Krafa um sömu laun fyrir sömu störf stendur enn út af borðinu Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2023 09:13 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Á þriðja þúsund BSRB-félaga leggja niður störf víðs vegar um landið í dag. Vísir/Vilhelm Formaður BSRB segir að krafa félagsins um sömu laun fyrir sömu störf standi enn út af borðinu í viðræðum þess við sveitarfélög. Víðtækar verkfallsaðgerðir félagsmanna BSRB hófust í dag sem formaðurinn segir að hafi mikil samfélagsleg áhrif. Samningafundi fulltrúa BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga lauk án árangurs á öðrum tímanum í nótt. Ekki tókst því að afstýra enn umfangsmeiri verkfallsaðgerðum BSRB-félaga en þeir hafa staðið í afmörkuðum verkföllum undanfarnar vikur. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, játti því að viðræðurnar væru í hnút í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Unnið hafi verið með ýmsar tillögur til að reyna að leiða deiluna til lykta síðustu daga. Það sem standi út af borðinu sé krafa BSRB um að félagar þess fái ekki lægri laun en samstarfsmenn á sama vinnustað sem vinni sömu störf. Vísaði hún til þess að starfsmenn sveitarfélaga sem vinna sömu störf en eru ekki í sama stéttarfélagi fái ekki sömu laun eftir að sum félög gengu frá nýjum kjarasamningi fyrr á þessu ári. „Ég held að það geti allir sett sig í þau spor að maður vill ekki vera á öðrum launum en manneskjan sem vinnur við hliðina á manni í nákvæmlega sömu störfunum,“ sagði Sonja. Geta ekki boðið afsláttarkjör vegna erfiðrar stöðu sveitarfélaganna Krafa BSRB sé um fjórðungs hækkun á launum sem séu á bilinu 400 til 470 þúsund krónur á mánuði. Sonja sagði að þó að félagsmönnum BSRB muni mikið um slíka hækkun þýddi það aðeins 0,3 prósenta hækkun launakostnaður sveitarfélaganna. BSRB meti heildarlaunakostnað krafna sinna fyrir sveitarfélögin á um milljarð króna með launatengdum gjöldum. Kostnaðurinn dreifist misjafnt á milli þeirra 63 sveitarfélaga sem eigi aðild að viðræðunum. Spurð út í þrönga fjárhagsstöðu margra sveitarfélaga sagði Sonja að staða þeirra hefði verið þung lengi. Hins vegar séu sveitarfélögin atvinnurekendur. „Við getum ekki boðið upp á að fólk sé á afsláttarkjörum vegna þess að fjárhagsstaðan sé svo þröng,“ sagði Sonja. Spurning hvort samsvari samfélagslegum kostnaði Verkfallsaðgerðirnar sem hófust í dag ná til um 2.500 félagsmanna BSRB í um 150 starfsstöðvum í 29 sveitarfélögum víðsvegar um landið. Aðgerðirnar ná meðal annars til starfsfólks í leikskólum, sundlaugum, íþróttamannvirkjum, þjónustumiðstöðvum, bæjarskrifstofum, áhaldahúsum og höfnum. „Við vitum það að það er búin að vera skert þjónusta hjá leikskólum vegna aðgerðanna sem við höfum verið í og hefur áhrif á foreldra sem geta ekki sótt vinnu. Það auðvitað bara bætist í núna,“ sagði Sonja. Áhrif verkfallsaðgerðanna verði víðtæk. „Þá held ég að stóra spurningin standi eftir hvort þetta samsvari þeim samfélagslega kostnaði sem af því hlýst,“ sagði formaðurinn. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Mikill þungi færist nú í aðgerðirnar segir formaður BSRB Engin niðurstaða varð af löngum fundi í Karphúsinu í nótt á milli BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundi lauk á öðrum tímanum í nótt og stefnir í víðtækar verkfallsaðgerðir í dag. 5. júní 2023 06:38 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Sjá meira
Samningafundi fulltrúa BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga lauk án árangurs á öðrum tímanum í nótt. Ekki tókst því að afstýra enn umfangsmeiri verkfallsaðgerðum BSRB-félaga en þeir hafa staðið í afmörkuðum verkföllum undanfarnar vikur. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, játti því að viðræðurnar væru í hnút í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Unnið hafi verið með ýmsar tillögur til að reyna að leiða deiluna til lykta síðustu daga. Það sem standi út af borðinu sé krafa BSRB um að félagar þess fái ekki lægri laun en samstarfsmenn á sama vinnustað sem vinni sömu störf. Vísaði hún til þess að starfsmenn sveitarfélaga sem vinna sömu störf en eru ekki í sama stéttarfélagi fái ekki sömu laun eftir að sum félög gengu frá nýjum kjarasamningi fyrr á þessu ári. „Ég held að það geti allir sett sig í þau spor að maður vill ekki vera á öðrum launum en manneskjan sem vinnur við hliðina á manni í nákvæmlega sömu störfunum,“ sagði Sonja. Geta ekki boðið afsláttarkjör vegna erfiðrar stöðu sveitarfélaganna Krafa BSRB sé um fjórðungs hækkun á launum sem séu á bilinu 400 til 470 þúsund krónur á mánuði. Sonja sagði að þó að félagsmönnum BSRB muni mikið um slíka hækkun þýddi það aðeins 0,3 prósenta hækkun launakostnaður sveitarfélaganna. BSRB meti heildarlaunakostnað krafna sinna fyrir sveitarfélögin á um milljarð króna með launatengdum gjöldum. Kostnaðurinn dreifist misjafnt á milli þeirra 63 sveitarfélaga sem eigi aðild að viðræðunum. Spurð út í þrönga fjárhagsstöðu margra sveitarfélaga sagði Sonja að staða þeirra hefði verið þung lengi. Hins vegar séu sveitarfélögin atvinnurekendur. „Við getum ekki boðið upp á að fólk sé á afsláttarkjörum vegna þess að fjárhagsstaðan sé svo þröng,“ sagði Sonja. Spurning hvort samsvari samfélagslegum kostnaði Verkfallsaðgerðirnar sem hófust í dag ná til um 2.500 félagsmanna BSRB í um 150 starfsstöðvum í 29 sveitarfélögum víðsvegar um landið. Aðgerðirnar ná meðal annars til starfsfólks í leikskólum, sundlaugum, íþróttamannvirkjum, þjónustumiðstöðvum, bæjarskrifstofum, áhaldahúsum og höfnum. „Við vitum það að það er búin að vera skert þjónusta hjá leikskólum vegna aðgerðanna sem við höfum verið í og hefur áhrif á foreldra sem geta ekki sótt vinnu. Það auðvitað bara bætist í núna,“ sagði Sonja. Áhrif verkfallsaðgerðanna verði víðtæk. „Þá held ég að stóra spurningin standi eftir hvort þetta samsvari þeim samfélagslega kostnaði sem af því hlýst,“ sagði formaðurinn.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Mikill þungi færist nú í aðgerðirnar segir formaður BSRB Engin niðurstaða varð af löngum fundi í Karphúsinu í nótt á milli BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundi lauk á öðrum tímanum í nótt og stefnir í víðtækar verkfallsaðgerðir í dag. 5. júní 2023 06:38 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Sjá meira
Mikill þungi færist nú í aðgerðirnar segir formaður BSRB Engin niðurstaða varð af löngum fundi í Karphúsinu í nótt á milli BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundi lauk á öðrum tímanum í nótt og stefnir í víðtækar verkfallsaðgerðir í dag. 5. júní 2023 06:38
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent