Segir reiði meðal félagsfólks stigmagnast með degi hverjum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 5. júní 2023 12:00 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir að ekki standi til að þiggja samning sem Samband íslenskra sveitafélaga bjóða og segja þann besta boðinn hafi verið í kjaraviðræðum undanfarið. Vísir/Ívar Fannar Formaður BSRB segir reiði meðal félagsfólks stigmagnast með hverjum deginum. Ekki standi til að þiggja samning sem Samband íslenskra sveitarfélaga býður sem hljóðar upp á 50 til 60 þúsund hækkun lægstu launa. Víðtækar verkfallsaðgerðir félagsfólks BSRB eru hafnar eftir að samningafundi félagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga lauk án árangurs í nótt. Í tilkynningu sem Samband íslenskra sveitafélaga sendi frá sér nú í morgun kemur fram að sambandið vísi allri ábyrgð á verkfallsaðgerðum á forystufólk BSRB. Ítrekað hafi verið lögð fram ný tilboð sem hafi verið hafnað en það síðasta hljóðar upp á 50 til 60 þúsund króna hækkun lægstu launa. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir ekki standi til að þiggja þann samning því allt strandi á þriggja mánaða hækkun á ársgrundvelli. „Það auðvitað grípur enginn til verkfalla nema í neyð. Við erum búin að reyna eiga samtal og reyna að rétta þennan kúr síðan í febrúar til að tryggja það að fólkið okkar búi ekki við mismunandi laun samanborið við aðra sem vinna inn á sömu vinnustöðum. Það hefur ekki þokað áfram. En það er auðvitað ekki þannig þegar við eigum í kjaradeilu að einhver einn beri ábyrgð á því.“ Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefnar Sambands sveitarfélaganna, segir sambandið ítrekað hafa lagt fram ný tilboð sem forysta BSRB hafi hafnað.Vísir/Ívar Fannar Sonja segir mikla samstöðu meðal félagsfólks BSRB um verkfallsaðgerðir sem nú eru skollnar á af fullum þunga. Góð þátttaka hafi verið í atkvæðagreiðslu og afstaða félagsfólks hafi verið mjög skýr þar sem mikill meirihluti kaus með aðgerðum. „Við finnum núna að það hefur verið mikil reiði og vonbrigði í hópnum yfir þessum mismunandi launum, sem bara eykst með hverjum deginum sem líður. Þau skilja ekki af hverju sveitafélögin grípa ekki til raunverulegra aðgerða til að leiðrétta þetta.“ Gríðarlegur stuðningur frá foreldrum Verkfallsaðgerðir sem nú eru hafnar hafa víðtæk áhrif á samfélagið allt. Ekki síst foreldra og börn en aðgerðirnar hafa áhrif á um 70 leikskóla. „Við höfum fundið fyrir gríðarlegum stuðningi af hálfu foreldra sem ég er mjög þakklát fyrir. Við vitum auðvitað að þetta hefur áhrif en það langar engan að vera í verkfalli. En þetta er til að tryggja okkar réttlátu kröfu um sömu laun fyrir sömu störf,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Krafa um sömu laun fyrir sömu störf stendur enn út af borðinu Formaður BSRB segir að krafa félagsins um sömu laun fyrir sömu störf standi enn út af borðinu í viðræðum þess við sveitarfélög. Víðtækar verkfallsaðgerðir félagsmanna BSRB hófust í dag sem formaðurinn segir að hafi mikil samfélagsleg áhrif. 5. júní 2023 09:13 Mikill þungi færist nú í aðgerðirnar segir formaður BSRB Engin niðurstaða varð af löngum fundi í Karphúsinu í nótt á milli BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundi lauk á öðrum tímanum í nótt og stefnir í víðtækar verkfallsaðgerðir í dag. 5. júní 2023 06:38 Enn engin niðurstaða í sjónmáli Enn er engin niðurstaða komin í karphúsinu í viðræðum stéttarfélagsins BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga. 4. júní 2023 23:50 Foreldrar skulu gera ráðstafanir Freyja Steingrímsdóttir samskiptastjóri BSRB segir lítið hafi breyst í kjaraviðræðum Sambands íslenskra sveitarfélaga og BSRB. Enn er fundað í karphúsinu en allsherjarverkfall hefst að óbreyttu á morgun. 4. júní 2023 19:30 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Víðtækar verkfallsaðgerðir félagsfólks BSRB eru hafnar eftir að samningafundi félagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga lauk án árangurs í nótt. Í tilkynningu sem Samband íslenskra sveitafélaga sendi frá sér nú í morgun kemur fram að sambandið vísi allri ábyrgð á verkfallsaðgerðum á forystufólk BSRB. Ítrekað hafi verið lögð fram ný tilboð sem hafi verið hafnað en það síðasta hljóðar upp á 50 til 60 þúsund króna hækkun lægstu launa. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir ekki standi til að þiggja þann samning því allt strandi á þriggja mánaða hækkun á ársgrundvelli. „Það auðvitað grípur enginn til verkfalla nema í neyð. Við erum búin að reyna eiga samtal og reyna að rétta þennan kúr síðan í febrúar til að tryggja það að fólkið okkar búi ekki við mismunandi laun samanborið við aðra sem vinna inn á sömu vinnustöðum. Það hefur ekki þokað áfram. En það er auðvitað ekki þannig þegar við eigum í kjaradeilu að einhver einn beri ábyrgð á því.“ Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefnar Sambands sveitarfélaganna, segir sambandið ítrekað hafa lagt fram ný tilboð sem forysta BSRB hafi hafnað.Vísir/Ívar Fannar Sonja segir mikla samstöðu meðal félagsfólks BSRB um verkfallsaðgerðir sem nú eru skollnar á af fullum þunga. Góð þátttaka hafi verið í atkvæðagreiðslu og afstaða félagsfólks hafi verið mjög skýr þar sem mikill meirihluti kaus með aðgerðum. „Við finnum núna að það hefur verið mikil reiði og vonbrigði í hópnum yfir þessum mismunandi launum, sem bara eykst með hverjum deginum sem líður. Þau skilja ekki af hverju sveitafélögin grípa ekki til raunverulegra aðgerða til að leiðrétta þetta.“ Gríðarlegur stuðningur frá foreldrum Verkfallsaðgerðir sem nú eru hafnar hafa víðtæk áhrif á samfélagið allt. Ekki síst foreldra og börn en aðgerðirnar hafa áhrif á um 70 leikskóla. „Við höfum fundið fyrir gríðarlegum stuðningi af hálfu foreldra sem ég er mjög þakklát fyrir. Við vitum auðvitað að þetta hefur áhrif en það langar engan að vera í verkfalli. En þetta er til að tryggja okkar réttlátu kröfu um sömu laun fyrir sömu störf,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Krafa um sömu laun fyrir sömu störf stendur enn út af borðinu Formaður BSRB segir að krafa félagsins um sömu laun fyrir sömu störf standi enn út af borðinu í viðræðum þess við sveitarfélög. Víðtækar verkfallsaðgerðir félagsmanna BSRB hófust í dag sem formaðurinn segir að hafi mikil samfélagsleg áhrif. 5. júní 2023 09:13 Mikill þungi færist nú í aðgerðirnar segir formaður BSRB Engin niðurstaða varð af löngum fundi í Karphúsinu í nótt á milli BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundi lauk á öðrum tímanum í nótt og stefnir í víðtækar verkfallsaðgerðir í dag. 5. júní 2023 06:38 Enn engin niðurstaða í sjónmáli Enn er engin niðurstaða komin í karphúsinu í viðræðum stéttarfélagsins BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga. 4. júní 2023 23:50 Foreldrar skulu gera ráðstafanir Freyja Steingrímsdóttir samskiptastjóri BSRB segir lítið hafi breyst í kjaraviðræðum Sambands íslenskra sveitarfélaga og BSRB. Enn er fundað í karphúsinu en allsherjarverkfall hefst að óbreyttu á morgun. 4. júní 2023 19:30 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Krafa um sömu laun fyrir sömu störf stendur enn út af borðinu Formaður BSRB segir að krafa félagsins um sömu laun fyrir sömu störf standi enn út af borðinu í viðræðum þess við sveitarfélög. Víðtækar verkfallsaðgerðir félagsmanna BSRB hófust í dag sem formaðurinn segir að hafi mikil samfélagsleg áhrif. 5. júní 2023 09:13
Mikill þungi færist nú í aðgerðirnar segir formaður BSRB Engin niðurstaða varð af löngum fundi í Karphúsinu í nótt á milli BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundi lauk á öðrum tímanum í nótt og stefnir í víðtækar verkfallsaðgerðir í dag. 5. júní 2023 06:38
Enn engin niðurstaða í sjónmáli Enn er engin niðurstaða komin í karphúsinu í viðræðum stéttarfélagsins BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga. 4. júní 2023 23:50
Foreldrar skulu gera ráðstafanir Freyja Steingrímsdóttir samskiptastjóri BSRB segir lítið hafi breyst í kjaraviðræðum Sambands íslenskra sveitarfélaga og BSRB. Enn er fundað í karphúsinu en allsherjarverkfall hefst að óbreyttu á morgun. 4. júní 2023 19:30