Hér má sjá þáttinn í heild sinni:
„Þetta er þessi frægi stóll sem ég sast upp á meðan að pabbi var að vinna í málverki,“ segir Elli og bendir á verk eftir þá feðga.
„Vinnustofan var svona lítið hús út í garði og pabbi þurfti að hlaupa inn í símann en þorði að skilja mig eftir einan því hann ætlaði bara að vera í nokkrar mínútur max.
Svo kemur hann til baka og ég var búinn að skríða upp á stólinn og krota á verkið með eldrauðum lit.
Sem var náttúrulega miklu betra en það sem hann var búinn að gera, það vantaði þetta power. Þetta var olíupastell og það var ekki séns að taka þetta af,“ segir Elli kíminn og Egill, faðir hans, bætir þá við:
„Eitt af því sem ég er stoltastur yfir á langri ævi er að hafa brugðist í þessu tilfelli rétt við. Þarna hefði verið kannski skiljanlegt að ég hefði æst mig við hann, rifið hann niður af stólnum og sagt honum að svona geri maður ekki.
En þá segi ég að Elli væri ekki myndlistarmaður í dag.
Af því þá hefðu skilaboðin frá mér sem foreldri verið svona gerir maður ekki Elli, hann var lítið barn þarna og hann myndi ekkert skilja það. En ég fór inn, bað hann að bíða, náði í myndavél og smellti mynd af honum. Sú mynd er til þar sem hann stendur stoltur við myndina. Þetta voru rétt viðbrögð.“
Þættirnir KÚNST með Dóru Júlíu rannsaka hinar ýmsu víddir listsköpunar, ólíka listmiðla og sköpunargleði hjá íslenskum samtíma listamönnum ásamt því að fá að skyggnast bak við tjöldin og heyra um persónulegt líf þeirra.