Boðað til fundar í Karphúsinu í fyrramálið Kristinn Haukur Guðnason skrifar 5. júní 2023 20:36 Inga Rún Ólafsdóttir formaður samninganefndar sveitarfélaganna, Aldís Sigurðardóttir aðstoðarríkissáttasemjari og Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB. Aldís Sigurðardóttir aðstoðarríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir BSRB og sveitarfélaganna til fundar klukkan 10 í fyrramálið. Óvíst er hvort fundurinn verður stuttur eða langur. Síðasti fundur BSRB og sveitarfélaganna í Karphúsinu var á sunnudag. Þá var fundað stíft fram á nótt og lauk fundinum ekki fyrr en að nálgast tvöleytið. Enginn fundur var boðaður í kjaradeilunni í dag. „Það er allt undir þannig að við þurfum að halda samtalinu gangandi og leysa þetta,“ segir Aldís Sigurðardóttir, sáttasemjari í deilunni. „Þau eru núna að tala við sitt bakland. Það eru allir að vinna hörðum höndum að þessu þó þeir séu ekki að sitja niður í Karphúsi. Ég er í virku samtali við alla aðila, ræddi við þau í dag og svo hittumst við í fyrramálið og þá sjáum við hvernig staðan er,“ segir hún. Eins og staðan er núna sé þó engin raunveruleg breyting á stöðunni fyrir fundinn í fyrramálið. Deilan er enn þá í föstum hnút og tekist er á um afturvirkni samninganna. „Ég veit ekkert hvað kemur út úr þeim fundi,“ segir Aldís. „Annað hvort sitjum við stutt við eða lengi.“ Víðtæk áhrif Verkfallsaðgerðir BSRB hafa víðtæk, en mismikil áhrif, í sveitarfélögunum. Til að mynda í leikskólum þar sem mismikill fjöldi starfsmanna eru í stéttarfélaginu. Víða hafa foreldrar lýst mikilli röskun á vinnudegi sínum vegna þess að börn geta aðeins verið hluta úr degi í skólanum. Einnig eru lokanirnar tilkynntar með stuttum fyrirvara og því erfitt að gera skipulag langt fram í tímann. Sundlaugar eru víða lokaðar sem og íþróttahús, sem er slæmt fyrir meðal annars eldri borgara og iðkendur. Þá liggja strætisvagnasamgöngur niðri á Akureyri vegna verkfallsins. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Mikill þungi færist nú í aðgerðirnar segir formaður BSRB Engin niðurstaða varð af löngum fundi í Karphúsinu í nótt á milli BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundi lauk á öðrum tímanum í nótt og stefnir í víðtækar verkfallsaðgerðir í dag. 5. júní 2023 06:38 Tvíburar á sömu deild fá ekki að mæta á sama tíma í leikskólann Tvíburar á sömu deild fá ekki að mæta á sama tíma í leikskólann þar sem deildinni er skipt upp eftir stafrófsröð. Foreldrar lýsa erfiðu ástandi og ringulreið vegna áhrifa af umfangsmiklum verkfallsaðgerðum félagsmanna BSRB. 5. júní 2023 19:34 Segir reiði meðal félagsfólks stigmagnast með degi hverjum Formaður BSRB segir reiði meðal félagsfólks stigmagnast með hverjum deginum. Ekki standi til að þiggja samning sem Samband íslenskra sveitarfélaga býður sem hljóðar upp á 50 til 60 þúsund hækkun lægstu launa. 5. júní 2023 12:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Sjá meira
Síðasti fundur BSRB og sveitarfélaganna í Karphúsinu var á sunnudag. Þá var fundað stíft fram á nótt og lauk fundinum ekki fyrr en að nálgast tvöleytið. Enginn fundur var boðaður í kjaradeilunni í dag. „Það er allt undir þannig að við þurfum að halda samtalinu gangandi og leysa þetta,“ segir Aldís Sigurðardóttir, sáttasemjari í deilunni. „Þau eru núna að tala við sitt bakland. Það eru allir að vinna hörðum höndum að þessu þó þeir séu ekki að sitja niður í Karphúsi. Ég er í virku samtali við alla aðila, ræddi við þau í dag og svo hittumst við í fyrramálið og þá sjáum við hvernig staðan er,“ segir hún. Eins og staðan er núna sé þó engin raunveruleg breyting á stöðunni fyrir fundinn í fyrramálið. Deilan er enn þá í föstum hnút og tekist er á um afturvirkni samninganna. „Ég veit ekkert hvað kemur út úr þeim fundi,“ segir Aldís. „Annað hvort sitjum við stutt við eða lengi.“ Víðtæk áhrif Verkfallsaðgerðir BSRB hafa víðtæk, en mismikil áhrif, í sveitarfélögunum. Til að mynda í leikskólum þar sem mismikill fjöldi starfsmanna eru í stéttarfélaginu. Víða hafa foreldrar lýst mikilli röskun á vinnudegi sínum vegna þess að börn geta aðeins verið hluta úr degi í skólanum. Einnig eru lokanirnar tilkynntar með stuttum fyrirvara og því erfitt að gera skipulag langt fram í tímann. Sundlaugar eru víða lokaðar sem og íþróttahús, sem er slæmt fyrir meðal annars eldri borgara og iðkendur. Þá liggja strætisvagnasamgöngur niðri á Akureyri vegna verkfallsins.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Mikill þungi færist nú í aðgerðirnar segir formaður BSRB Engin niðurstaða varð af löngum fundi í Karphúsinu í nótt á milli BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundi lauk á öðrum tímanum í nótt og stefnir í víðtækar verkfallsaðgerðir í dag. 5. júní 2023 06:38 Tvíburar á sömu deild fá ekki að mæta á sama tíma í leikskólann Tvíburar á sömu deild fá ekki að mæta á sama tíma í leikskólann þar sem deildinni er skipt upp eftir stafrófsröð. Foreldrar lýsa erfiðu ástandi og ringulreið vegna áhrifa af umfangsmiklum verkfallsaðgerðum félagsmanna BSRB. 5. júní 2023 19:34 Segir reiði meðal félagsfólks stigmagnast með degi hverjum Formaður BSRB segir reiði meðal félagsfólks stigmagnast með hverjum deginum. Ekki standi til að þiggja samning sem Samband íslenskra sveitarfélaga býður sem hljóðar upp á 50 til 60 þúsund hækkun lægstu launa. 5. júní 2023 12:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Sjá meira
Mikill þungi færist nú í aðgerðirnar segir formaður BSRB Engin niðurstaða varð af löngum fundi í Karphúsinu í nótt á milli BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundi lauk á öðrum tímanum í nótt og stefnir í víðtækar verkfallsaðgerðir í dag. 5. júní 2023 06:38
Tvíburar á sömu deild fá ekki að mæta á sama tíma í leikskólann Tvíburar á sömu deild fá ekki að mæta á sama tíma í leikskólann þar sem deildinni er skipt upp eftir stafrófsröð. Foreldrar lýsa erfiðu ástandi og ringulreið vegna áhrifa af umfangsmiklum verkfallsaðgerðum félagsmanna BSRB. 5. júní 2023 19:34
Segir reiði meðal félagsfólks stigmagnast með degi hverjum Formaður BSRB segir reiði meðal félagsfólks stigmagnast með hverjum deginum. Ekki standi til að þiggja samning sem Samband íslenskra sveitarfélaga býður sem hljóðar upp á 50 til 60 þúsund hækkun lægstu launa. 5. júní 2023 12:00