Selma Sól hóf leikinn á varamannabekknum en Rosenborg var fyrir leikinn í öðru sæti og Brann í því fjórða.
Hvorugu liðinu tókst að skora í fyrri hálfleik og á 62. mínútu kom Selma Sól Magnúsdóttir inn af bekknum. Þá var eins og lið Rosenborg hefði fengið kraftinn sem það þurfti. Liðið komst í 1-0 tveimur mínútum síðar þegar Emelie Marie Joramo skoraði. Synne Skinnes Hansen bætti öðru marki við á 66. mínútu, tvö mörk á þremur mínútum hjá Rosenborg.
2-0 urðu lokatölur leiksins og Rosenborg enn í öðru sæti deildarinnar en Vålerenga, lið Ingibjargar Sigurðardóttur, er í efsta sætinu.