Finnst frábært að nota sömu fötin aftur og aftur Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 3. júní 2023 11:31 Unnur Birna Backman er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Aðsend Leikkonan Unnur Birna Backman hefur farið í gegnum hin ýmsu tískutímabil. Í dag er hún dugleg að nota sömu fötin aftur og aftur og segir stílinn sinn hafa orðið lágstemmdari með tímanum. Unnur Birna er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Unnur Birna er þekkt fyrir einstakan fatastíl sinn. Hér er hún að útskrifast úr leiklist við LHÍ.Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Einfaldlega bara hvað smáatriðin geta látið manni líða vel. Tíska snýst ekki bara um föt heldur bara almennan blæ yfir hlutunum í kringum þig og tilfinninguna sem þeir gefa þér. Unnur segir að tískan snúist fyrst og fremst um tilfinninguna sem flíkurnar veita manni.Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Ef ég á að nefna einhverja eina flík þá er það Rick Owens úlpan mín eins og stendur en það breytist alveg. Svo fýla ég alltaf góðar hettupeysur og vönduð kósý föt til þess að nota heima og í ræktina. Það þarf að vera nóg af þeim. Rick Owens úlpan sem er uppáhalds flík Unnar um þessar mundir.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Ég veit nákvæmlega hvað ég vil en svo auðvitað fer það eftir kostnaði og hvað maður leyfir sér mikið. Ég skoða endalaust og elska það en er mjög ákveðin í því hvað mig langar í. Svo er ég aldrei lengi að vippa mér í föt á morgnana vegna þess ég vandaði valið. Solid tip! Unnur Birna veit nákvæmlega hvað hún vill þegar það kemur að tískunni.Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Klassískur, þægilegur, afslappaður, lágstemmdur og rómantískur. Gæði númer eitt, tvö og þrjú. Smáatriðin skipta máli. Smáatriðin skipta Unni Birnu máli. Hér klæðist hún Rick Owens skóm sem hún heldur mikið upp á.Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Algjörlega. Einu sinni hélt ég að það skipti mestu máli að hlaða sem mestu glingri og skrauti saman í eitt outfit. Maður vildi vera áberandi og ég sótti mikið í liti. Ég vann lengi í Spúútnik og öðrum fatabúðum sem unglingur og átti ótrúlegt magn af fötum sem ég hafði sankað að mér í einhverju kaupæði sem varði í svona fimm ár. Svo jafnast þetta auðvitað bara út og maður þroskast og stíllinn gerir það með manni. Áður fyrr keypti ég mér föt fyrir ákveðin tilefni og klæddist þeim kannski aldrei aftur. Í dag er ég alltaf að nota sömu fötin, sem mér finnst frábært. Ég er talsvert lágstemmdari í dag og mér finnst það fara mér betur. Unnur Birna er lágstemmdari í fatavali í dag en hún var áður og finnst henni það fara sér betur.Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Ég held að það sé bara samblanda margra þátta. Pabbi minn, Jón Axel, er myndlistamaður og ég hef orðið fyrir mjög miklum áhrifum af honum þegar kemur að fagurfræði þó að hann sé enginn tískudrottning. Svo auðvitað bara umhverfið, vinirnir og kærastinn. Unnur sækir meðal annars innblástur til föður síns sem er myndlistarmaður.Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Þetta snýst rosalega mikið um núans fyrir mig. Sameiningu margra atriða, hvernig fötunum er komið saman, ilmvatnið, skartið, neglurnar, hárið og bara allt heila klabbið. Smekkurinn þinn blæðir út í allt sem að umkringir þig. Öll erum við auðvitað með okkar eigin stíl sem er mjög mikilvægt. Á þeim nótum er að mínu mati ekki verkefni neins að „banna“ eitthvað eða „boða“ eitthvað og það fer iðulega í taugarnar á mér að lesa þannig pistla. Mér finnst þó alltaf leiðinlegt þegar fólk finnur sig knúið til að eyða of miklum peningum í einhver trend sem kannski eiga sér síðan enga fótfestu til lengdar. Ég upplifði það á þessum mótunarárum og endaði alltaf á að þurfa að losa mig við allt. Tískan snýst mikið um núans hjá Unni Birnu.Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Fyrstu almennilegu sparinærfötin mín. Það var ákveðið móment. Ég fékk nærbuxur og topp í stíl og þetta var bara eitthvað mjög skilgreinandi móment fyrir mig sem unga konu. Ég elska að vera í fínum nærfötum, það er sjúklega mikilvægt fyrir mig. Og sokkum. Unnur Birna elskar að klæðast fínum nærfötum og sokkum.Aðsend Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Mér finnst algjört grundvallaratriði að halda í einfaldleikann og leyfa fötunum að njóta sín. Það er mikilvægt að byggja góðan grunn í fataskápnum áður en maður fer að leika sér. Það þarf ekki alltaf fara hamförum að mínu mati, nema það sé innistæða fyrir því - og hver og einn þarf bara að meta það út af fyrir sig. Auðvitað elska ég fyrirferðamiklar flíkur og fallega liti en ég vel réttu mómentin. Svo auðvitað er þetta ekki svona alvarlegt, þetta eru bara föt! Það er samt ótrúlegt hvað þau geta gert margt fyrir mann. Shoutout á Kristjönu Sæunni, bestu vinkonu mína, fyrir að vera dripkóngurinn. Tískutal Tíska og hönnun Tengdar fréttir „Lífið er of stutt fyrir óþægileg föt“ Athafnakonan og áhrifavaldurinn Camilla Rut elskar tísku og segir mestu máli skipta að líða vel í flíkunum sem við klæðumst. Hún segir lífið einfaldlega of stutt fyrir óþægileg föt og er hætt að reyna að elta trend sem hún veit að eru ekki fyrir sig. Camilla Rut er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 27. maí 2023 11:30 Fór loksins að taka pláss: „Andstæðan við það sem feitum konum er sagt að gera“ „Fyrir nokkrum árum fór mér að vera alveg sama um þessar reglur og fór að klæða mig eins og ég raunverulega vil,“ segir þroskaþjálfinn Íris Svava Pálmadóttir, sem er jafnframt talskona jákvæðrar líkamsímyndar. Hún hélt lengi að hún þyrfti að fela sig með klæðaburði en með aldrinum fór hún að verða óhræddari við að fylgja sínu og skína skært. Íris Svava er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 20. maí 2023 11:31 „Í lok dags er fatnaður líka bara rassagardínur“ Dansarinn, fyrirsætan og lífskúnstnerinn Karítas Lotta býr yfir einstökum persónulegum stíl, leikur sér með hann og er óhrædd við að þróa hann. Lotta, eins og hún er gjarnan kölluð, er ekki hrifin af boðum og bönnum og segir það alls ekki sitt að dæma hvernig aðrir tjá sig í gegnum tískuna, þess þá heldur eigi að fagna fjölbreytileikanum. Lotta er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 13. maí 2023 11:31 Segir sjálfsöryggið smita út frá sér Fatahönnuðurinn Rubina Singh segir sjálfsöryggi og gleði vera það allra mikilvægasta þegar það kemur að tískunni. Rubina er alin upp á Akureyri en flutti í höfuðborgina fyrir nokkrum árum og segist hafa týnt sínum persónulega stíl um tíma, sem hún hefur þó blessunarlega endurheimt. Rubina er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 6. maí 2023 11:32 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Unnur Birna er þekkt fyrir einstakan fatastíl sinn. Hér er hún að útskrifast úr leiklist við LHÍ.Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Einfaldlega bara hvað smáatriðin geta látið manni líða vel. Tíska snýst ekki bara um föt heldur bara almennan blæ yfir hlutunum í kringum þig og tilfinninguna sem þeir gefa þér. Unnur segir að tískan snúist fyrst og fremst um tilfinninguna sem flíkurnar veita manni.Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Ef ég á að nefna einhverja eina flík þá er það Rick Owens úlpan mín eins og stendur en það breytist alveg. Svo fýla ég alltaf góðar hettupeysur og vönduð kósý föt til þess að nota heima og í ræktina. Það þarf að vera nóg af þeim. Rick Owens úlpan sem er uppáhalds flík Unnar um þessar mundir.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Ég veit nákvæmlega hvað ég vil en svo auðvitað fer það eftir kostnaði og hvað maður leyfir sér mikið. Ég skoða endalaust og elska það en er mjög ákveðin í því hvað mig langar í. Svo er ég aldrei lengi að vippa mér í föt á morgnana vegna þess ég vandaði valið. Solid tip! Unnur Birna veit nákvæmlega hvað hún vill þegar það kemur að tískunni.Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Klassískur, þægilegur, afslappaður, lágstemmdur og rómantískur. Gæði númer eitt, tvö og þrjú. Smáatriðin skipta máli. Smáatriðin skipta Unni Birnu máli. Hér klæðist hún Rick Owens skóm sem hún heldur mikið upp á.Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Algjörlega. Einu sinni hélt ég að það skipti mestu máli að hlaða sem mestu glingri og skrauti saman í eitt outfit. Maður vildi vera áberandi og ég sótti mikið í liti. Ég vann lengi í Spúútnik og öðrum fatabúðum sem unglingur og átti ótrúlegt magn af fötum sem ég hafði sankað að mér í einhverju kaupæði sem varði í svona fimm ár. Svo jafnast þetta auðvitað bara út og maður þroskast og stíllinn gerir það með manni. Áður fyrr keypti ég mér föt fyrir ákveðin tilefni og klæddist þeim kannski aldrei aftur. Í dag er ég alltaf að nota sömu fötin, sem mér finnst frábært. Ég er talsvert lágstemmdari í dag og mér finnst það fara mér betur. Unnur Birna er lágstemmdari í fatavali í dag en hún var áður og finnst henni það fara sér betur.Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Ég held að það sé bara samblanda margra þátta. Pabbi minn, Jón Axel, er myndlistamaður og ég hef orðið fyrir mjög miklum áhrifum af honum þegar kemur að fagurfræði þó að hann sé enginn tískudrottning. Svo auðvitað bara umhverfið, vinirnir og kærastinn. Unnur sækir meðal annars innblástur til föður síns sem er myndlistarmaður.Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Þetta snýst rosalega mikið um núans fyrir mig. Sameiningu margra atriða, hvernig fötunum er komið saman, ilmvatnið, skartið, neglurnar, hárið og bara allt heila klabbið. Smekkurinn þinn blæðir út í allt sem að umkringir þig. Öll erum við auðvitað með okkar eigin stíl sem er mjög mikilvægt. Á þeim nótum er að mínu mati ekki verkefni neins að „banna“ eitthvað eða „boða“ eitthvað og það fer iðulega í taugarnar á mér að lesa þannig pistla. Mér finnst þó alltaf leiðinlegt þegar fólk finnur sig knúið til að eyða of miklum peningum í einhver trend sem kannski eiga sér síðan enga fótfestu til lengdar. Ég upplifði það á þessum mótunarárum og endaði alltaf á að þurfa að losa mig við allt. Tískan snýst mikið um núans hjá Unni Birnu.Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Fyrstu almennilegu sparinærfötin mín. Það var ákveðið móment. Ég fékk nærbuxur og topp í stíl og þetta var bara eitthvað mjög skilgreinandi móment fyrir mig sem unga konu. Ég elska að vera í fínum nærfötum, það er sjúklega mikilvægt fyrir mig. Og sokkum. Unnur Birna elskar að klæðast fínum nærfötum og sokkum.Aðsend Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Mér finnst algjört grundvallaratriði að halda í einfaldleikann og leyfa fötunum að njóta sín. Það er mikilvægt að byggja góðan grunn í fataskápnum áður en maður fer að leika sér. Það þarf ekki alltaf fara hamförum að mínu mati, nema það sé innistæða fyrir því - og hver og einn þarf bara að meta það út af fyrir sig. Auðvitað elska ég fyrirferðamiklar flíkur og fallega liti en ég vel réttu mómentin. Svo auðvitað er þetta ekki svona alvarlegt, þetta eru bara föt! Það er samt ótrúlegt hvað þau geta gert margt fyrir mann. Shoutout á Kristjönu Sæunni, bestu vinkonu mína, fyrir að vera dripkóngurinn.
Tískutal Tíska og hönnun Tengdar fréttir „Lífið er of stutt fyrir óþægileg föt“ Athafnakonan og áhrifavaldurinn Camilla Rut elskar tísku og segir mestu máli skipta að líða vel í flíkunum sem við klæðumst. Hún segir lífið einfaldlega of stutt fyrir óþægileg föt og er hætt að reyna að elta trend sem hún veit að eru ekki fyrir sig. Camilla Rut er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 27. maí 2023 11:30 Fór loksins að taka pláss: „Andstæðan við það sem feitum konum er sagt að gera“ „Fyrir nokkrum árum fór mér að vera alveg sama um þessar reglur og fór að klæða mig eins og ég raunverulega vil,“ segir þroskaþjálfinn Íris Svava Pálmadóttir, sem er jafnframt talskona jákvæðrar líkamsímyndar. Hún hélt lengi að hún þyrfti að fela sig með klæðaburði en með aldrinum fór hún að verða óhræddari við að fylgja sínu og skína skært. Íris Svava er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 20. maí 2023 11:31 „Í lok dags er fatnaður líka bara rassagardínur“ Dansarinn, fyrirsætan og lífskúnstnerinn Karítas Lotta býr yfir einstökum persónulegum stíl, leikur sér með hann og er óhrædd við að þróa hann. Lotta, eins og hún er gjarnan kölluð, er ekki hrifin af boðum og bönnum og segir það alls ekki sitt að dæma hvernig aðrir tjá sig í gegnum tískuna, þess þá heldur eigi að fagna fjölbreytileikanum. Lotta er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 13. maí 2023 11:31 Segir sjálfsöryggið smita út frá sér Fatahönnuðurinn Rubina Singh segir sjálfsöryggi og gleði vera það allra mikilvægasta þegar það kemur að tískunni. Rubina er alin upp á Akureyri en flutti í höfuðborgina fyrir nokkrum árum og segist hafa týnt sínum persónulega stíl um tíma, sem hún hefur þó blessunarlega endurheimt. Rubina er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 6. maí 2023 11:32 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
„Lífið er of stutt fyrir óþægileg föt“ Athafnakonan og áhrifavaldurinn Camilla Rut elskar tísku og segir mestu máli skipta að líða vel í flíkunum sem við klæðumst. Hún segir lífið einfaldlega of stutt fyrir óþægileg föt og er hætt að reyna að elta trend sem hún veit að eru ekki fyrir sig. Camilla Rut er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 27. maí 2023 11:30
Fór loksins að taka pláss: „Andstæðan við það sem feitum konum er sagt að gera“ „Fyrir nokkrum árum fór mér að vera alveg sama um þessar reglur og fór að klæða mig eins og ég raunverulega vil,“ segir þroskaþjálfinn Íris Svava Pálmadóttir, sem er jafnframt talskona jákvæðrar líkamsímyndar. Hún hélt lengi að hún þyrfti að fela sig með klæðaburði en með aldrinum fór hún að verða óhræddari við að fylgja sínu og skína skært. Íris Svava er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 20. maí 2023 11:31
„Í lok dags er fatnaður líka bara rassagardínur“ Dansarinn, fyrirsætan og lífskúnstnerinn Karítas Lotta býr yfir einstökum persónulegum stíl, leikur sér með hann og er óhrædd við að þróa hann. Lotta, eins og hún er gjarnan kölluð, er ekki hrifin af boðum og bönnum og segir það alls ekki sitt að dæma hvernig aðrir tjá sig í gegnum tískuna, þess þá heldur eigi að fagna fjölbreytileikanum. Lotta er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 13. maí 2023 11:31
Segir sjálfsöryggið smita út frá sér Fatahönnuðurinn Rubina Singh segir sjálfsöryggi og gleði vera það allra mikilvægasta þegar það kemur að tískunni. Rubina er alin upp á Akureyri en flutti í höfuðborgina fyrir nokkrum árum og segist hafa týnt sínum persónulega stíl um tíma, sem hún hefur þó blessunarlega endurheimt. Rubina er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 6. maí 2023 11:32