Ætlar að höfða mál gegn ríkinu vegna skerðingar á lífeyrisréttindum Helena Rós Sturludóttir skrifar 5. júní 2023 21:31 Gísli B. Árnason hefur greitt í Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins í 25 ár og sér nú fram á skert lífeyrisréttindi. Aðsend samsett mynd Lífeyrisþegi ætlar að höfða mál gegn ríkinu vegna skerðingar á lífeyrisréttindum sjóðfélaga Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins sem kemur til framkvæmda um næstu mánaðarmót. Formaður Kennarasambands Íslands segir nauðsynlegt að kanna hvort skerðingin standist lög. Skerðingin nemur um tíu prósent og á það við um þau sem fá greitt úr sjóðnum í framtíðinni. Réttindi þeirra sem nú þegar þiggja greiðslur úr sjóðnum dragast saman um rúm fjögur prósent. Lífeyrisþegi sem greitt hefur í sjóðinn í 25 ár fór á eftirlaun í lok árs í fyrra sér fram á 4,1 prósent skerðingu. „Þetta er náttúrulega hlutur sem ég hefði aldrei trúað upp á neina ríkisstjórn á Íslandi að þeir skyldu leggjast svo lágt að þeir skyldu skerða lífeyri fólks sem er komið út af vinnumarkaði. Mér finnst það með ólíkindum,“ segir Gísli B. Árnason, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður og lífeyrisþegi.Gísli fékk tilkynningu frá LSR um breytinguna þann 31. maí síðastliðinn. „Ég fór á eftirlaun í desember 2022. Ég er búin að greiða í 25 ár í þennan lífeyrissjóð og ég á inneign, 25 ára inneign. Minn reikningur sem ég er búinn að borga inn á sem er mín trygging til efri áranna. Að leggjast svo lágt að ætla fara skerða þetta er alveg með ólíkindum. Það mun ég ekki láta líðast það er alveg klárt,“ segir Gísli. Málið er að fólk er ábyggilega ekkert farið að kynna sér þetta. Maður fer að gera það þegar það fer að líða að starfslokum og það var hjá mér í haust og þá uppgötvaði ég þetta Fyrirhuguð skerðing hefur sætt gagnrýni enda tekist á um háar fjárhæðir. Þá hefur komið fram að vafi leiki á því hvort skerðingin standist lög. Framkvæmdastjóri LSR sagði í dag sjóðinn fylgja lögum en að hún ætti allt eins von á því að einhverjir myndu leita réttar síns. „Við munum stefna ríkinu fyrir héraðsdóm og bara keyra á það að fá þessi ósköp leiðrétt,“ segir Gísli og bætir við: „Þetta þarf að vera byrjað að skerða og skerðingin mun taka í gildi núna 1. Júlí næstkomandi og við fyrstu skerðingu þá er ég komin með mál í hendurnar.“ Magnús Þór Jónsson, formaður kennarasambands Íslands, segir nauðsynlegt að allur vafi verði tekinn af því hvort að skerðingin standist stjórnarskrárlög. Sambandið hafi stefnt ríkinu vegna lagabreytinga um lífeyrisjóði opinberra starfsmanna 2017 sem var vísað frá þar sem ekki hafði hlotist skaði af skerðingum. Staðan sé önnur núna og að málið verði skoðað. „Og við stöndum klár á því að við séum með öflugan lífeyrissjóð sem stendur undir því hlutverki sem við ætlum honum. En skiljiði gremju félagsfólks ykkar? Við erum félagsfólk, þetta snertir mig,“ segir Magnús Þór Jónsson. Lífeyrissjóðir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldri borgarar Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Skerðingin nemur um tíu prósent og á það við um þau sem fá greitt úr sjóðnum í framtíðinni. Réttindi þeirra sem nú þegar þiggja greiðslur úr sjóðnum dragast saman um rúm fjögur prósent. Lífeyrisþegi sem greitt hefur í sjóðinn í 25 ár fór á eftirlaun í lok árs í fyrra sér fram á 4,1 prósent skerðingu. „Þetta er náttúrulega hlutur sem ég hefði aldrei trúað upp á neina ríkisstjórn á Íslandi að þeir skyldu leggjast svo lágt að þeir skyldu skerða lífeyri fólks sem er komið út af vinnumarkaði. Mér finnst það með ólíkindum,“ segir Gísli B. Árnason, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður og lífeyrisþegi.Gísli fékk tilkynningu frá LSR um breytinguna þann 31. maí síðastliðinn. „Ég fór á eftirlaun í desember 2022. Ég er búin að greiða í 25 ár í þennan lífeyrissjóð og ég á inneign, 25 ára inneign. Minn reikningur sem ég er búinn að borga inn á sem er mín trygging til efri áranna. Að leggjast svo lágt að ætla fara skerða þetta er alveg með ólíkindum. Það mun ég ekki láta líðast það er alveg klárt,“ segir Gísli. Málið er að fólk er ábyggilega ekkert farið að kynna sér þetta. Maður fer að gera það þegar það fer að líða að starfslokum og það var hjá mér í haust og þá uppgötvaði ég þetta Fyrirhuguð skerðing hefur sætt gagnrýni enda tekist á um háar fjárhæðir. Þá hefur komið fram að vafi leiki á því hvort skerðingin standist lög. Framkvæmdastjóri LSR sagði í dag sjóðinn fylgja lögum en að hún ætti allt eins von á því að einhverjir myndu leita réttar síns. „Við munum stefna ríkinu fyrir héraðsdóm og bara keyra á það að fá þessi ósköp leiðrétt,“ segir Gísli og bætir við: „Þetta þarf að vera byrjað að skerða og skerðingin mun taka í gildi núna 1. Júlí næstkomandi og við fyrstu skerðingu þá er ég komin með mál í hendurnar.“ Magnús Þór Jónsson, formaður kennarasambands Íslands, segir nauðsynlegt að allur vafi verði tekinn af því hvort að skerðingin standist stjórnarskrárlög. Sambandið hafi stefnt ríkinu vegna lagabreytinga um lífeyrisjóði opinberra starfsmanna 2017 sem var vísað frá þar sem ekki hafði hlotist skaði af skerðingum. Staðan sé önnur núna og að málið verði skoðað. „Og við stöndum klár á því að við séum með öflugan lífeyrissjóð sem stendur undir því hlutverki sem við ætlum honum. En skiljiði gremju félagsfólks ykkar? Við erum félagsfólk, þetta snertir mig,“ segir Magnús Þór Jónsson.
Lífeyrissjóðir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldri borgarar Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira