Fjölbreyttar hugmyndir fyrir sumarfríið Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 31. maí 2023 07:00 Blaðamaður ræddi við fjölbreyttan hóp af fólki um hvað það ætlar að gera í sumarfríinu. SAMSETT Sumarið er tími margvíslegra og einstakra stunda og það getur með sanni verið áhugavert að heyra hvernig fólk ætlar að eyða sumarfríinu sínu, hvort sem það er að flýja land, eyða tíma úti í garði eða eitthvað þar á milli. Blaðamaður tók púlsinn á fjölbreyttum hópi fólks og fékk að heyra hvernig sumarið þeirra lítur út. Hrefna Rósa Sætran, kokkur og veitingastaðaeigandi: „Ég hef ekki mikið verið að fara til útlanda á sumrin. Mér finnst meira næs að fara þegar veðrið hér er ekki svo æðislegt svo ég reyni að njóta Íslands á sumrin. Ég er veiðikona svo ég fer í nokkrar veiðiferðir með vinkonum, vinum og fjölskyldu og það er æði. Ég er líka með eina útilegu bókaða með vinahópnum og er stefnan tekin norður. Svo er ég að fara á Pavement tónleika í Hörpu. Það eru tónleikar með þeim þrjá daga í röð og við, lítill vinahópur, keyptum miða á þá alla. Þeir eiga svo mikið af góðum lögum. Við erum að pæla gista á hóteli þessa daga og þá er þetta bara eins og að vera í fríi í útlöndum.“ Hrefna er mikill aðdáandi hljómsveitarinnar Pavement en þessi mynd er einmitt tekin á Pavement tónleikum í Brooklyn í fyrra.Aðsend Hildur Gunnlaugsdóttir, arkítekt, áhrifavaldur og eigandi Stúdíó Jæja: „Við hjónin fórum til Barcelona í fimm nætur núna í lok maí og tókum þannig forskot á sumarið og áttum rómantískar stundir á hinum ýmsu þakbörum. Ef satt skal segja þá var ég svolítið að vinna á morgnana á meðan að maðurinn minn svaf út, því ég var að hefja eigin rekstur og þá getur verið erfitt að taka frí, sérstaklega á vorin. Þetta var góð blanda af sundlaugar chilli, með spænskt cava aldrei langt undan, og menningarferð þar sem ég teymdi manninn minn um fallegan arkitektúr og söfn. Í júní ætlum við síðan vonandi að vera komin með fallegan garð og getum farið að hanga í pottinum öll kvöld, en við erum að bíða eftir þurru tímabili til þess að geta steypt pott í garðinn. Það hlýtur að koma að því að það komi þurrt tímabil, vona ég. Um miðjan mánuð ætla ég með elstu dóttur mína til Edinborgar til þess að eiga góðar stundir með henni einni en það getur verið krefjandi að deila móður með tveimur litlum uppátækjasömum stúlkum. Hildur á þrjár stelpur en hér er hún með tveimur eldri stelpunum sínum.Aðsend Í júlí förum við til Spánar aftur, en í þetta sinn til Sevilla, sem er víst heitasta borg í Evrópu og við erum á leiðinni á heitasta tíma ársins. Við förum öll sex manna fjölskyldan. Við furðum okkur svolítið á þessari ákvörðun okkar en það er víst ekki aftur snúið. Við verðum sem betur fer bæði með loftkælingu, internet og sundlaug þannig að við getum að minnsta kosti legið og horft á Netflix þegar það er sem heitast og skoðað borgina á kvöldin. Við verðum í þrjár vikur á Spáni en látum hitann svolítið ráða för, ekki ólíklegt að við færum okkur nær sjávargolu ef það kemur hitabylgja Í ágúst ætlum við að vera dugleg að bjóða vinafólki og fjölskyldu heim, halda garðpartý úti í garði og njóta samveru með börnunum.“ Fjölskyldan ætlar til heitustu borgar í Evrópu í sumar en mun þó vera með loftkælingu, Netflix og sundlaug.Aðsend Sóli Hólm, uppistandari: Sumarið hjá okkur er lítið sem ekkert planað. Engin utanlandsferð allavega í kortunum. Okkur er reyndar boðið í fjögur brúðkaup og ég fer allavega á N1 mótið á Akureyri en að öðru leyti er allt opið. Það þarf að skipta um þak á bílskúrnum og setja pall og pott á bak við hús, kannski veður maður bara í það. View this post on Instagram A post shared by S O L I H O L M (@soliholm) Kamilla Einarsdóttir, rithöfundur: „Ég ætla að láta sumarið byrja 1. júní og hafa alltaf gott veður. Planið er að vakna snemma alla daga og vaka fram á nótt við að klára bókina sem ég er að skrifa. Ég er samt líka með plön um að fara mikið út að hlaupa og taka svakalega margt fólk á löpp. Ekki samt á meðan ég er að hlaupa, því þá er ég oft í svona compression buxum og ég er ekki spennt í að þurfa svo að klæða mig aftur í þær fyrir framan fólk sem ég kannski þekki lítið. Mig langar í Stykkishólm því ég elska þann bæ og allt fólkið þar og mest af öllu vegan hamborgarana á Skúrnum. Ég reyni að fara ekki oft á dag þangað þegar ég er í bænum, því ég vil ekki gera starfsfólkið þar of vandræðalegt en það er mjög erfitt. Ég hef svo litla sjálfsstjórn. Mig langar líka til útlanda en mér finnst óþægilegt að skipuleggja of mikið og fram í tímann. Ég fæ bara illt í magann af öllum skuldbindingum. Mest af öllu langar mig bara að lenda í ævintýrum með góðu fólki og það gengur yfirleitt alltaf mjög vel hjá mér. Vinir mínir eru öll svo fyndin og skemmtileg. Í bland við þetta allt saman vona ég að ég nái að hitta fjölskylduna mína sem mest. Það er mjög gaman að kíkja með mömmu minni á listasýningar og það er æði að hanga heima á svölunum hjá mömmu og pabba í Hlíðunum því þar er alltaf gott veður og nóg af bjór í grænmetisskúffunni í ísskápnum. Ef ég næ því eitthvað í sumar verð ég mjög hamingjusöm og glöð.“ Kamilla ætlar meðal annars að skrifa bók í sumar og vera dugleg að fara út að hlaupa.Instagram @ekamillae Glódís Guðgeirsdóttir, jarðfræðingur og plötusnúður: „Í sumar verð ég mikið á Skreið, nýja veitingastaðnum okkar hjóna og vina sem á verður vonandi mikil og góð stemning. Ég ætla að vera freknótt og sæt þannig að ég þarf væntanlega að stunda Sundhöllina bara í allt sumar. Í júní förum við nokkrir vinir saman á Sónar í Barcelona þar sem ég hlakka mest til að sjá BICEP, Peggy Gou, Aphex Twin og Amelie Lens og svo auðvitað að uppgötva eitthvað nýtt. Það verður sennilega nokkuð gaman. Þegar við komum heim langar okkur fjölskylduna að ferðast í tjaldi að sérstakri beiðni sonarins. Hann langar að gista í tjaldi, kubba legó og grilla sykurpúða, mikill stemningsmaður. Árlega förum við í Þórsmörk þegar Góss er að spila og þá er jafnvel pæling að nýta ferðina og labba Fimmvörðuhálsinn. Um miðjan júlí ætlum við fjölskyldan að ferðast um Vestfirðina ljúfu og fara meðal annars í Bjarnarfjörð, Heydal, á Flateyri (besta stað í heimi) og eitthvað labberí á Ströndum. Ég elska að vera í bænum um verslunarmannahelgina og fara á Innipúkann en svo eru góðir vinir okkar Steinþórs að gifta sig á frídeginum og fljúgum við þá til Berlínar að fagna ástinni. Brúðkaup eru sennilega það besta við sumur, ég elska brúðkaup. Ég er DJ í dúóinu Glókollur og verðum við Kolbrún Birna að spila víðs vegar í bænum og nærsveitum í allt sumar og hlökkum mikið til. Gellur eru bestar.“ Glódís og Kolbrún Birna skipa DJ dúó-ið GLÓKOLLUR.Instagram @glodisgud Daniil, rappari: „Plönin mín fyrir sumarið eru að búa til tónlist, ferðast og gigga. Ég verð bæði að spila á útihátíðum hér heima og í útskriftarferðum á Krít og á Spáni. Ég er svo líka að vinna að mjög skemmtilegu efni í tónlistinni sem ég hlakka til að segja nánar frá á næstunni.“ Rapparinn Daniil á viðburðaríkt sumar framundan en hann er nú staddur á Krít þar sem hann skemmtir nýútskrifuðum stúdentum.Instagram @daniil3hunna Snorri Ásmundsson, listamaður: „Sumarið er tíminn og ég er mikið sumarbarn. Ég ætla að ferðast til nokkurra landa í Evrópu að heimsækja vini og njóta. Eftir þungan vetur er sumarið kærkomið og eftir mikla vinnu tekur maður fríinu fagnandi. Annars líður mér oft eins og ég sé í fríi því ég er svo góður chillari og get chillað út í eitt. Það er jú reyndar partur af jobbinu að chilla og eiga hugvíkkandi samtöl við kollega og innspírandi fólk. Ég á bókað á tónleika víða í sumar og það er mjög gaman að hafa tónleika og ég skemmti mér manna best á eigin tónleikum, en annarra manna tónleikar eru ekki eins spennandi og það er afleiðingin af því að vera bestur. En það fylgja því kostir og gallar eins og annað. En það eru engir gallar við sumarið nema það er of stutt.“ Snorri segir að eini gallinn við sumarið sé að það er of stutt.Hlynur Helgason Bassi Maraj, raunveruleikastjarna og tónlistarmaður: „Ég er að fara að eyða eins miklum tíma með hundunum mínum og ég get í sumar og stunda dagdrykkju á Petersen svítunni. Ég ætla líka að fara til Bretlands og finna mér a husband. Svo er ég að fara að gefa út meiri tónlist í sumar og sendi bráðum frá mér nýtt tónlistarmyndband með Siggu Ózk.“ Bassi er mikill dýravinur.Instagram @bassimaraj Mars Proppé, eðlisfræðinemandi og aktívisti: „Í sumar ætla ég að fara á flakk. Það verður Scandinavian summer, eins og ég hef nú skýrt það. Ég ætla að fara og heimsækja uppáhalds útlandabúana mína og sleikja sólina handan við hafið. En koma svo heim að útskrifa bestu vini mína úr háskólanámi. Svo endilega bjóðið mér í partý eftir útskriftarhelgina.“ Mars ætlar á flakk í sumar.Instagram @monsmundur Aníta Björk, pípari og landvörður: „Fyrsta mál á dagskrá fyrir sumarið er að fara í og standast sveinspróf í pípulögnum. Eftir það er planið að fara í Þakgil og Skaftafell, ásamt því að gera upp baðherbergið heima. Ég ætla nefnilega að taka sumarfríið út í október og fara til Nepal í nokkrar fjallgöngur, svo helgarferðir út á land urðu fyrir valinu í sumar. Þakgil er alveg fullkomið til að skreppa yfir helgi - stutt frá Reykjavík, smá Þórsmerkurfílingur (án þess að þurfa að fara yfir stórfljót), algjör kyrrð og hægt að ná einni heilsdags göngu. Svo er Skaftafell klassísk perla sem ég fæ aldrei leið á að heimsækja. Nú eru til dæmis komin nokkur ár síðan ég gekk síðast á Kristínartinda og þar sem sú ganga fyllir á hamingjutankinn þá er kominn tími á að endurtaka leikinn.“ Aníta Björk ætlar að ganga á fjöll í sumar og ljúka sveinsprófinu í pípulagningum.Instagram @anitabjorkj Patrik Snær Atlason, tónlistarmaður: „Það verður nú ekki mikið sumarfrí hjá mér, ég verð að gigga út um allt land fyrir djammþyrsta Íslendinga og er til dæmis að fara að gigga í sápuboltanum á Ólafsfirði. Svo á virkum fylli ég á nammið fyrir nammisjúka Íslendinga. Ef ég verð svo ekki uppi í stúdíói þá verð ég uppi á golfvelli að rembast. Annars er einhver pæling að kíkja til Krítar, hver veit.“ Patrik Atli verður mikið að gigga í sumar og fer því lítið í sumarfríi.Vísir/Vilhelm Birgitta Líf Björnsdóttir, raunveruleikastjarna og markaðsstjóri World Class: „Í sumarfríinu mínu fer ég í brúðkaup hjá vinkonu minni á Ítalíu, sem verður í ágúst. Við ætlum að gera ferðalag úr því og skoða Ítalíu og ég hlakka mikið til.“ Birgitta Líf ætlar að fagna ástinni í brúðkaupi á Ítalíu í sumar.Instagram @birgittalif Erna Kristín, áhrifavaldur og talskona jákvæðrar líkamsímyndar: „Þetta er búið að vera krefjandi ár hjá okkur þannig að við erum mjög spennt fyrir sumrinu og fyrir því að fá smá að anda. Við ætlum að byrja sumarið á að halda eins árs afmæli hjá tvíburastrákunum okkar. Þeir urðu eins árs 26. apríl og við erum fyrst núna að fá orkuna til að halda afmælið eins og gengur og gerist. Þannig að sumarið byrjar allavega með veisluhöldum. Fótbolti verður einnig mikill partur af sumrinu eins og flest sumur hjá okkur en Leon Bassi sonur okkar er að keppa á fullu og það er ekkert skemmtilegra en að fara og horfa á hann keppa. Svo er planið líka að tríta okkur aðeins og leyfa okkur að upplifa smá ævintýri í Danaveldi. Það er gaman að breyta aðeins til því það er svo týpískt að fara til Spánar svo að við ætlum til Danmerkur núna, fara í Legoland, þræða hvítar strendur, smakka ótrúlega mikið af alls konar dönskum mat og njóta þess að vera saman í sólinni.“ Erna ásamt Leoni Bassa og tvíburasonum sínum sem urði eins árs í lok apríl. Erna og Bassi maðurinn hennar ætla að fara með börnin sín til Danmerkur í sumar. Aðsend Ferðalög Tónlist Menning Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist
Hrefna Rósa Sætran, kokkur og veitingastaðaeigandi: „Ég hef ekki mikið verið að fara til útlanda á sumrin. Mér finnst meira næs að fara þegar veðrið hér er ekki svo æðislegt svo ég reyni að njóta Íslands á sumrin. Ég er veiðikona svo ég fer í nokkrar veiðiferðir með vinkonum, vinum og fjölskyldu og það er æði. Ég er líka með eina útilegu bókaða með vinahópnum og er stefnan tekin norður. Svo er ég að fara á Pavement tónleika í Hörpu. Það eru tónleikar með þeim þrjá daga í röð og við, lítill vinahópur, keyptum miða á þá alla. Þeir eiga svo mikið af góðum lögum. Við erum að pæla gista á hóteli þessa daga og þá er þetta bara eins og að vera í fríi í útlöndum.“ Hrefna er mikill aðdáandi hljómsveitarinnar Pavement en þessi mynd er einmitt tekin á Pavement tónleikum í Brooklyn í fyrra.Aðsend Hildur Gunnlaugsdóttir, arkítekt, áhrifavaldur og eigandi Stúdíó Jæja: „Við hjónin fórum til Barcelona í fimm nætur núna í lok maí og tókum þannig forskot á sumarið og áttum rómantískar stundir á hinum ýmsu þakbörum. Ef satt skal segja þá var ég svolítið að vinna á morgnana á meðan að maðurinn minn svaf út, því ég var að hefja eigin rekstur og þá getur verið erfitt að taka frí, sérstaklega á vorin. Þetta var góð blanda af sundlaugar chilli, með spænskt cava aldrei langt undan, og menningarferð þar sem ég teymdi manninn minn um fallegan arkitektúr og söfn. Í júní ætlum við síðan vonandi að vera komin með fallegan garð og getum farið að hanga í pottinum öll kvöld, en við erum að bíða eftir þurru tímabili til þess að geta steypt pott í garðinn. Það hlýtur að koma að því að það komi þurrt tímabil, vona ég. Um miðjan mánuð ætla ég með elstu dóttur mína til Edinborgar til þess að eiga góðar stundir með henni einni en það getur verið krefjandi að deila móður með tveimur litlum uppátækjasömum stúlkum. Hildur á þrjár stelpur en hér er hún með tveimur eldri stelpunum sínum.Aðsend Í júlí förum við til Spánar aftur, en í þetta sinn til Sevilla, sem er víst heitasta borg í Evrópu og við erum á leiðinni á heitasta tíma ársins. Við förum öll sex manna fjölskyldan. Við furðum okkur svolítið á þessari ákvörðun okkar en það er víst ekki aftur snúið. Við verðum sem betur fer bæði með loftkælingu, internet og sundlaug þannig að við getum að minnsta kosti legið og horft á Netflix þegar það er sem heitast og skoðað borgina á kvöldin. Við verðum í þrjár vikur á Spáni en látum hitann svolítið ráða för, ekki ólíklegt að við færum okkur nær sjávargolu ef það kemur hitabylgja Í ágúst ætlum við að vera dugleg að bjóða vinafólki og fjölskyldu heim, halda garðpartý úti í garði og njóta samveru með börnunum.“ Fjölskyldan ætlar til heitustu borgar í Evrópu í sumar en mun þó vera með loftkælingu, Netflix og sundlaug.Aðsend Sóli Hólm, uppistandari: Sumarið hjá okkur er lítið sem ekkert planað. Engin utanlandsferð allavega í kortunum. Okkur er reyndar boðið í fjögur brúðkaup og ég fer allavega á N1 mótið á Akureyri en að öðru leyti er allt opið. Það þarf að skipta um þak á bílskúrnum og setja pall og pott á bak við hús, kannski veður maður bara í það. View this post on Instagram A post shared by S O L I H O L M (@soliholm) Kamilla Einarsdóttir, rithöfundur: „Ég ætla að láta sumarið byrja 1. júní og hafa alltaf gott veður. Planið er að vakna snemma alla daga og vaka fram á nótt við að klára bókina sem ég er að skrifa. Ég er samt líka með plön um að fara mikið út að hlaupa og taka svakalega margt fólk á löpp. Ekki samt á meðan ég er að hlaupa, því þá er ég oft í svona compression buxum og ég er ekki spennt í að þurfa svo að klæða mig aftur í þær fyrir framan fólk sem ég kannski þekki lítið. Mig langar í Stykkishólm því ég elska þann bæ og allt fólkið þar og mest af öllu vegan hamborgarana á Skúrnum. Ég reyni að fara ekki oft á dag þangað þegar ég er í bænum, því ég vil ekki gera starfsfólkið þar of vandræðalegt en það er mjög erfitt. Ég hef svo litla sjálfsstjórn. Mig langar líka til útlanda en mér finnst óþægilegt að skipuleggja of mikið og fram í tímann. Ég fæ bara illt í magann af öllum skuldbindingum. Mest af öllu langar mig bara að lenda í ævintýrum með góðu fólki og það gengur yfirleitt alltaf mjög vel hjá mér. Vinir mínir eru öll svo fyndin og skemmtileg. Í bland við þetta allt saman vona ég að ég nái að hitta fjölskylduna mína sem mest. Það er mjög gaman að kíkja með mömmu minni á listasýningar og það er æði að hanga heima á svölunum hjá mömmu og pabba í Hlíðunum því þar er alltaf gott veður og nóg af bjór í grænmetisskúffunni í ísskápnum. Ef ég næ því eitthvað í sumar verð ég mjög hamingjusöm og glöð.“ Kamilla ætlar meðal annars að skrifa bók í sumar og vera dugleg að fara út að hlaupa.Instagram @ekamillae Glódís Guðgeirsdóttir, jarðfræðingur og plötusnúður: „Í sumar verð ég mikið á Skreið, nýja veitingastaðnum okkar hjóna og vina sem á verður vonandi mikil og góð stemning. Ég ætla að vera freknótt og sæt þannig að ég þarf væntanlega að stunda Sundhöllina bara í allt sumar. Í júní förum við nokkrir vinir saman á Sónar í Barcelona þar sem ég hlakka mest til að sjá BICEP, Peggy Gou, Aphex Twin og Amelie Lens og svo auðvitað að uppgötva eitthvað nýtt. Það verður sennilega nokkuð gaman. Þegar við komum heim langar okkur fjölskylduna að ferðast í tjaldi að sérstakri beiðni sonarins. Hann langar að gista í tjaldi, kubba legó og grilla sykurpúða, mikill stemningsmaður. Árlega förum við í Þórsmörk þegar Góss er að spila og þá er jafnvel pæling að nýta ferðina og labba Fimmvörðuhálsinn. Um miðjan júlí ætlum við fjölskyldan að ferðast um Vestfirðina ljúfu og fara meðal annars í Bjarnarfjörð, Heydal, á Flateyri (besta stað í heimi) og eitthvað labberí á Ströndum. Ég elska að vera í bænum um verslunarmannahelgina og fara á Innipúkann en svo eru góðir vinir okkar Steinþórs að gifta sig á frídeginum og fljúgum við þá til Berlínar að fagna ástinni. Brúðkaup eru sennilega það besta við sumur, ég elska brúðkaup. Ég er DJ í dúóinu Glókollur og verðum við Kolbrún Birna að spila víðs vegar í bænum og nærsveitum í allt sumar og hlökkum mikið til. Gellur eru bestar.“ Glódís og Kolbrún Birna skipa DJ dúó-ið GLÓKOLLUR.Instagram @glodisgud Daniil, rappari: „Plönin mín fyrir sumarið eru að búa til tónlist, ferðast og gigga. Ég verð bæði að spila á útihátíðum hér heima og í útskriftarferðum á Krít og á Spáni. Ég er svo líka að vinna að mjög skemmtilegu efni í tónlistinni sem ég hlakka til að segja nánar frá á næstunni.“ Rapparinn Daniil á viðburðaríkt sumar framundan en hann er nú staddur á Krít þar sem hann skemmtir nýútskrifuðum stúdentum.Instagram @daniil3hunna Snorri Ásmundsson, listamaður: „Sumarið er tíminn og ég er mikið sumarbarn. Ég ætla að ferðast til nokkurra landa í Evrópu að heimsækja vini og njóta. Eftir þungan vetur er sumarið kærkomið og eftir mikla vinnu tekur maður fríinu fagnandi. Annars líður mér oft eins og ég sé í fríi því ég er svo góður chillari og get chillað út í eitt. Það er jú reyndar partur af jobbinu að chilla og eiga hugvíkkandi samtöl við kollega og innspírandi fólk. Ég á bókað á tónleika víða í sumar og það er mjög gaman að hafa tónleika og ég skemmti mér manna best á eigin tónleikum, en annarra manna tónleikar eru ekki eins spennandi og það er afleiðingin af því að vera bestur. En það fylgja því kostir og gallar eins og annað. En það eru engir gallar við sumarið nema það er of stutt.“ Snorri segir að eini gallinn við sumarið sé að það er of stutt.Hlynur Helgason Bassi Maraj, raunveruleikastjarna og tónlistarmaður: „Ég er að fara að eyða eins miklum tíma með hundunum mínum og ég get í sumar og stunda dagdrykkju á Petersen svítunni. Ég ætla líka að fara til Bretlands og finna mér a husband. Svo er ég að fara að gefa út meiri tónlist í sumar og sendi bráðum frá mér nýtt tónlistarmyndband með Siggu Ózk.“ Bassi er mikill dýravinur.Instagram @bassimaraj Mars Proppé, eðlisfræðinemandi og aktívisti: „Í sumar ætla ég að fara á flakk. Það verður Scandinavian summer, eins og ég hef nú skýrt það. Ég ætla að fara og heimsækja uppáhalds útlandabúana mína og sleikja sólina handan við hafið. En koma svo heim að útskrifa bestu vini mína úr háskólanámi. Svo endilega bjóðið mér í partý eftir útskriftarhelgina.“ Mars ætlar á flakk í sumar.Instagram @monsmundur Aníta Björk, pípari og landvörður: „Fyrsta mál á dagskrá fyrir sumarið er að fara í og standast sveinspróf í pípulögnum. Eftir það er planið að fara í Þakgil og Skaftafell, ásamt því að gera upp baðherbergið heima. Ég ætla nefnilega að taka sumarfríið út í október og fara til Nepal í nokkrar fjallgöngur, svo helgarferðir út á land urðu fyrir valinu í sumar. Þakgil er alveg fullkomið til að skreppa yfir helgi - stutt frá Reykjavík, smá Þórsmerkurfílingur (án þess að þurfa að fara yfir stórfljót), algjör kyrrð og hægt að ná einni heilsdags göngu. Svo er Skaftafell klassísk perla sem ég fæ aldrei leið á að heimsækja. Nú eru til dæmis komin nokkur ár síðan ég gekk síðast á Kristínartinda og þar sem sú ganga fyllir á hamingjutankinn þá er kominn tími á að endurtaka leikinn.“ Aníta Björk ætlar að ganga á fjöll í sumar og ljúka sveinsprófinu í pípulagningum.Instagram @anitabjorkj Patrik Snær Atlason, tónlistarmaður: „Það verður nú ekki mikið sumarfrí hjá mér, ég verð að gigga út um allt land fyrir djammþyrsta Íslendinga og er til dæmis að fara að gigga í sápuboltanum á Ólafsfirði. Svo á virkum fylli ég á nammið fyrir nammisjúka Íslendinga. Ef ég verð svo ekki uppi í stúdíói þá verð ég uppi á golfvelli að rembast. Annars er einhver pæling að kíkja til Krítar, hver veit.“ Patrik Atli verður mikið að gigga í sumar og fer því lítið í sumarfríi.Vísir/Vilhelm Birgitta Líf Björnsdóttir, raunveruleikastjarna og markaðsstjóri World Class: „Í sumarfríinu mínu fer ég í brúðkaup hjá vinkonu minni á Ítalíu, sem verður í ágúst. Við ætlum að gera ferðalag úr því og skoða Ítalíu og ég hlakka mikið til.“ Birgitta Líf ætlar að fagna ástinni í brúðkaupi á Ítalíu í sumar.Instagram @birgittalif Erna Kristín, áhrifavaldur og talskona jákvæðrar líkamsímyndar: „Þetta er búið að vera krefjandi ár hjá okkur þannig að við erum mjög spennt fyrir sumrinu og fyrir því að fá smá að anda. Við ætlum að byrja sumarið á að halda eins árs afmæli hjá tvíburastrákunum okkar. Þeir urðu eins árs 26. apríl og við erum fyrst núna að fá orkuna til að halda afmælið eins og gengur og gerist. Þannig að sumarið byrjar allavega með veisluhöldum. Fótbolti verður einnig mikill partur af sumrinu eins og flest sumur hjá okkur en Leon Bassi sonur okkar er að keppa á fullu og það er ekkert skemmtilegra en að fara og horfa á hann keppa. Svo er planið líka að tríta okkur aðeins og leyfa okkur að upplifa smá ævintýri í Danaveldi. Það er gaman að breyta aðeins til því það er svo týpískt að fara til Spánar svo að við ætlum til Danmerkur núna, fara í Legoland, þræða hvítar strendur, smakka ótrúlega mikið af alls konar dönskum mat og njóta þess að vera saman í sólinni.“ Erna ásamt Leoni Bassa og tvíburasonum sínum sem urði eins árs í lok apríl. Erna og Bassi maðurinn hennar ætla að fara með börnin sín til Danmerkur í sumar. Aðsend
Ferðalög Tónlist Menning Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist