Leikmennirnir sem KA samdi við heita Ott Varik og Nicolai Horntvedt Kristensen, og koma þeir í staðinn fyrir Færeyingana Allan Norðberg og Nicholas Satchwell.
Varik er 33 ára gamall landsliðsmaður Eistlands, sem skoraði einmitt fimm mörk gegn Íslandi í undankeppni EM fyrr á þessu ári.
Varik er hægri hornamaður og lék síðustu tvö ár með Viljandi í Eistlandi, og áður með finnska liðinu SIF.
Kristensen er tvítugur markvörður sem hefur átt fast sæti í yngri landsliðum Noregs en hann kemur til KA frá Nøtterøy.