Segir launahækkun æðstu embættismanna vera raunlaunalækkun Helena Rós Sturludóttir skrifar 30. maí 2023 19:48 Ráðherrar skilja gremju almennings vegna launahækkana æðstu embættismanna ríkisins en segja þær í samræmi við lög. Forseti Alþýðusambands Íslands segir engin lög yfir það hafin að ekki megi endurskoða þau. Nauðsynlegt sé að skoða ástandið í samfélaginu að hverju sinni. Launin hækka þann fyrsta júlí um 6 til 6,3 prósent samkvæmt fyrirkomulagi sem komið var á 2019 í kjölfar þess að umdeilt kjararáð var lagt niður. Sem dæmi hækka laun forsætisráðherra um 156 þúsund krónur, aðrir ráðherra fá um 141 þúsund króna hækkun og seðlabankastjóri um 130 þúsund króna hækkun. Hækkunin hefur verið harðlega gagnrýnd, þá sér í lagi vegna þess að ekkert þak er á henni líkt og samið var um hjá öðrum í haust þegar laun hækkuðu almennt ekki meira en um 66 þúsund krónur. Fjármálaráðherra segir um raunlaunalækkun að ræða. „Í ljósi verðbólgunnar er töluvert í að launin taki breytingum til samræmis við verðbólgu,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Flokkur fólksins hefur lagt fram þingsályktunartillögu um frestun launahækkana. Bjarni segir ríkisstjórnina geta ákveðið að fresta hækkunum en hafi fyrir því takmarkaðar heimildir. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir fyrirkomulaginu hafa verið breytt á sínum tíma í kjölfar þess að kjararáð var lagt niður. Fyrirkomulagið tryggi gagnsæi og fyrirsjáanleika og það tryggi að ríkisstjórnin sé aldrei leiðandi í launaþróun. Þar af leiðandi sé fyrirkomulagið mjög gott. „Gremja almennings er mjög skiljanleg og hún stafar af því að við erum að fást við verðbólgu, hér er hátt vaxtarstig og það er mikilvægasta verkefnið,“ segir Katrín aðspurð hvort hún skilji gremju almennings vegna hækkananna. „Jájá, ég skil það mjög vel og er með ágætis reynslu í að skilja það,“ segir Bjarni og Guðmundur Ingi Guðbrandsson vinnumarkaðsráðherra segist einnig skilja athugasemdirnar enda séu laun æðstu embætta ríkisins há. Finnbjörn A. Hermannsson, forseti Alþýðusambands Íslands, segir launahækkanir æðstu embættismanna ríkisins verða að taka mið af ástandi samfélagsins að hverju sinni. Engin lög séu hafin yfir endurskoðun. „Þau eru að bera saman prósentur á móti krónutölum hjá okkur og það er ekki sambærilegt,“ segir Finnbjörn. Alþýðusambandið hafi lagt til að ríkisstjórnin og aðrir fylgi krónutölu hækkunum líkt og aðrir gera. „Það er nákvæmlega það sem við erum að leggja til. Þau þurfa líka að sýna fram á það að þau séu þátttakendur í þessu samfélagi.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Launahækkunin sé blaut tuska í andlit þjóðarinnar Flokkir fólksins gagnrýnir laumahækkum æðstu ráðamanna harðlega. Hækkunin er sögð vera sem blaut tuska í andlit þjóðarinnar. Er þess krafist að öllum launahækkunum æðstu ráðamanna sé frestað. 30. maí 2023 15:47 Laun ráðamanna hækka um allt að 156 þúsund: „Þetta er svo mikil hræsni“ Laun æðstu ráðamanna munu hækka um 6 til 6,3 prósent þann 1. júlí næstkomandi. Laun forsætisráðherra hækka um 156 þúsund krónur. Formaður Starfsgreinasambandsins gagnrýnir harðlega að laun ráðamanna hækki ekki um krónutölu líkt og samið var um á almennum markaði. 29. maí 2023 21:33 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Innlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Sjá meira
Launin hækka þann fyrsta júlí um 6 til 6,3 prósent samkvæmt fyrirkomulagi sem komið var á 2019 í kjölfar þess að umdeilt kjararáð var lagt niður. Sem dæmi hækka laun forsætisráðherra um 156 þúsund krónur, aðrir ráðherra fá um 141 þúsund króna hækkun og seðlabankastjóri um 130 þúsund króna hækkun. Hækkunin hefur verið harðlega gagnrýnd, þá sér í lagi vegna þess að ekkert þak er á henni líkt og samið var um hjá öðrum í haust þegar laun hækkuðu almennt ekki meira en um 66 þúsund krónur. Fjármálaráðherra segir um raunlaunalækkun að ræða. „Í ljósi verðbólgunnar er töluvert í að launin taki breytingum til samræmis við verðbólgu,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Flokkur fólksins hefur lagt fram þingsályktunartillögu um frestun launahækkana. Bjarni segir ríkisstjórnina geta ákveðið að fresta hækkunum en hafi fyrir því takmarkaðar heimildir. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir fyrirkomulaginu hafa verið breytt á sínum tíma í kjölfar þess að kjararáð var lagt niður. Fyrirkomulagið tryggi gagnsæi og fyrirsjáanleika og það tryggi að ríkisstjórnin sé aldrei leiðandi í launaþróun. Þar af leiðandi sé fyrirkomulagið mjög gott. „Gremja almennings er mjög skiljanleg og hún stafar af því að við erum að fást við verðbólgu, hér er hátt vaxtarstig og það er mikilvægasta verkefnið,“ segir Katrín aðspurð hvort hún skilji gremju almennings vegna hækkananna. „Jájá, ég skil það mjög vel og er með ágætis reynslu í að skilja það,“ segir Bjarni og Guðmundur Ingi Guðbrandsson vinnumarkaðsráðherra segist einnig skilja athugasemdirnar enda séu laun æðstu embætta ríkisins há. Finnbjörn A. Hermannsson, forseti Alþýðusambands Íslands, segir launahækkanir æðstu embættismanna ríkisins verða að taka mið af ástandi samfélagsins að hverju sinni. Engin lög séu hafin yfir endurskoðun. „Þau eru að bera saman prósentur á móti krónutölum hjá okkur og það er ekki sambærilegt,“ segir Finnbjörn. Alþýðusambandið hafi lagt til að ríkisstjórnin og aðrir fylgi krónutölu hækkunum líkt og aðrir gera. „Það er nákvæmlega það sem við erum að leggja til. Þau þurfa líka að sýna fram á það að þau séu þátttakendur í þessu samfélagi.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Launahækkunin sé blaut tuska í andlit þjóðarinnar Flokkir fólksins gagnrýnir laumahækkum æðstu ráðamanna harðlega. Hækkunin er sögð vera sem blaut tuska í andlit þjóðarinnar. Er þess krafist að öllum launahækkunum æðstu ráðamanna sé frestað. 30. maí 2023 15:47 Laun ráðamanna hækka um allt að 156 þúsund: „Þetta er svo mikil hræsni“ Laun æðstu ráðamanna munu hækka um 6 til 6,3 prósent þann 1. júlí næstkomandi. Laun forsætisráðherra hækka um 156 þúsund krónur. Formaður Starfsgreinasambandsins gagnrýnir harðlega að laun ráðamanna hækki ekki um krónutölu líkt og samið var um á almennum markaði. 29. maí 2023 21:33 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Innlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Sjá meira
Launahækkunin sé blaut tuska í andlit þjóðarinnar Flokkir fólksins gagnrýnir laumahækkum æðstu ráðamanna harðlega. Hækkunin er sögð vera sem blaut tuska í andlit þjóðarinnar. Er þess krafist að öllum launahækkunum æðstu ráðamanna sé frestað. 30. maí 2023 15:47
Laun ráðamanna hækka um allt að 156 þúsund: „Þetta er svo mikil hræsni“ Laun æðstu ráðamanna munu hækka um 6 til 6,3 prósent þann 1. júlí næstkomandi. Laun forsætisráðherra hækka um 156 þúsund krónur. Formaður Starfsgreinasambandsins gagnrýnir harðlega að laun ráðamanna hækki ekki um krónutölu líkt og samið var um á almennum markaði. 29. maí 2023 21:33