Freyr djúpt snortinn: „Höfum lagt allt í þessa vegferð“ Aron Guðmundsson skrifar 3. júní 2023 17:38 Freyr tolleraður af leikmönnum Lyngby eftir leik dagsins Vísir/Getty Freyr Alexandersson, þjálfari danska úrvalsdeildarfélagsins Lyngby í knattspyrnu, segist eiga erfitt með að lýsa kraftaverki dagsins þegar að Lyngby hélt sæti sínu í deild þeirra bestu í Danmörku. Lyngby heldur sæti sínu í dönsku úrvalsdeildinni eftir fádæma dramatík í lokaumferðinni. Fyrir lokaumferðina var spennan gríðarleg. Álaborg, Lyngby og Horsens voru öll með 28 stig en tvö lið falla niður í næst efstu deild. Álaborg var með bestu markatöluna en Lyngby og Horsens voru í fallsætunum. Lyngby þurfti að treysta á að Silkeborg myndi vinna Álaborg og um leið þurfti Lyngby að ná hið minnsta í jafntefli við Horsens. Svo varð raunin. Lyngby gerði markalaust jafntefli við Horsens á meðan að Alexander Lind skoraði sigurmark Silkeborg gegn Álaborg. Horsens og Álaborg falla því niður í næst efstu deild. „Ég spurði um tíu mismunandi einstaklinga að því hvort Silkeborg hefði í raun og veru náð að koma inn marki. Ég trúði því ekki til að byrja með,“ sagði Freyr í samtali við Bold.dk eftir kraftaverkið mikla. Tilfinningarnar hafi síðan tekið yfir í leikslok. „Þegar að leikurinn hér var flautaður af var nú þegar búið að flauta til leiksloka í Álaborg og við vissum hver staðan var. Ég varð djúpt snortinn á þessari stundu vegna þess að við höfum lagt allt í þessa vegferð, líkamlega og andlega. Fólk hefur lagt á sig alls konar fórnir fyrir þetta.“ Árangur íslenska landsliðsins á EM 2016 í knattspyrnu sé það eina til þessa sem hafi vakið uppi hjá honum álíka tilfinningar og hann fann fyrir í dag. „Þetta er einstakt og skiptir mig ótrúlega miklu máli. Ég á erfitt með að lýsa þessu. Þetta er svo stór stund og ég er ótrúlega ánægður fyrir hönd allra í Lyngby.“ ET HISTORISK ØJEBLIK #SammenForLyngby pic.twitter.com/YzlFAuQJBt— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) June 3, 2023 Danski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Fótbolti „Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Fótbolti Fleiri fréttir Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ Ísland í riðli með Frökkum og Maríu Ragnar ráðinn til AGF „Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Íslensku stelpurnar gætu lent í riðli með heimsmeisturunum Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni „Langar að svara fyrir okkur“ Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Atlético Madríd stal sigrinum í París Vandræði Madríd halda áfram Börsungar á bleiku skýi í Belgrað Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Glórulaus Mings kostaði Villa „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Inter áfram eftir þrjú mörk á ellefu mínútum í framlengingu Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Svona var blaðamannafundur Víkings Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út Sjáðu þrennurnar hjá Díaz og Gyökeres og öll mörkin úr Meistaradeildinni Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Lyngby heldur sæti sínu í dönsku úrvalsdeildinni eftir fádæma dramatík í lokaumferðinni. Fyrir lokaumferðina var spennan gríðarleg. Álaborg, Lyngby og Horsens voru öll með 28 stig en tvö lið falla niður í næst efstu deild. Álaborg var með bestu markatöluna en Lyngby og Horsens voru í fallsætunum. Lyngby þurfti að treysta á að Silkeborg myndi vinna Álaborg og um leið þurfti Lyngby að ná hið minnsta í jafntefli við Horsens. Svo varð raunin. Lyngby gerði markalaust jafntefli við Horsens á meðan að Alexander Lind skoraði sigurmark Silkeborg gegn Álaborg. Horsens og Álaborg falla því niður í næst efstu deild. „Ég spurði um tíu mismunandi einstaklinga að því hvort Silkeborg hefði í raun og veru náð að koma inn marki. Ég trúði því ekki til að byrja með,“ sagði Freyr í samtali við Bold.dk eftir kraftaverkið mikla. Tilfinningarnar hafi síðan tekið yfir í leikslok. „Þegar að leikurinn hér var flautaður af var nú þegar búið að flauta til leiksloka í Álaborg og við vissum hver staðan var. Ég varð djúpt snortinn á þessari stundu vegna þess að við höfum lagt allt í þessa vegferð, líkamlega og andlega. Fólk hefur lagt á sig alls konar fórnir fyrir þetta.“ Árangur íslenska landsliðsins á EM 2016 í knattspyrnu sé það eina til þessa sem hafi vakið uppi hjá honum álíka tilfinningar og hann fann fyrir í dag. „Þetta er einstakt og skiptir mig ótrúlega miklu máli. Ég á erfitt með að lýsa þessu. Þetta er svo stór stund og ég er ótrúlega ánægður fyrir hönd allra í Lyngby.“ ET HISTORISK ØJEBLIK #SammenForLyngby pic.twitter.com/YzlFAuQJBt— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) June 3, 2023
Danski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Fótbolti „Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Fótbolti Fleiri fréttir Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ Ísland í riðli með Frökkum og Maríu Ragnar ráðinn til AGF „Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Íslensku stelpurnar gætu lent í riðli með heimsmeisturunum Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni „Langar að svara fyrir okkur“ Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Atlético Madríd stal sigrinum í París Vandræði Madríd halda áfram Börsungar á bleiku skýi í Belgrað Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Glórulaus Mings kostaði Villa „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Inter áfram eftir þrjú mörk á ellefu mínútum í framlengingu Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Svona var blaðamannafundur Víkings Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út Sjáðu þrennurnar hjá Díaz og Gyökeres og öll mörkin úr Meistaradeildinni Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti