Auglýst eftir forystuhæfileikum og „framúrskarandi samskiptahæfni“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. júní 2023 12:08 Embættistíð Aðalsteins var nokkuð róstursöm. Vísir/Vilhelm Embætti ríkissáttasemjara hefur verið auglýst laust til umsóknar en meðal þeirra hæfniskrafa sem gerðar eru til umsækjenda eru forystuhæfileikar og „framúrskarandi samskiptahæfni“. Þá er sérstök athygli vakin á því skilyrði laga um stéttarfélög og vinnudeilur að gæta skuli þess að afstaða ríkissáttasemjara sé slík að „telja megi hann óvilhallan í málum launafólks og atvinnurekenda“. Greint var frá því fyrir helgi að Aðalsteinn Leifsson hefði óskað eftir því að láta af störfum sem ríkissáttasemjari frá 1. júní en hann var skipaður í embættið frá 1. apríl 2020. Ástráður Haraldsson héraðsdómari var settur í embættið tímabundið. Embættistíð Aðalsteins var nokkuð róstursöm enda hörð átök á vinnumarkaðnum. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, kallaði eftir afsögn Aðalsteins eftir að hann lagði fram miðlunartillögu í deilum stéttarfélagsins við Samtök atvinnulífsins. Efling neitaði að leggja fram kjörskrá til að ganga mætti til atkvæða um tillöguna og Landsréttur staðfesti réttmæti þeirrar ákvörðunar. „Þetta er dálítið sérstök staða, óvenjuleg staða, sem ég bjóst alls ekki við. Hún er líka fordæmalaus þannig maður veltir fyrir sér hvaða markmiðum hægt er að ná með tillögunni því eðli málsins samkvæmt er hún sett fram sem síðasta úrræði í hörðum og erfiðum kjaradeilum. En núna liggur fyrir að það er ekki hægt að framkvæma atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu ef annar hvor aðilinn neitar að afhenda kjörgögn til þess að það geti gerst,“ sagði Aðalsteinn þegar hann ákvað að stíga til hliðar í deilunni í kjölfar dómsins. Á atvinnuauglýsingasíðunni Alfreð.is segir að um sé að ræða stjórnunarstarf með sveigjanlegan vinnutíma og skipað er til fimm ára í senn. Kröfur eru gerðar um menntun og reynslu sem nýtist í starfi, forystuhæfileika, framúrskarandi samskiptahæfni, þekkingu á íslenskum vinnumarkaði og áhuga, skilningi og metnaði fyrir embættinu. Umsóknarfrestur er til 19. júní næstkomandi. Vinnumarkaður Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Sjá meira
Þá er sérstök athygli vakin á því skilyrði laga um stéttarfélög og vinnudeilur að gæta skuli þess að afstaða ríkissáttasemjara sé slík að „telja megi hann óvilhallan í málum launafólks og atvinnurekenda“. Greint var frá því fyrir helgi að Aðalsteinn Leifsson hefði óskað eftir því að láta af störfum sem ríkissáttasemjari frá 1. júní en hann var skipaður í embættið frá 1. apríl 2020. Ástráður Haraldsson héraðsdómari var settur í embættið tímabundið. Embættistíð Aðalsteins var nokkuð róstursöm enda hörð átök á vinnumarkaðnum. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, kallaði eftir afsögn Aðalsteins eftir að hann lagði fram miðlunartillögu í deilum stéttarfélagsins við Samtök atvinnulífsins. Efling neitaði að leggja fram kjörskrá til að ganga mætti til atkvæða um tillöguna og Landsréttur staðfesti réttmæti þeirrar ákvörðunar. „Þetta er dálítið sérstök staða, óvenjuleg staða, sem ég bjóst alls ekki við. Hún er líka fordæmalaus þannig maður veltir fyrir sér hvaða markmiðum hægt er að ná með tillögunni því eðli málsins samkvæmt er hún sett fram sem síðasta úrræði í hörðum og erfiðum kjaradeilum. En núna liggur fyrir að það er ekki hægt að framkvæma atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu ef annar hvor aðilinn neitar að afhenda kjörgögn til þess að það geti gerst,“ sagði Aðalsteinn þegar hann ákvað að stíga til hliðar í deilunni í kjölfar dómsins. Á atvinnuauglýsingasíðunni Alfreð.is segir að um sé að ræða stjórnunarstarf með sveigjanlegan vinnutíma og skipað er til fimm ára í senn. Kröfur eru gerðar um menntun og reynslu sem nýtist í starfi, forystuhæfileika, framúrskarandi samskiptahæfni, þekkingu á íslenskum vinnumarkaði og áhuga, skilningi og metnaði fyrir embættinu. Umsóknarfrestur er til 19. júní næstkomandi.
Vinnumarkaður Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Sjá meira