Skynsamlegt fyrir stuðningsmenn hvalveiða að sýna meiri auðmýkt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. júní 2023 12:06 Andrés Jónsson almannatengill. Vísir/Vilhelm Almannatengill telur að hvalveiðar séu að verða pólitískara mál en áður og segir að fyrir nokkrum áratugum hefði þótt óhugsandi að meirihluti þjóðarinnar væri andvígur hvalveiðum. Ný könnun Maskínu bendir þó einmitt til þess að sú sé raunin. Hann telur að þeir sem stundi og styðji veiðarnar ættu að sýna andstæðingum veiðanna meiri auðmýkt. Samkvæmt könnun Maskínu um afstöðu þjóðarinnar til hvalveiða eru 51 prósent andvíg veiðunum, en könnunin var gerð í síðasta mánuði. Í mars 2019 var hlutfall andvígra nokkuð lægra, eða 42 prósent. Svarendur voru þúsund talsins. Andrés Jónsson almannatengill segir ljóst að andstaða við hvalveiðar fari vaxandi, óháð vísindalegum rökum að baki veiðunum. „Ef við horfum aftar en fjögur ár, kannski 20 til 40 ár, þá var það hugmynd sem hefði þótt nánast óhugsandi,“ segir Andrés. Sjá megi á neyslumynstri fólks að viðhorf til landbúnaðar og veiða sé að breytast. Sterkar skoðanir sé þó að finna beggja megin borðsins. „Þetta eru harðir andstæðingar og harðir stuðningsmenn, og svo hefur þetta aðeins verið fólk sem skiptist á milli þess að vera sammála síðasta ræðumanni. En ég held að massinn sé að færast og þessi könnun staðfestir það.“ Stuðningsmenn hvalveiða sýni auðmýkt Hvalveiðar séu að verða pólitískara mál en þær hafi verið hingað til. „Þannig að það megi alveg búast við því að þetta komi til tals í kosningum og einhverjir flokkar muni lofa því að veiða ekki hvali.“ Andrés bendir á að engin auðlindagjöld séu tekin af hvalveiðum, en sjá megi fyrir sér að sú spurning muni vakna hjá andstæðingum hvers vegna svo sé. Slíkt fyrirkomulag myndi þó ekki endilega mýkja hörðustu andstæðingana. „Ég held að það sé allavega skynsamlegt fyrir þá sem styðja eða stunda hvalveiðar að vera örlítið auðmjúkari og reyna að mæta þessum sjónarmiðum. Ég er ekki að segja að harðir andstæðingar hvalveiða séu komnir í algjöran meirihluta, en sympatía þjóðarinnar er að færast,“ segir Andrés. Yngra fólk í Reykjavík líklegast til að vera á móti Mestu andstöðuna við hvalveiðar er að finna í Reykjavík, eða rúm fimmtíu prósent, en minnst á Austurlandi, eða þrjátíu og átta prósent. Þá er yngra fólk almennt andvígara hvalveiðum en það eldra. Niðurstöður könnunarinnar leiða einnig í ljós að 54 prósent telja nú að hvalveiðar hafi neikvæð áhrif á ferðaþjónustu hér á landi, en það hlutfall stóð í 51 prósenti 2019. Hlutfall þeirra sem telja að hvalveiðar hafi jákvæð áhrif á ferðaþjónustuna stendur hins vegar í stað á tímabilinu, í átta prósentum. Í tengdum skjölum hér að neðan má nálgast niðurstöður könnunarinnar í heild sinni. Tengd skjöl Könnun_MaskínuPDF813KBSækja skjal Hvalveiðar Skoðanakannanir Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Samkvæmt könnun Maskínu um afstöðu þjóðarinnar til hvalveiða eru 51 prósent andvíg veiðunum, en könnunin var gerð í síðasta mánuði. Í mars 2019 var hlutfall andvígra nokkuð lægra, eða 42 prósent. Svarendur voru þúsund talsins. Andrés Jónsson almannatengill segir ljóst að andstaða við hvalveiðar fari vaxandi, óháð vísindalegum rökum að baki veiðunum. „Ef við horfum aftar en fjögur ár, kannski 20 til 40 ár, þá var það hugmynd sem hefði þótt nánast óhugsandi,“ segir Andrés. Sjá megi á neyslumynstri fólks að viðhorf til landbúnaðar og veiða sé að breytast. Sterkar skoðanir sé þó að finna beggja megin borðsins. „Þetta eru harðir andstæðingar og harðir stuðningsmenn, og svo hefur þetta aðeins verið fólk sem skiptist á milli þess að vera sammála síðasta ræðumanni. En ég held að massinn sé að færast og þessi könnun staðfestir það.“ Stuðningsmenn hvalveiða sýni auðmýkt Hvalveiðar séu að verða pólitískara mál en þær hafi verið hingað til. „Þannig að það megi alveg búast við því að þetta komi til tals í kosningum og einhverjir flokkar muni lofa því að veiða ekki hvali.“ Andrés bendir á að engin auðlindagjöld séu tekin af hvalveiðum, en sjá megi fyrir sér að sú spurning muni vakna hjá andstæðingum hvers vegna svo sé. Slíkt fyrirkomulag myndi þó ekki endilega mýkja hörðustu andstæðingana. „Ég held að það sé allavega skynsamlegt fyrir þá sem styðja eða stunda hvalveiðar að vera örlítið auðmjúkari og reyna að mæta þessum sjónarmiðum. Ég er ekki að segja að harðir andstæðingar hvalveiða séu komnir í algjöran meirihluta, en sympatía þjóðarinnar er að færast,“ segir Andrés. Yngra fólk í Reykjavík líklegast til að vera á móti Mestu andstöðuna við hvalveiðar er að finna í Reykjavík, eða rúm fimmtíu prósent, en minnst á Austurlandi, eða þrjátíu og átta prósent. Þá er yngra fólk almennt andvígara hvalveiðum en það eldra. Niðurstöður könnunarinnar leiða einnig í ljós að 54 prósent telja nú að hvalveiðar hafi neikvæð áhrif á ferðaþjónustu hér á landi, en það hlutfall stóð í 51 prósenti 2019. Hlutfall þeirra sem telja að hvalveiðar hafi jákvæð áhrif á ferðaþjónustuna stendur hins vegar í stað á tímabilinu, í átta prósentum. Í tengdum skjölum hér að neðan má nálgast niðurstöður könnunarinnar í heild sinni. Tengd skjöl Könnun_MaskínuPDF813KBSækja skjal
Hvalveiðar Skoðanakannanir Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira