Strákarnir sem spila fyrir Ísland á EM: Tveir lykilmenn ekki með Sindri Sverrisson skrifar 6. júní 2023 10:48 Kristian Nökkvi Hlynsson er leikmaður hollenska stórliðsins Ajax og átti stóran þátt í að koma U19-landsliðinu á EM. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Ólafur Ingi Skúlason hefur nú valið þá leikmenn sem fara á Evrópumót U19-landsliða karla í fótbolta, á Möltu um næstu mánaðamót. Eins og Vísir greindi fyrst frá eru tveir bestu leikmenn íslenska liðsins ekki með, þeir Kristian Nökkvi Hlynsson og Orri Steinn Óskarsson. Ajax og FC Kaupmannahöfn, félögin sem leikmennirnir spila fyrir, gáfu ekki leyfi fyrir því að þeir færu á mótið en UEFA setur ekki þá skyldu á félög að leyfa leikmönnum að spila á EM U19-landsliða. Kristian er hins vegar í A-landsliðshópnum fyrir leikina við Slóvakíu og Portúgal í júní. Fjórir leikmenn íslenska hópsins eru á mála hjá erlendum félögum. Þetta eru markvörðurinn Lúkas J. Blöndal Petersson úr Hoffenheim, Daníel Freyr Kristjánsson úr Midtjylland, Daníel Tristan Guðjohnsen úr Malmö og Hilmir Rafn Mikaelsson úr Tromsö. Stjarnan með fimm menn í hópnum Stjarnan á flesta leikmenn í hópnum eða fimm talsins. Grótta á tvo. Breiðablik, Keflavík, Þór, Víkingur, Fjölnir, ÍA, Valur, FH, KR og Selfoss eiga svo einn fulltrúa hvert. Íslenski hópurinn heldur af landi brott 30. júní og spilar sinn fyrsta leik á EM gegn Spáni 4. júlí. Liðið er einnig í riðli með Noregi og Grikklandi. Riðlakeppninni lýkur 10. júlí og fara tvö efstu liðin þá í undanúrslit. Íslenska liðið vann meðal annars England á leið sinni inn á EM.Getty/Matt McNulty Ísland komst í lokakeppnina með því að vinna sinn milliriðil í undankeppninni, á Englandi í lok mars. Þar vann liðið ríkjandi meistara Englands og Ungverjaland, og gerði jafntefli við Tyrkland. Orri Steinn skoraði þrjú marka Íslands í milliriðlinum, Kristian Nökkvi eitt og Hilmir Rafn Mikaelsson eitt. EM-hópur Íslands: Adolf Daði Birgisson Stjarnan Arnar Daníel Aðalsteinsson Grótta Arnar Númi Gíslason Grótta Ágúst Orri Þorsteinsson Breiðablik Ásgeir Orri Magnússon Keflavík Bjarni Guðjón Brynjólfsson Þór Ak. Daníel Freyr Kristjánsson FC Midtjylland Daníel Tristan Guðjohnsen Malmö FF Eggert Aron Guðmundsson Stjarnan Gísli Gottskálk Þórðarson Víkingur R. Guðmundur Baldvin Nökkvason Stjarnan Halldór Snær Georgsson Fjölnir Haukur Andri Haraldsson ÍA Hilmir Rafn Mikaelsson Tromsö Hlynur Freyr Karlsson Valur Logi Hrafn Róbertsson FH Lúkas J. Blöndal Petersson Hoffenheim Jóhannes Kristinn Bjarnason KR Róbert Frosti Þorkelsson Stjarnan Sigurbergur Áki Jörundsson Stjarnan Þorsteinn Aron Antonsson Selfoss Landslið karla í fótbolta Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
Eins og Vísir greindi fyrst frá eru tveir bestu leikmenn íslenska liðsins ekki með, þeir Kristian Nökkvi Hlynsson og Orri Steinn Óskarsson. Ajax og FC Kaupmannahöfn, félögin sem leikmennirnir spila fyrir, gáfu ekki leyfi fyrir því að þeir færu á mótið en UEFA setur ekki þá skyldu á félög að leyfa leikmönnum að spila á EM U19-landsliða. Kristian er hins vegar í A-landsliðshópnum fyrir leikina við Slóvakíu og Portúgal í júní. Fjórir leikmenn íslenska hópsins eru á mála hjá erlendum félögum. Þetta eru markvörðurinn Lúkas J. Blöndal Petersson úr Hoffenheim, Daníel Freyr Kristjánsson úr Midtjylland, Daníel Tristan Guðjohnsen úr Malmö og Hilmir Rafn Mikaelsson úr Tromsö. Stjarnan með fimm menn í hópnum Stjarnan á flesta leikmenn í hópnum eða fimm talsins. Grótta á tvo. Breiðablik, Keflavík, Þór, Víkingur, Fjölnir, ÍA, Valur, FH, KR og Selfoss eiga svo einn fulltrúa hvert. Íslenski hópurinn heldur af landi brott 30. júní og spilar sinn fyrsta leik á EM gegn Spáni 4. júlí. Liðið er einnig í riðli með Noregi og Grikklandi. Riðlakeppninni lýkur 10. júlí og fara tvö efstu liðin þá í undanúrslit. Íslenska liðið vann meðal annars England á leið sinni inn á EM.Getty/Matt McNulty Ísland komst í lokakeppnina með því að vinna sinn milliriðil í undankeppninni, á Englandi í lok mars. Þar vann liðið ríkjandi meistara Englands og Ungverjaland, og gerði jafntefli við Tyrkland. Orri Steinn skoraði þrjú marka Íslands í milliriðlinum, Kristian Nökkvi eitt og Hilmir Rafn Mikaelsson eitt. EM-hópur Íslands: Adolf Daði Birgisson Stjarnan Arnar Daníel Aðalsteinsson Grótta Arnar Númi Gíslason Grótta Ágúst Orri Þorsteinsson Breiðablik Ásgeir Orri Magnússon Keflavík Bjarni Guðjón Brynjólfsson Þór Ak. Daníel Freyr Kristjánsson FC Midtjylland Daníel Tristan Guðjohnsen Malmö FF Eggert Aron Guðmundsson Stjarnan Gísli Gottskálk Þórðarson Víkingur R. Guðmundur Baldvin Nökkvason Stjarnan Halldór Snær Georgsson Fjölnir Haukur Andri Haraldsson ÍA Hilmir Rafn Mikaelsson Tromsö Hlynur Freyr Karlsson Valur Logi Hrafn Róbertsson FH Lúkas J. Blöndal Petersson Hoffenheim Jóhannes Kristinn Bjarnason KR Róbert Frosti Þorkelsson Stjarnan Sigurbergur Áki Jörundsson Stjarnan Þorsteinn Aron Antonsson Selfoss
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira