Ranghugmyndir um hvaða fólk notar TikTok og hvernig Rakel Sveinsdóttir skrifar 5. júní 2023 07:00 Klara Símonardóttir framkvæmdastjóri Petmark lauk nýverið rannsókn á því í hvaða tilgangi fólk nota TikTok og hverjir eru helstu notendur. Rannsóknin var hluti af BS ritgerð Klöru í Háskólanum á Bifröst. Niðurstöður sýna að mun fleiri í eldri aldurshópum eru að nota TikTok en fólk kannski heldur og eins að á TikTok er fólk alls ekki aðeins að fylgjast með til að sjá eitthvað fyndið. „Oft er TikTok bara meðhöndlað þannig að yngsta starfsmanninum er réttur síminn og hann beðinn um að gera eitthvað sniðugt,“ segir Klara Símonardóttir framkvæmdastjóri Petmark sem nýlega hlaut hæstu einkunn í viðskiptadeild Háskólans á Bifröst það sem af er ári, fyrir BS ritgerðina sína í viðskiptafræði. Þar sem Klara tók fyrir að rannsaka í hvaða tilgangi fólk notar TikTok. Að sögn Klöru er rannsóknin sú fyrsta sinnar tegundar á heimsvísu. Því þar er sérstaklega rýnt í það hverju fólk er að leitast eftir þegar það notar TikTok. „Það sem kom mér mest á óvart er í rauninni hversu eldri hóparnir eru í raun stórir á TikTok því notendahópurinn er langt frá því að vera einungis 15 ára krakkar að búa til einhver myndbönd eða fyndin myndbönd,“ segir Klara og bætir við: Það merkilega er að á TikTok er líka mjög stór hópur sem er að nota þennan samfélagsmiðil í fræðsluskyni, ekki aðeins sér til skemmtunar. Sjálf spái ég því að TikTok geti orðið stærsti fræðslusamfélagsmiðillinn í framtíðinni.“ Ekki bara unglingar og dansvideó Klara segir að vissulega sé yngsti notendahópurinn fjölmennastur á TikTok en 67% ungmenna á aldrinum 13-17 ára nota TikTok. „Ég er sjálf korter í fertugt og tilheyri aldamótakynslóðinni en ríflega 21% þess aldurshóps er á TikTok. X-kynslóðin, sem er næsta kynslóð á eftir og fædd tímabilið 1966-1981 er að mælast um 19% notenda sem er líka nokkuð fjölmennur hópur,“ segir Klara. Hún segir þó eðlilegt að mörgu leyti að fólk telji aðeins unglinga vera að nota TikTok. „Það er vegna þess að þau eru dugleg að búa til myndbönd og efni til að birta. Á meðan eldri hóparnir eru að horfa á og fylgjast með, en birta lítið sem ekkert eða kommenta,“ segir Klara. „Það sem er hins vegar svo áhugavert er að sjá hversu mikið fólk er að leita sér af fræðsluefni. Margir nota TikTok til að finna uppskriftir, fá meðmæli með bókum og ýmislegt annað efni. Þá sýndu niðurstöður að TikTok hefur mikil áhrif á kauphegðun notenda.“ Hvernig þá? Notendur TikTok eru mjög líklegir til að kaupa vöru eða þjónustu ef fólk upplifir efni því tengt sem jákvæða upplifun á TikTok. Það sama gildir um neikvæða upplifun. Þá er fólk líklegt til að kaupa ekki vöruna eða þjónustuna og þessi tengsl á milli efnis og kauphegðunar virðist vera meiri og sterkari hjá notendum TikTok í samanburði við aðra samfélagsmiðla.“ Klara segir þó alla notendur TikTok eiga það sameiginlegt að vera að nota samfélagsmiðilinn í skemmtanaskyni. „En þriðjungur aðspurðra segist nota miðilinn í fræðsluskyni.“ Þá segir Klara niðurstöður sýna að konur eru fjölmennari hópar en karlar og kynsegin notendur. Húsasmiðjan, Krónan og Domino‘s oftast nefnd Eitt af því sem Klara rannsakaði sérstaklega var sýnileiki íslenskra fyrirtækja á TikTok. „Aðeins 123 fyrirtæki eða vörumerki voru nefnd sem er afar lítið miðað við heildina. Þau fyrirtæki sem oftast voru nefnd voru Húsasmiðjan, Domino‘s og Krónan.“ Í samanburði við aðra samfélagsmiðla er áhugavert að velta fyrir sér hvernig TikTok er að skapa sér öðruvísi sess meðal notenda í samanburði við aðra samfélagsmiðla. „Við notum Facebook sérstaklega sem samskiptamiðil og þá Messenger mest eða til að fylgjast með hópum sem við erum í. Almennt hefur Facebook hins vegar verið að þróast meira í að vera tilkynningamiðill, á meðan Messenger er samskiptaleiðin,“ segir Klara. Hún segir Instagram og Snapchat ekki heldur vera samfélagsmiðla sem fólk er að nota í fræðsluskyni, til viðbótar við skemmtanagildið. Að þessu leytinu til virðist TikTok því vera að skapa sér sérstöðu. „Það væri einna helst YouTube sem kæmist nálægt því að hafa þetta fræðslugildi fyrir notendur.“ Í ljósi niðurstaða, hvaða ráð myndir þú gefa fyrirtækjum sem vilja skoða TikTok sem auglýsingamiðil? „Ég sé mikil tækifæri í TikTok sem fræðslumiðil. Þar sem efni er kannski að sýna vöru eða þjónustu en með nýrri nálgun. Ég nefni sem dæmi vöru þar sem notendum er sýnt svolítið á bakvið tjöldin hvernig hún verður til, eða hreinlega vidjó af því þegar hún er keyrð út og svo framvegis. Eitthvað sem getur verið í senn fræðsla en líka skemmtilegt efni,“ segir Klara. Því þarna er notendahópur sem er ekki aðeins að skoða efni til að sjá eitthvað fyndið. Misskilningurinn liggur síðan líka í því að auglýsendur telji aðeins unglinga og ungt fólk vera að nota TikTok. Eldri notendur eru einfaldlega frekar ósýnilegir þarna, en eru augljóslega að fylgjast með.“ Ert þú að nýta þér TikTok sem auglýsingamiðil? „Ég er að undirbúa það en var í rauninni að bíða svolítið eftir niðurstöðunum sjálf. Markmiðið er að nálgunin á TikTok verði þá í samræmi við það sem niðurstöður rannsóknarinnar sýna.“ Tækni Góðu ráðin Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir „Við vorum alveg skíthrædd fyrst og hugsuðum bara með okkur Úff!“ „Við vorum alveg skíthrædd fyrst og hugsuðum bara með okkur Úff! Spurðum þau hjá VIRK hvort þau væru viss um að þau vildu blanda sér í þessa umræðu,“ segir Rósa Hrund Kristjánsdóttir hönnunarstjóri Hvíta hússins þegar hún rifjar upp aðdraganda þess að auglýsingaherferðin Það má ekkert lengur var búin til. 20. mars 2023 07:01 „Neytendur eru hvergi jafn ánægðir og þegar þeir kaupa bensín hjá Costco“ Það hefur mikið vatn runnið til sjávar frá því að Ánægjuvogin var fyrst mæld og afhent á Íslandi fyrir 24 árum síðan. Mun meira er gert úr mælingunum þar sem áður var aðeins mælt fyrir ánægju viðskiptavina á tveimur til fjórum mörkuðum. Í dag er mælt á fjórtán mörkuðum og því mun fleiri fyrirtæki undir. 15. febrúar 2023 07:00 Oft snúast kaup á vöru frekar um öryggistilfinningu en lægsta verðið „Mikilvægasta hlutverk vörumerkis er að fólk taki eftir því og muni eftir því. Það þýðir að vinnan við að byggja upp vörumerki þarf að vera löngu hafin áður en hin árlega auglýsingasturlun hefst í kringum jólin og allt það áreiti sem því fylgir,“ segir Kári Sævarsson, stofnandi TVIST auglýsingastofu um þær áherslur sem þurfa að vera hjá söluaðilum sem nú eru í óða önn að setja sig í stellingar til að selja sem mest fyrir jólin. 16. nóvember 2022 07:01 „Þarna erum við með risastóran hóp sem hefur bara gleymst að tala við“ Fyrirtæki og stofnanir eru að gleyma að tala við fjölmennan hóp Íslendinga. 18. mars 2022 07:00 Gögn oft leiðin til að slá í gegn hjá neytendum Nýlega sló auglýsingaherferð Íslandsstofu rækilega í gegn á Facebook. En hvað er það nýjasta nýtt í auglýsinga- og markaðsmálunum á Íslandi og hverjar eru helstu áskoranirnar? 24. nóvember 2021 07:01 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Þar sem Klara tók fyrir að rannsaka í hvaða tilgangi fólk notar TikTok. Að sögn Klöru er rannsóknin sú fyrsta sinnar tegundar á heimsvísu. Því þar er sérstaklega rýnt í það hverju fólk er að leitast eftir þegar það notar TikTok. „Það sem kom mér mest á óvart er í rauninni hversu eldri hóparnir eru í raun stórir á TikTok því notendahópurinn er langt frá því að vera einungis 15 ára krakkar að búa til einhver myndbönd eða fyndin myndbönd,“ segir Klara og bætir við: Það merkilega er að á TikTok er líka mjög stór hópur sem er að nota þennan samfélagsmiðil í fræðsluskyni, ekki aðeins sér til skemmtunar. Sjálf spái ég því að TikTok geti orðið stærsti fræðslusamfélagsmiðillinn í framtíðinni.“ Ekki bara unglingar og dansvideó Klara segir að vissulega sé yngsti notendahópurinn fjölmennastur á TikTok en 67% ungmenna á aldrinum 13-17 ára nota TikTok. „Ég er sjálf korter í fertugt og tilheyri aldamótakynslóðinni en ríflega 21% þess aldurshóps er á TikTok. X-kynslóðin, sem er næsta kynslóð á eftir og fædd tímabilið 1966-1981 er að mælast um 19% notenda sem er líka nokkuð fjölmennur hópur,“ segir Klara. Hún segir þó eðlilegt að mörgu leyti að fólk telji aðeins unglinga vera að nota TikTok. „Það er vegna þess að þau eru dugleg að búa til myndbönd og efni til að birta. Á meðan eldri hóparnir eru að horfa á og fylgjast með, en birta lítið sem ekkert eða kommenta,“ segir Klara. „Það sem er hins vegar svo áhugavert er að sjá hversu mikið fólk er að leita sér af fræðsluefni. Margir nota TikTok til að finna uppskriftir, fá meðmæli með bókum og ýmislegt annað efni. Þá sýndu niðurstöður að TikTok hefur mikil áhrif á kauphegðun notenda.“ Hvernig þá? Notendur TikTok eru mjög líklegir til að kaupa vöru eða þjónustu ef fólk upplifir efni því tengt sem jákvæða upplifun á TikTok. Það sama gildir um neikvæða upplifun. Þá er fólk líklegt til að kaupa ekki vöruna eða þjónustuna og þessi tengsl á milli efnis og kauphegðunar virðist vera meiri og sterkari hjá notendum TikTok í samanburði við aðra samfélagsmiðla.“ Klara segir þó alla notendur TikTok eiga það sameiginlegt að vera að nota samfélagsmiðilinn í skemmtanaskyni. „En þriðjungur aðspurðra segist nota miðilinn í fræðsluskyni.“ Þá segir Klara niðurstöður sýna að konur eru fjölmennari hópar en karlar og kynsegin notendur. Húsasmiðjan, Krónan og Domino‘s oftast nefnd Eitt af því sem Klara rannsakaði sérstaklega var sýnileiki íslenskra fyrirtækja á TikTok. „Aðeins 123 fyrirtæki eða vörumerki voru nefnd sem er afar lítið miðað við heildina. Þau fyrirtæki sem oftast voru nefnd voru Húsasmiðjan, Domino‘s og Krónan.“ Í samanburði við aðra samfélagsmiðla er áhugavert að velta fyrir sér hvernig TikTok er að skapa sér öðruvísi sess meðal notenda í samanburði við aðra samfélagsmiðla. „Við notum Facebook sérstaklega sem samskiptamiðil og þá Messenger mest eða til að fylgjast með hópum sem við erum í. Almennt hefur Facebook hins vegar verið að þróast meira í að vera tilkynningamiðill, á meðan Messenger er samskiptaleiðin,“ segir Klara. Hún segir Instagram og Snapchat ekki heldur vera samfélagsmiðla sem fólk er að nota í fræðsluskyni, til viðbótar við skemmtanagildið. Að þessu leytinu til virðist TikTok því vera að skapa sér sérstöðu. „Það væri einna helst YouTube sem kæmist nálægt því að hafa þetta fræðslugildi fyrir notendur.“ Í ljósi niðurstaða, hvaða ráð myndir þú gefa fyrirtækjum sem vilja skoða TikTok sem auglýsingamiðil? „Ég sé mikil tækifæri í TikTok sem fræðslumiðil. Þar sem efni er kannski að sýna vöru eða þjónustu en með nýrri nálgun. Ég nefni sem dæmi vöru þar sem notendum er sýnt svolítið á bakvið tjöldin hvernig hún verður til, eða hreinlega vidjó af því þegar hún er keyrð út og svo framvegis. Eitthvað sem getur verið í senn fræðsla en líka skemmtilegt efni,“ segir Klara. Því þarna er notendahópur sem er ekki aðeins að skoða efni til að sjá eitthvað fyndið. Misskilningurinn liggur síðan líka í því að auglýsendur telji aðeins unglinga og ungt fólk vera að nota TikTok. Eldri notendur eru einfaldlega frekar ósýnilegir þarna, en eru augljóslega að fylgjast með.“ Ert þú að nýta þér TikTok sem auglýsingamiðil? „Ég er að undirbúa það en var í rauninni að bíða svolítið eftir niðurstöðunum sjálf. Markmiðið er að nálgunin á TikTok verði þá í samræmi við það sem niðurstöður rannsóknarinnar sýna.“
Tækni Góðu ráðin Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir „Við vorum alveg skíthrædd fyrst og hugsuðum bara með okkur Úff!“ „Við vorum alveg skíthrædd fyrst og hugsuðum bara með okkur Úff! Spurðum þau hjá VIRK hvort þau væru viss um að þau vildu blanda sér í þessa umræðu,“ segir Rósa Hrund Kristjánsdóttir hönnunarstjóri Hvíta hússins þegar hún rifjar upp aðdraganda þess að auglýsingaherferðin Það má ekkert lengur var búin til. 20. mars 2023 07:01 „Neytendur eru hvergi jafn ánægðir og þegar þeir kaupa bensín hjá Costco“ Það hefur mikið vatn runnið til sjávar frá því að Ánægjuvogin var fyrst mæld og afhent á Íslandi fyrir 24 árum síðan. Mun meira er gert úr mælingunum þar sem áður var aðeins mælt fyrir ánægju viðskiptavina á tveimur til fjórum mörkuðum. Í dag er mælt á fjórtán mörkuðum og því mun fleiri fyrirtæki undir. 15. febrúar 2023 07:00 Oft snúast kaup á vöru frekar um öryggistilfinningu en lægsta verðið „Mikilvægasta hlutverk vörumerkis er að fólk taki eftir því og muni eftir því. Það þýðir að vinnan við að byggja upp vörumerki þarf að vera löngu hafin áður en hin árlega auglýsingasturlun hefst í kringum jólin og allt það áreiti sem því fylgir,“ segir Kári Sævarsson, stofnandi TVIST auglýsingastofu um þær áherslur sem þurfa að vera hjá söluaðilum sem nú eru í óða önn að setja sig í stellingar til að selja sem mest fyrir jólin. 16. nóvember 2022 07:01 „Þarna erum við með risastóran hóp sem hefur bara gleymst að tala við“ Fyrirtæki og stofnanir eru að gleyma að tala við fjölmennan hóp Íslendinga. 18. mars 2022 07:00 Gögn oft leiðin til að slá í gegn hjá neytendum Nýlega sló auglýsingaherferð Íslandsstofu rækilega í gegn á Facebook. En hvað er það nýjasta nýtt í auglýsinga- og markaðsmálunum á Íslandi og hverjar eru helstu áskoranirnar? 24. nóvember 2021 07:01 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
„Við vorum alveg skíthrædd fyrst og hugsuðum bara með okkur Úff!“ „Við vorum alveg skíthrædd fyrst og hugsuðum bara með okkur Úff! Spurðum þau hjá VIRK hvort þau væru viss um að þau vildu blanda sér í þessa umræðu,“ segir Rósa Hrund Kristjánsdóttir hönnunarstjóri Hvíta hússins þegar hún rifjar upp aðdraganda þess að auglýsingaherferðin Það má ekkert lengur var búin til. 20. mars 2023 07:01
„Neytendur eru hvergi jafn ánægðir og þegar þeir kaupa bensín hjá Costco“ Það hefur mikið vatn runnið til sjávar frá því að Ánægjuvogin var fyrst mæld og afhent á Íslandi fyrir 24 árum síðan. Mun meira er gert úr mælingunum þar sem áður var aðeins mælt fyrir ánægju viðskiptavina á tveimur til fjórum mörkuðum. Í dag er mælt á fjórtán mörkuðum og því mun fleiri fyrirtæki undir. 15. febrúar 2023 07:00
Oft snúast kaup á vöru frekar um öryggistilfinningu en lægsta verðið „Mikilvægasta hlutverk vörumerkis er að fólk taki eftir því og muni eftir því. Það þýðir að vinnan við að byggja upp vörumerki þarf að vera löngu hafin áður en hin árlega auglýsingasturlun hefst í kringum jólin og allt það áreiti sem því fylgir,“ segir Kári Sævarsson, stofnandi TVIST auglýsingastofu um þær áherslur sem þurfa að vera hjá söluaðilum sem nú eru í óða önn að setja sig í stellingar til að selja sem mest fyrir jólin. 16. nóvember 2022 07:01
„Þarna erum við með risastóran hóp sem hefur bara gleymst að tala við“ Fyrirtæki og stofnanir eru að gleyma að tala við fjölmennan hóp Íslendinga. 18. mars 2022 07:00
Gögn oft leiðin til að slá í gegn hjá neytendum Nýlega sló auglýsingaherferð Íslandsstofu rækilega í gegn á Facebook. En hvað er það nýjasta nýtt í auglýsinga- og markaðsmálunum á Íslandi og hverjar eru helstu áskoranirnar? 24. nóvember 2021 07:01