„Þú mátt aldrei panika, þá ferðu að hugsa vitlaust“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 3. júní 2023 20:01 Gylfi Dagur og Eva stóðu sig eins og hetjur í prófi í blindri reykköfun og stóðust prófið með prýði. Þau dreymir um að starfa í slökkviliðinu og ef allt gengur að óskum hefja þau störf í sumar. Vísir/Arnar Blind reykköfun, vatnssöfnun og ákvarðanataka undir gífurlegu álagi er meðal þess sem nemar í slökkviliðsfræðum voru prófaðir í þegar lokapróf í greininni fóru fram í gær. Nemendurnir segja úthaldið og baráttu við hausinn það erfiðasta. Margir vegfarendur ráku upp stór augu þegar þeir urðu varir við mikinn viðbúnað og fjölda slökkviliðsbíla við Laugaveg í gærmorgun. Þó var engin hætta á ferðum heldur var um að ræða lokapróf í Slökkviliðsfræðum. „Við erum að klára hérna fjögurra vikna lotu þar sem við þjálfum nýja slökkviliðsmenn, áður en þeir koma til vinnu hjá okkur,“ segir Guðmundur Guðjónsson, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Við fylgdumst með Evu Eiríksdóttur og Gylfa Degi Leifsyni taka próf í blindri reykköfun, verkefni sem augljóslega reyndi mikið á bæði andlega og líkamlega líkt og sjá má í fréttinni hér að neðan. „Það gekk held ég bara ljómandi vel,“ segir Gylfi. „Hún var reykkafari eitt, svo hún stýrði leiðinni og ég var reykkafari tvö, þannig ég elti bara og reyndi að finna manneskju, eða dúkku. Ég dreg dúkkuna og Eva fylgir mér út. Hún þarf að vita rýmisgreindina og rata aftur til baka.“ Flautið sem heyrist í myndbandinu þýðir að súrefnið hjá reykköfurum er að klárast. Það þýðir að þeir þurfi að koma sér út eins og skot og meta hvort þau nái að koma manneskjunni, eða dúkkunni í þessu tilfelli, út með sér. „Við vorum langt inni og einmitt með dúkkur svo þetta var svolítið riský en þetta tókst. Það eru svona sex mínútur sem við höfum til að koma okkur út. Við eigum í rauninni aldrei að heyra flautið en þegar við heyrum það er það bara bara beinustu leið út,“ útskýrir Gylfi. Mikil barátta við hausinn Var aldrei spurning um að taka dúkkurnar með? „Það var spurning jú, en af því að ég náði að halda á þeim, þær voru ekki svo þungar, þá tókum við sénsinn. Það var alveg tæpt.“ Eva segir æfinguna hafa verið mjög skemmtilega en augljóslega krefjandi. Úthaldið sé það erfiðasta. Gylfi tekur undir það og bætir við að þessu fylgi „mikil barátta við hausinn“ og á þar við margar ákvarðanir sem þarf að taka undir álagi. Þú mátt ekki missa haus og verður að halda ró þinni. Aldrei panika, þá ferðu að hugsa vitlaust. Aðspurð um hvað það sé sem heilli þau við slökkviliðsstarfið segir Eva að hún hafi bæði unnið á spítala og í björgunarsveit og slökkviliðsstarfið sé góð blanda af þessu tvennu. „Og bara hraðinn, það er alltaf eitthvað nýtt. Það kemur bara útkall og þú veist ekki hvað þú ert að fara í.“ Gylfi segir blátt áfram: „Ég bara elska aksjón, mikið að gera og gaman.“ Nemendur í slökkviliðsfræðum þreyttu fjölbreytt lokapróf í gær.Vísir/Arnar Erfitt og krefjandi starf en mjög gefandi Guðmundur varðstjóri segir slökkviliðsmenn þurfa að vera gæddir fjölbreyttum eiginleikum. „Það eru náttúrulega líkamlegar kröfur, þú þarft að vera í ágætu formi. En síðan er það ekki síður mikilvægt að búa yfir andlegum styrk og yfirvegun. Það skiptir miklu máli að geta hugsað rökrétt undir álagi. Það er eitt af því sem við látum reyna mikið á í þjálfun, að þau séu að taka réttar ákvarðanir.“ Guðmundur Guðjónsson varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins hefur verið í Slökkviliðinu í tæp þrjátíu ár.Vísir/Arnar Sjálfur hefur Guðmundur verið í slökkviliðinu í tæp 30 ár. Hann segir vinnufélagana það besta við starfið auk þess að láta gott af sér leiða. Hann hvetur áhugasama til að sækja um. „Starfið er erfitt og krefjandi en það er mjög gefandi. Þess vegna er ég ennþá hér eftir tæp 30 ár.“ Slökkvilið Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Sjá meira
Margir vegfarendur ráku upp stór augu þegar þeir urðu varir við mikinn viðbúnað og fjölda slökkviliðsbíla við Laugaveg í gærmorgun. Þó var engin hætta á ferðum heldur var um að ræða lokapróf í Slökkviliðsfræðum. „Við erum að klára hérna fjögurra vikna lotu þar sem við þjálfum nýja slökkviliðsmenn, áður en þeir koma til vinnu hjá okkur,“ segir Guðmundur Guðjónsson, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Við fylgdumst með Evu Eiríksdóttur og Gylfa Degi Leifsyni taka próf í blindri reykköfun, verkefni sem augljóslega reyndi mikið á bæði andlega og líkamlega líkt og sjá má í fréttinni hér að neðan. „Það gekk held ég bara ljómandi vel,“ segir Gylfi. „Hún var reykkafari eitt, svo hún stýrði leiðinni og ég var reykkafari tvö, þannig ég elti bara og reyndi að finna manneskju, eða dúkku. Ég dreg dúkkuna og Eva fylgir mér út. Hún þarf að vita rýmisgreindina og rata aftur til baka.“ Flautið sem heyrist í myndbandinu þýðir að súrefnið hjá reykköfurum er að klárast. Það þýðir að þeir þurfi að koma sér út eins og skot og meta hvort þau nái að koma manneskjunni, eða dúkkunni í þessu tilfelli, út með sér. „Við vorum langt inni og einmitt með dúkkur svo þetta var svolítið riský en þetta tókst. Það eru svona sex mínútur sem við höfum til að koma okkur út. Við eigum í rauninni aldrei að heyra flautið en þegar við heyrum það er það bara bara beinustu leið út,“ útskýrir Gylfi. Mikil barátta við hausinn Var aldrei spurning um að taka dúkkurnar með? „Það var spurning jú, en af því að ég náði að halda á þeim, þær voru ekki svo þungar, þá tókum við sénsinn. Það var alveg tæpt.“ Eva segir æfinguna hafa verið mjög skemmtilega en augljóslega krefjandi. Úthaldið sé það erfiðasta. Gylfi tekur undir það og bætir við að þessu fylgi „mikil barátta við hausinn“ og á þar við margar ákvarðanir sem þarf að taka undir álagi. Þú mátt ekki missa haus og verður að halda ró þinni. Aldrei panika, þá ferðu að hugsa vitlaust. Aðspurð um hvað það sé sem heilli þau við slökkviliðsstarfið segir Eva að hún hafi bæði unnið á spítala og í björgunarsveit og slökkviliðsstarfið sé góð blanda af þessu tvennu. „Og bara hraðinn, það er alltaf eitthvað nýtt. Það kemur bara útkall og þú veist ekki hvað þú ert að fara í.“ Gylfi segir blátt áfram: „Ég bara elska aksjón, mikið að gera og gaman.“ Nemendur í slökkviliðsfræðum þreyttu fjölbreytt lokapróf í gær.Vísir/Arnar Erfitt og krefjandi starf en mjög gefandi Guðmundur varðstjóri segir slökkviliðsmenn þurfa að vera gæddir fjölbreyttum eiginleikum. „Það eru náttúrulega líkamlegar kröfur, þú þarft að vera í ágætu formi. En síðan er það ekki síður mikilvægt að búa yfir andlegum styrk og yfirvegun. Það skiptir miklu máli að geta hugsað rökrétt undir álagi. Það er eitt af því sem við látum reyna mikið á í þjálfun, að þau séu að taka réttar ákvarðanir.“ Guðmundur Guðjónsson varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins hefur verið í Slökkviliðinu í tæp þrjátíu ár.Vísir/Arnar Sjálfur hefur Guðmundur verið í slökkviliðinu í tæp 30 ár. Hann segir vinnufélagana það besta við starfið auk þess að láta gott af sér leiða. Hann hvetur áhugasama til að sækja um. „Starfið er erfitt og krefjandi en það er mjög gefandi. Þess vegna er ég ennþá hér eftir tæp 30 ár.“
Slökkvilið Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Sjá meira