Sjálfbærniskýrslan 2023: Fyrirtækin farin að rýna betur í sína eigin starfsemi Rakel Sveinsdóttir skrifar 7. júní 2023 11:00 Jóhanna Hlín Auðunsdóttir hjá Landsvirkjun er ein þriggja fulltrúa í dómnefnd Sjálfbærniskýrslu ársins 2023, en tilkynnt verður um verðlaunahafa á morgun klukkan 13. Jóhanna segir fyrirtæki vera farin að rýna betur í sína eigin starfsemi og þau áhrif sem starfsemin þeirra er að hafa á umhverfið. Vísir/Vilhelm Á morgun verður tilkynnt hver hlýtur viðurkenninguna fyrir sjálfbærniskýrslu ársins 2023. „Mér fannst áhugaverðast að sjá muninn á milli ára hjá fyrirtækjum. Loftlagsmálin eru að koma enn skýrar inn, fyrirtæki virðast vera farin að horfa til fleiri þátta sem snerta umhverfi og samfélag og manni finnst eins og þroskastigið sé hærra. Því mörg fyrirtæki eru farin að tengja sjálfbærniupplýsingarnar betur við sína eigin starfsemi og hvað það er sem þau gera, hvernig þau afla tekna og í hvað þau verja þeim tekjum, og það er einmitt þar sem breytingarnar verða.,“ segir Jóhanna Hlín Auðunsdóttir, ein af þremur dómnefndarfulltrúum fyrir val á Sjálfbærniskýrslu ársins sem tilkynnt verður á morgun. Í tilefni af því tekur Atvinnulífið stöðuna; hver er þróunin og hvernig er íslenskum fyrirtækjum að ganga? Klukkan 13 á morgun verður síðan tilkynnt um verðlaunahafa ársins hér á Vísi og á sérstökum viðburði sem Festa, Stjórnvísi og Viðskiptaráð standa fyrir, en þessi þrjú félög standa sameiginlega að vali ársins ár hvert. Í fyrra voru það Lífeyrissjóður verslunarmanna og PLAY sem hlutu verðlaun. Breytingar framundan Formaður dómnefndar er Reynir Smári Atlason hjá Creditinfo, Stefán Kári Sveinbjörnsson hjá Isavia og Jóhanna Hlín hjá Landsvirkjun. Valið á skýrslu ársins fer þannig fram að fyrst eru tilnefndar skýrslur metnar af fagráði, en það skipa þrír nemendur í Háskóla Reykjavíkur sem lokið hafa námskeið sem kennt er af Bjarna Herrera þar sem áherslan er lögð á sjálfbæran rekstur og upplýsingagjöf: Heiðrún Arna Ottesen Þóroddsdóttir, Kári Jón Hannesson og Jóhanna Sól Erlendsdóttir. Nokkuð hefur verið gagnrýnt síðustu ár þegar fyrirtæki útbúa sjálfbærniskýrslur í umsjón og með leiðarljósi markaðsdeilda. Jóhanna segist sammála því að það sé mikilvægt að skýrslurnar endurspegli að ekki sé verið að líta á skýrslurnar sem rós í hnappagatið til að státa sig af sem flotta skýrslu, enda sé það fyrst og fremst innihaldið sem skiptir máli. Við erum meðvituð um þetta í dómnefndinni en framsetning hefur þó um 10-15% vægi í mati á skýrslu. Þar er þá fyrst og fremst verið að meta hversu aðgengilegt efnið í skýrslunni er með tilliti til upplýsingagjafar. Það þarf að gæta gagnsæis og tala mannamál því skýrslan þarf til dæmis að gagnast hagaðilum, neytendum og fleirum.“ Þá hefur verið mikið rætt um raunmæti gagna. „Lagaramminn er að taka breytingum núna á næstunni og munu fyrirtæki í ákveðinni stærð þurfa að skila inn sjálfbærniskýrslum sem eru endurskoðaðar með tilliti til raunmæti gagna. Mörg fyrirtæki eru greinilega að búa sig undir þessar breytingar en fyrir mörg fyrirtæki mun þetta þýða miklar breytingar á því hvernig unnið er að málum og skýrslugerð innanhús.“ Jóhanna segir vitundavakninguna líka vera að mynda ákveðinn þrýsting. Staðreyndin sé sú að hópar eins og hagaðilar og neytendur séu einfaldlega orðin betur upplýst. „Fréttir um ákærur eða sektir erlendis fyrir grænþvott hafa eflaust einhver áhrif á að fyrirtæki hér vilja standa betur að málum með tilliti til gagnsæis og raunmæti gagna. Ég held hins vegar að lagabreytingin sem verið er að innleiða um sjálfbærniupplýsingarsé stærri áhrifaþáttur, og svo hefur almenn aukin vitundarvakning áhrif á þetta líka.“ Jóhanna segir loftlagsmálin fyrirferðarmikil í skýrslunum en það sé líka gaman að sjá breiddina sem skýrslurnar sína. Þá segir hún fleiri fyrirtæki vera farin að segja betur frá því hvernig gengur, líka þegar ekki gengur sem skyldi. Þetta er mikilvægt atriði því í framtíðinni mun lagaramminn ekki aðeins skylda fyrirtæki til að gera sjálfbærniskýrslur heldur einnig að þær verði endurskoðaðar með tilliti til raunmæti gagna.Vísir/Vilhelm Aukið gagnsæi og meiri breidd Jóhanna segir mikilvægt að hafa í huga að tilgangur sjálfbærniskýrslna sé líka að hafa af þeim gagn. Við erum að tala um upplýsingar og gögn til þess að geta tekið upplýstar ákvarðanir og þá betri ákvarðanir en ella. Mér finnst upplýsingagjöfin í skýrslunum vera að þróast í rétta átt. Til dæmis eru fleiri fyrirtæki farin að skýra betur út hvernig gengur að ná markmiðum og þora oftar að segja líka frá þeim hlutum sem ekki eru kannski að ganga eins vel og stefnt var að og svo framvegis. Upplýsingagjöfin í skýrslunum er orðin mun gagnsærri en áður og augljóst að fyrirtæki eru að átta sig á mikilvægi trúverðugleika þeirra. Að þetta séu gögn og upplýsingar sem standast alla skoðun.“ Jóhanna segir að með vaxandi þroskastigi séu fyrirtækin að tengja umhverfis- og samfélagstengda áhættuþætti, til dæmis loftlagstengdar áhættur, betur við sína eigin starfsemi. Til þess að upplýsingarnar gagnist hins vegar best sé í raun betra að standa að einhvers konar mælingum allt árið um kring, en ekki aðeins í kringum skýrslugerðina. „Hjá Landsvirkjun erum við til dæmis með losunarupplýsingar í sístreymi inn í mælaborð sem gerir okkur auðveldara um vik að fylgja eftir aðgerðum okkar jafnt og þétt yfir árið, þetta gerir okkur betur í stakk búin til að taka upplýstar ákvarðanir og bregðast við ef aukning í umsvifum eða áhrifum verða. Þetta bætir svo auðvitað líka samantekt upplýsinga í árslok og minnkar umsýsluna í kringum skýrslugerðina sjálfa. Mörg fyrirtæki eru farin að gera þetta, og það er augljóst að upplýsingarnar sem verið er að taka saman og birta í skýrslunum eru sífellt að verða tengdari kjarnarekstri fyrirtækjanna..“Jóhanna segir líka gaman að sjá meiri breidd vera að birtast í sjálfbærniskýrslunum. Fyrirtæki séu farin að gefa upplýsingar um fleiri þætti en áður. „Það er mjög gaman að sjá þessa breidd og auðvitað gerir það starfið í dómnefndinni líka mjög skemmtilegt. Ekki síst vegna þess að þar erum við ekkert endilega alltaf sammála, sem er skemmtilegt líka,“ segir Jóhanna og brosir. Umhverfismál Vinnumarkaður Samfélagsleg ábyrgð Góðu ráðin Tengdar fréttir Ný rannsókn: Stefnir nú í að jafnrétti náist eftir 300 ár Eflaust telja einhverjir að nú sé verið að reyna að herja á jafnréttisbaráttunni með fyrirsögn sem er svo sjokkerandi að hún getur ekki annað en náð athygli. 19. apríl 2023 07:00 Sjálfbærni: Tökum stökk í upplýsingagjöf en erum langt á eftir í öðru Niðurstöður viðamikillar úttektar KMPG á heimsvísu um sjálfbærni fyrirtækja sýnir að íslensk fyrirtæki hafa tekið risastórt stökk í upplýsingagjöf um sjálfbærni. 7. nóvember 2022 07:00 „Ekki líta á sjálfbærniupplýsingar sem markaðsefni“ „Ekki líta á sjálfbærniupplýsingar sem markaðsefni. Líttu á þær sem virðisaukandi upplýsingar sem auka aðgengi fjármálamarkaðarins að fyrirtækinu þínu,“ segir Reynir Atlason, forstöðumaður sjálfbærnimála hjá Creditinfo og formaður dómnefndar Hvatningaverðlauna fyrir sjálfbærniskýrslu ársins 2022. 7. júní 2022 07:01 Fimm sinnum fleiri fyrirtæki þurfa senn að upplýsa um sjálfbærni rekstursins „Það er nokkuð yfirgripsmikið verk að meta áhrifin til hlítar,“ segir Tómas Njáll Möller formaður Festu, aðspurður um hvaða áhrif breytingar á lögum og upplýsingagjöf um sjálfbæran rekstur munu hafa á fyrirtæki á Íslandi. 26. janúar 2022 07:01 Fimm sinnum fleiri fyrirtæki þurfa senn að upplýsa um sjálfbærni rekstursins „Það er nokkuð yfirgripsmikið verk að meta áhrifin til hlítar,“ segir Tómas Njáll Möller formaður Festu, aðspurður um hvaða áhrif breytingar á lögum og upplýsingagjöf um sjálfbæran rekstur munu hafa á fyrirtæki á Íslandi. 26. janúar 2022 07:01 Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Mér fannst áhugaverðast að sjá muninn á milli ára hjá fyrirtækjum. Loftlagsmálin eru að koma enn skýrar inn, fyrirtæki virðast vera farin að horfa til fleiri þátta sem snerta umhverfi og samfélag og manni finnst eins og þroskastigið sé hærra. Því mörg fyrirtæki eru farin að tengja sjálfbærniupplýsingarnar betur við sína eigin starfsemi og hvað það er sem þau gera, hvernig þau afla tekna og í hvað þau verja þeim tekjum, og það er einmitt þar sem breytingarnar verða.,“ segir Jóhanna Hlín Auðunsdóttir, ein af þremur dómnefndarfulltrúum fyrir val á Sjálfbærniskýrslu ársins sem tilkynnt verður á morgun. Í tilefni af því tekur Atvinnulífið stöðuna; hver er þróunin og hvernig er íslenskum fyrirtækjum að ganga? Klukkan 13 á morgun verður síðan tilkynnt um verðlaunahafa ársins hér á Vísi og á sérstökum viðburði sem Festa, Stjórnvísi og Viðskiptaráð standa fyrir, en þessi þrjú félög standa sameiginlega að vali ársins ár hvert. Í fyrra voru það Lífeyrissjóður verslunarmanna og PLAY sem hlutu verðlaun. Breytingar framundan Formaður dómnefndar er Reynir Smári Atlason hjá Creditinfo, Stefán Kári Sveinbjörnsson hjá Isavia og Jóhanna Hlín hjá Landsvirkjun. Valið á skýrslu ársins fer þannig fram að fyrst eru tilnefndar skýrslur metnar af fagráði, en það skipa þrír nemendur í Háskóla Reykjavíkur sem lokið hafa námskeið sem kennt er af Bjarna Herrera þar sem áherslan er lögð á sjálfbæran rekstur og upplýsingagjöf: Heiðrún Arna Ottesen Þóroddsdóttir, Kári Jón Hannesson og Jóhanna Sól Erlendsdóttir. Nokkuð hefur verið gagnrýnt síðustu ár þegar fyrirtæki útbúa sjálfbærniskýrslur í umsjón og með leiðarljósi markaðsdeilda. Jóhanna segist sammála því að það sé mikilvægt að skýrslurnar endurspegli að ekki sé verið að líta á skýrslurnar sem rós í hnappagatið til að státa sig af sem flotta skýrslu, enda sé það fyrst og fremst innihaldið sem skiptir máli. Við erum meðvituð um þetta í dómnefndinni en framsetning hefur þó um 10-15% vægi í mati á skýrslu. Þar er þá fyrst og fremst verið að meta hversu aðgengilegt efnið í skýrslunni er með tilliti til upplýsingagjafar. Það þarf að gæta gagnsæis og tala mannamál því skýrslan þarf til dæmis að gagnast hagaðilum, neytendum og fleirum.“ Þá hefur verið mikið rætt um raunmæti gagna. „Lagaramminn er að taka breytingum núna á næstunni og munu fyrirtæki í ákveðinni stærð þurfa að skila inn sjálfbærniskýrslum sem eru endurskoðaðar með tilliti til raunmæti gagna. Mörg fyrirtæki eru greinilega að búa sig undir þessar breytingar en fyrir mörg fyrirtæki mun þetta þýða miklar breytingar á því hvernig unnið er að málum og skýrslugerð innanhús.“ Jóhanna segir vitundavakninguna líka vera að mynda ákveðinn þrýsting. Staðreyndin sé sú að hópar eins og hagaðilar og neytendur séu einfaldlega orðin betur upplýst. „Fréttir um ákærur eða sektir erlendis fyrir grænþvott hafa eflaust einhver áhrif á að fyrirtæki hér vilja standa betur að málum með tilliti til gagnsæis og raunmæti gagna. Ég held hins vegar að lagabreytingin sem verið er að innleiða um sjálfbærniupplýsingarsé stærri áhrifaþáttur, og svo hefur almenn aukin vitundarvakning áhrif á þetta líka.“ Jóhanna segir loftlagsmálin fyrirferðarmikil í skýrslunum en það sé líka gaman að sjá breiddina sem skýrslurnar sína. Þá segir hún fleiri fyrirtæki vera farin að segja betur frá því hvernig gengur, líka þegar ekki gengur sem skyldi. Þetta er mikilvægt atriði því í framtíðinni mun lagaramminn ekki aðeins skylda fyrirtæki til að gera sjálfbærniskýrslur heldur einnig að þær verði endurskoðaðar með tilliti til raunmæti gagna.Vísir/Vilhelm Aukið gagnsæi og meiri breidd Jóhanna segir mikilvægt að hafa í huga að tilgangur sjálfbærniskýrslna sé líka að hafa af þeim gagn. Við erum að tala um upplýsingar og gögn til þess að geta tekið upplýstar ákvarðanir og þá betri ákvarðanir en ella. Mér finnst upplýsingagjöfin í skýrslunum vera að þróast í rétta átt. Til dæmis eru fleiri fyrirtæki farin að skýra betur út hvernig gengur að ná markmiðum og þora oftar að segja líka frá þeim hlutum sem ekki eru kannski að ganga eins vel og stefnt var að og svo framvegis. Upplýsingagjöfin í skýrslunum er orðin mun gagnsærri en áður og augljóst að fyrirtæki eru að átta sig á mikilvægi trúverðugleika þeirra. Að þetta séu gögn og upplýsingar sem standast alla skoðun.“ Jóhanna segir að með vaxandi þroskastigi séu fyrirtækin að tengja umhverfis- og samfélagstengda áhættuþætti, til dæmis loftlagstengdar áhættur, betur við sína eigin starfsemi. Til þess að upplýsingarnar gagnist hins vegar best sé í raun betra að standa að einhvers konar mælingum allt árið um kring, en ekki aðeins í kringum skýrslugerðina. „Hjá Landsvirkjun erum við til dæmis með losunarupplýsingar í sístreymi inn í mælaborð sem gerir okkur auðveldara um vik að fylgja eftir aðgerðum okkar jafnt og þétt yfir árið, þetta gerir okkur betur í stakk búin til að taka upplýstar ákvarðanir og bregðast við ef aukning í umsvifum eða áhrifum verða. Þetta bætir svo auðvitað líka samantekt upplýsinga í árslok og minnkar umsýsluna í kringum skýrslugerðina sjálfa. Mörg fyrirtæki eru farin að gera þetta, og það er augljóst að upplýsingarnar sem verið er að taka saman og birta í skýrslunum eru sífellt að verða tengdari kjarnarekstri fyrirtækjanna..“Jóhanna segir líka gaman að sjá meiri breidd vera að birtast í sjálfbærniskýrslunum. Fyrirtæki séu farin að gefa upplýsingar um fleiri þætti en áður. „Það er mjög gaman að sjá þessa breidd og auðvitað gerir það starfið í dómnefndinni líka mjög skemmtilegt. Ekki síst vegna þess að þar erum við ekkert endilega alltaf sammála, sem er skemmtilegt líka,“ segir Jóhanna og brosir.
Umhverfismál Vinnumarkaður Samfélagsleg ábyrgð Góðu ráðin Tengdar fréttir Ný rannsókn: Stefnir nú í að jafnrétti náist eftir 300 ár Eflaust telja einhverjir að nú sé verið að reyna að herja á jafnréttisbaráttunni með fyrirsögn sem er svo sjokkerandi að hún getur ekki annað en náð athygli. 19. apríl 2023 07:00 Sjálfbærni: Tökum stökk í upplýsingagjöf en erum langt á eftir í öðru Niðurstöður viðamikillar úttektar KMPG á heimsvísu um sjálfbærni fyrirtækja sýnir að íslensk fyrirtæki hafa tekið risastórt stökk í upplýsingagjöf um sjálfbærni. 7. nóvember 2022 07:00 „Ekki líta á sjálfbærniupplýsingar sem markaðsefni“ „Ekki líta á sjálfbærniupplýsingar sem markaðsefni. Líttu á þær sem virðisaukandi upplýsingar sem auka aðgengi fjármálamarkaðarins að fyrirtækinu þínu,“ segir Reynir Atlason, forstöðumaður sjálfbærnimála hjá Creditinfo og formaður dómnefndar Hvatningaverðlauna fyrir sjálfbærniskýrslu ársins 2022. 7. júní 2022 07:01 Fimm sinnum fleiri fyrirtæki þurfa senn að upplýsa um sjálfbærni rekstursins „Það er nokkuð yfirgripsmikið verk að meta áhrifin til hlítar,“ segir Tómas Njáll Möller formaður Festu, aðspurður um hvaða áhrif breytingar á lögum og upplýsingagjöf um sjálfbæran rekstur munu hafa á fyrirtæki á Íslandi. 26. janúar 2022 07:01 Fimm sinnum fleiri fyrirtæki þurfa senn að upplýsa um sjálfbærni rekstursins „Það er nokkuð yfirgripsmikið verk að meta áhrifin til hlítar,“ segir Tómas Njáll Möller formaður Festu, aðspurður um hvaða áhrif breytingar á lögum og upplýsingagjöf um sjálfbæran rekstur munu hafa á fyrirtæki á Íslandi. 26. janúar 2022 07:01 Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Ný rannsókn: Stefnir nú í að jafnrétti náist eftir 300 ár Eflaust telja einhverjir að nú sé verið að reyna að herja á jafnréttisbaráttunni með fyrirsögn sem er svo sjokkerandi að hún getur ekki annað en náð athygli. 19. apríl 2023 07:00
Sjálfbærni: Tökum stökk í upplýsingagjöf en erum langt á eftir í öðru Niðurstöður viðamikillar úttektar KMPG á heimsvísu um sjálfbærni fyrirtækja sýnir að íslensk fyrirtæki hafa tekið risastórt stökk í upplýsingagjöf um sjálfbærni. 7. nóvember 2022 07:00
„Ekki líta á sjálfbærniupplýsingar sem markaðsefni“ „Ekki líta á sjálfbærniupplýsingar sem markaðsefni. Líttu á þær sem virðisaukandi upplýsingar sem auka aðgengi fjármálamarkaðarins að fyrirtækinu þínu,“ segir Reynir Atlason, forstöðumaður sjálfbærnimála hjá Creditinfo og formaður dómnefndar Hvatningaverðlauna fyrir sjálfbærniskýrslu ársins 2022. 7. júní 2022 07:01
Fimm sinnum fleiri fyrirtæki þurfa senn að upplýsa um sjálfbærni rekstursins „Það er nokkuð yfirgripsmikið verk að meta áhrifin til hlítar,“ segir Tómas Njáll Möller formaður Festu, aðspurður um hvaða áhrif breytingar á lögum og upplýsingagjöf um sjálfbæran rekstur munu hafa á fyrirtæki á Íslandi. 26. janúar 2022 07:01
Fimm sinnum fleiri fyrirtæki þurfa senn að upplýsa um sjálfbærni rekstursins „Það er nokkuð yfirgripsmikið verk að meta áhrifin til hlítar,“ segir Tómas Njáll Möller formaður Festu, aðspurður um hvaða áhrif breytingar á lögum og upplýsingagjöf um sjálfbæran rekstur munu hafa á fyrirtæki á Íslandi. 26. janúar 2022 07:01