypi út af fundum ef hann sæi eitthvað úr seðlabankanum, eins og það er orðað. Ragnar Þór kannast ekki við þessar lýsingar. „Ég er búinn að vera lengi í þessu og búinn að klára stóra kjarasamninga og auðvitað er þetta vinna sem tekur mikið á. En ég kannast ekki við það. Og ég held að fólk sem sem hefur verið með okkur á þessum vettvangi geri það ekki. Þannig ég vísa þessu nú bara til föðurhúsanna og held að seðlabankastjóri sé einfaldlega ekki í góðu jafnvægi. Ég hef bara áhyggjur af honum,“ segir Ragnar Þór. Líkt og oft áður höfðar seðlabankastjóri til ábyrgðar vinnumarkaðarins í baráttuni við verðbólguna og segir að þær launahækkanir, sem samið var um í haust, hafi verið umfram það sem innistæða hafi verið fyrir. Tekið afstöðu með fjármálakerfinu Verkalýðsforingjar sem boði til útifunda, líkt og Ragnar Þór hefur gert, séu í raun að mótmæla afleiðingum sinna eigin gjörða. „Það sem hefur algjörlega vantað í málflutning seðlabankastjóra er þessi hagnaðardrifna verðbólga, þar sem fyrirtækin hafa verið að skila metafkomu; alveg sama hvort það sé smávara, dagvara, tryggingarfélög, olíufélög, svo ég tali nú ekki um fjármálakerfið sem hefur hagnast meira en útgerðin og allur iðnaður. Þannig að það er fyrst og fremst með húsnæðismarkaðnum ástæða þess að hér hefur verðbólgan verið mjög há. Og hann minnist varla einu orði á þetta. Það er alltaf verkalýðshreyfingin eða fólkið í landinu,“ segir Ragnar. Ragnar minnir á að verkalýðsforrystan sé lýðræðislega kjörin af félagsfólki. „Ef það væri mikil óánægja með okkar framgöngu og vinnu væri ég ekki í mínu starfi. En hins vegar getum við voða lítið gert þegar seðlabankastjóri tekur svona afgerandi afstöðu með fjármálakerfinu,“ segir Ragnar Þór. Hér má finna samantekt mbl.is úr viðtalinu við Ásgeir og hlekk á viðtalið í Morgunblaðinu. Vinnumarkaður Stéttarfélög Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Sjá meira
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir í viðtali við Morgunblaðið í morgun að ríkissáttasemjari, sem þá var Aðalsteinn Leifsson, hafi hringt í Seðlabankann til að hafa áhrif á aðgerðir hans þegar kjaraviðræður stóðu sem hæst. Hann sakar Aðalstein um meðvirkni með óskum um að vextir yrðu ekki hækkaðir og að vaxtaákvörðunarfundi yrði frestað. Aðalsteinn Leifsson segir þetta afbökun á þeirra samtali. „Úr því að seðlabankastjóri velur að vísa í tveggja manna tal okkar á milli, þá get ég upplýst að ég tók sérstaklega fram að ég virti sjálfstæði Seðlabankans og að ég væri ekki að reyna hafa áhrif á ákvarðanir hans. Hins vegar hef ég minnt seðlabankastjóra á það opinberlega að það sé mjög mikilvægt að hann tali af virðingu um og við aðila vinnumarkaðarins og mér sýnist ekki vera nein vanþörf á þeirri áminningu,“ segir Aðalsteinn. Finnst þér virðingarleysi fólgið í þessum orðum? „Ég er ekki bara að vísa í þessi orð, heldur ýmislegt fleira sem hefur komið frá seðlabankastjóra í tengslum við kynningu á vaxtaákvörðun og líka í þessu viðtali. Nú eru aðilar vinnumarkaðarins í mjög mikilvægu og erfiðu hlutverki og það er mikilvægt að allir vinni saman og tali af virðingu um og við hvert annað.“ Frá undirritun kjarasamninga í haust.Vísir/Vilhelm Seðlabankastjóri segir ríkissáttasemjara einnig hafa sagt að bankinn ætti helst ekki að tjá sig þar sem Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, væri óstöðugur í skapi og hlypi út af fundum ef hann sæi eitthvað úr seðlabankanum, eins og það er orðað. Ragnar Þór kannast ekki við þessar lýsingar. „Ég er búinn að vera lengi í þessu og búinn að klára stóra kjarasamninga og auðvitað er þetta vinna sem tekur mikið á. En ég kannast ekki við það. Og ég held að fólk sem sem hefur verið með okkur á þessum vettvangi geri það ekki. Þannig ég vísa þessu nú bara til föðurhúsanna og held að seðlabankastjóri sé einfaldlega ekki í góðu jafnvægi. Ég hef bara áhyggjur af honum,“ segir Ragnar Þór. Líkt og oft áður höfðar seðlabankastjóri til ábyrgðar vinnumarkaðarins í baráttuni við verðbólguna og segir að þær launahækkanir, sem samið var um í haust, hafi verið umfram það sem innistæða hafi verið fyrir. Tekið afstöðu með fjármálakerfinu Verkalýðsforingjar sem boði til útifunda, líkt og Ragnar Þór hefur gert, séu í raun að mótmæla afleiðingum sinna eigin gjörða. „Það sem hefur algjörlega vantað í málflutning seðlabankastjóra er þessi hagnaðardrifna verðbólga, þar sem fyrirtækin hafa verið að skila metafkomu; alveg sama hvort það sé smávara, dagvara, tryggingarfélög, olíufélög, svo ég tali nú ekki um fjármálakerfið sem hefur hagnast meira en útgerðin og allur iðnaður. Þannig að það er fyrst og fremst með húsnæðismarkaðnum ástæða þess að hér hefur verðbólgan verið mjög há. Og hann minnist varla einu orði á þetta. Það er alltaf verkalýðshreyfingin eða fólkið í landinu,“ segir Ragnar. Ragnar minnir á að verkalýðsforrystan sé lýðræðislega kjörin af félagsfólki. „Ef það væri mikil óánægja með okkar framgöngu og vinnu væri ég ekki í mínu starfi. En hins vegar getum við voða lítið gert þegar seðlabankastjóri tekur svona afgerandi afstöðu með fjármálakerfinu,“ segir Ragnar Þór. Hér má finna samantekt mbl.is úr viðtalinu við Ásgeir og hlekk á viðtalið í Morgunblaðinu.
Vinnumarkaður Stéttarfélög Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Sjá meira