Foreldrar skulu gera ráðstafanir Margrét Björk Jónsdóttir og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 4. júní 2023 19:30 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB segir stöðuna einfalda: Fólkið þeirra krefjist sömu launa fyrir sömu vinnu og í öðrum sveitarfélögum. Vísir/Vilhelm Freyja Steingrímsdóttir samskiptastjóri BSRB segir lítið hafi breyst í kjaraviðræðum Sambands íslenskra sveitarfélaga og BSRB. Enn er fundað í karphúsinu en allsherjarverkfall hefst að óbreyttu á morgun. Foreldrar leikskólabarna ættu að gera ráðstafanir og gera ráð fyrir að til verkfalla komi á morgun hjá félagsmönnum. Um er að ræða verkfall sem nær yfir 2500 manns í 29 sveitafélögum. Starfsmenn 150 vinnustaða, þar af sjötíu leikskóla auk sundlauga og bæjarskrifstofa, munu þá leggja niður störf. Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu BSRB. Rætt var við samningsaðila í kvöldfréttum Stöðvar 2, áður en þær gengu til fundar í dag: „Við erum komin til að reyna að ná sátt og til að semja,“ segir Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands sveitarfélaga. „Við byrjum alla daga bjartsýn og jákvæð.“ Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir stöðuna einfalda: Fólkið þeirra krefjist sömu launa fyrir sömu vinnu og í öðrum sveitarfélögum. „Miðað við þær vendingar sem hafa verið á síðustu dögum þá er það í raun það atriði sem stendur út af. Fólkið okkar hefur sagt mjög skýrt að það ætlar ekki að vera á lægri launum en fólk sem starfar þeim við hlið á ársgrundvelli,“ segir hún. Hvernig metur þú stöðuna. Stefnir í allsherjarverkfall? „Það er erfitt að segja til um það. Ef það kemur einhver afstöðubreyting frá sambandinu núna þá getum við gengið hratt og vel frá þessu,“ sagði Sonja Ýr í dag. Staðan nú í kvöld er hins vegar mjög viðkvæm, að sögn samskiptastjóra. Strandaði á kröfum um afturvirkni Inga Rún hjá Sambandi sveitarfélaga segir að skoðað hafi verið hækka lægstu laun verulega. „Samningstilboðið sem liggur á borðinu gefur öllum verulegar góðar hækkanir. Þetta er besti samningur sem hefur verið í boði á opinberum vinnumarkaði í þessum kjaraviðræðum. Þannig við teljum okkur vera að bjóða gríðarlega vel,“ segir Inga. Fyrir helgi sagði hún að viðræðurnar strönduðu á kröfu BSRB um afturvirkni. Hún segir að ekki verði orðið við þeim kröfum. „Við höfum hafnað því, því þarna er að ræða kjarasamning sem er að fullu efndur og útrunninn.“ Sonja segir hinsvegar að ekki sé verið að horfa til afturvirkni í lengri tíma heldur til þess að félagsfólk þeirra sé gríðarlega ósátt við að búa ekki við sömu kjör á ársgrundvelli og fólkið sem starfar þeim við hlið. „Í dag er það raunverulega þetta verkefni, að fólk verði ekki lengur óánægt. Þau eru sár og reið yfir því að þurfa að leggja niður störf til að knýja fram þessa kröfu um sömu laun fyrir sömu störf. Stóra verkefnið er að finna sáttina.“ Það er ljóst að mikið er undir og áhrif allsherjarverkfalls sem hefst að óbreyttu á morgun verða gífurleg. Inga segir yfirvofandi verkfall án vafa hafa áhrif á fundarhöld dagsins. „Já ég held að það hljóti að gera það og við tökum þetta öll mjög alvarlega. Ég efast ekki um það,“ segir Inga. Kjaramál Vinnumarkaður Rekstur hins opinbera Kjaraviðræður 2022-23 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Foreldrar leikskólabarna ættu að gera ráðstafanir og gera ráð fyrir að til verkfalla komi á morgun hjá félagsmönnum. Um er að ræða verkfall sem nær yfir 2500 manns í 29 sveitafélögum. Starfsmenn 150 vinnustaða, þar af sjötíu leikskóla auk sundlauga og bæjarskrifstofa, munu þá leggja niður störf. Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu BSRB. Rætt var við samningsaðila í kvöldfréttum Stöðvar 2, áður en þær gengu til fundar í dag: „Við erum komin til að reyna að ná sátt og til að semja,“ segir Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands sveitarfélaga. „Við byrjum alla daga bjartsýn og jákvæð.“ Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir stöðuna einfalda: Fólkið þeirra krefjist sömu launa fyrir sömu vinnu og í öðrum sveitarfélögum. „Miðað við þær vendingar sem hafa verið á síðustu dögum þá er það í raun það atriði sem stendur út af. Fólkið okkar hefur sagt mjög skýrt að það ætlar ekki að vera á lægri launum en fólk sem starfar þeim við hlið á ársgrundvelli,“ segir hún. Hvernig metur þú stöðuna. Stefnir í allsherjarverkfall? „Það er erfitt að segja til um það. Ef það kemur einhver afstöðubreyting frá sambandinu núna þá getum við gengið hratt og vel frá þessu,“ sagði Sonja Ýr í dag. Staðan nú í kvöld er hins vegar mjög viðkvæm, að sögn samskiptastjóra. Strandaði á kröfum um afturvirkni Inga Rún hjá Sambandi sveitarfélaga segir að skoðað hafi verið hækka lægstu laun verulega. „Samningstilboðið sem liggur á borðinu gefur öllum verulegar góðar hækkanir. Þetta er besti samningur sem hefur verið í boði á opinberum vinnumarkaði í þessum kjaraviðræðum. Þannig við teljum okkur vera að bjóða gríðarlega vel,“ segir Inga. Fyrir helgi sagði hún að viðræðurnar strönduðu á kröfu BSRB um afturvirkni. Hún segir að ekki verði orðið við þeim kröfum. „Við höfum hafnað því, því þarna er að ræða kjarasamning sem er að fullu efndur og útrunninn.“ Sonja segir hinsvegar að ekki sé verið að horfa til afturvirkni í lengri tíma heldur til þess að félagsfólk þeirra sé gríðarlega ósátt við að búa ekki við sömu kjör á ársgrundvelli og fólkið sem starfar þeim við hlið. „Í dag er það raunverulega þetta verkefni, að fólk verði ekki lengur óánægt. Þau eru sár og reið yfir því að þurfa að leggja niður störf til að knýja fram þessa kröfu um sömu laun fyrir sömu störf. Stóra verkefnið er að finna sáttina.“ Það er ljóst að mikið er undir og áhrif allsherjarverkfalls sem hefst að óbreyttu á morgun verða gífurleg. Inga segir yfirvofandi verkfall án vafa hafa áhrif á fundarhöld dagsins. „Já ég held að það hljóti að gera það og við tökum þetta öll mjög alvarlega. Ég efast ekki um það,“ segir Inga.
Kjaramál Vinnumarkaður Rekstur hins opinbera Kjaraviðræður 2022-23 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira