Keyptu sér erlenda atvinnumenn sem mæta Íslandi á Smáþjóðaleikunum Sindri Sverrisson skrifar 30. maí 2023 15:01 Sól Kristínardóttir Mixa, Magnús Gauti Úlfarsson, Nevena Tasic og Ingi Darvis Rodriguez mynda landslið Íslands í borðtennis á Smáþjóðaleikunum á Möltu, sem keppa þarf við atvinnumannalið heimamanna. Instagram/@bordtennissambandislands Maltverskur borðtennismaður segir Möltu tefla fram aðkeyptum atvinnumönnum, með engin tengsl við þjóðina, í keppninni við Ísland og aðrar þjóðir á Smáþjóðaleikunum sem hafnir eru á Möltu. Leikarnir voru settir í gærkvöld og voru sundmaðurinn Anton Sveinn McKee og skotíþróttakonan Jórunn Harðardóttir fánaberar Íslands á setningarathöfninni. Alls keppa um 1.000 keppendur frá níu löndum á leikunum, í tíu ólíkum íþróttagreinum fram á laugardag. Þar á meðal eru borðtennisspilarar og Maltverjinn Andrew Gambina ómyrkur í máli á Facebook þar sem hann lýsir vonbrigðum sínum yfir því að hafa ekki verið valinn í landslið Möltu, vegna þess að erlendir atvinnumenn hafi verið fengnir í staðinn. Í borðtennislandsliði Möltu eru nefnilega tveir karlar og tvær konur sem Gambina segir ekki hafa nein tengsl við Möltu. Þetta eru þau Felix Wetzel frá Þýskalandi, Dmitrj Prokopcov frá Úkraínu sem einnig hefur keppt fyrir Tékkland, Camelia Iacob frá Rúmeníu, og Renata Strbikova frá Tékklandi. Mæta bara á leikana og fara heim með væna summu „Útlendingarnir sem spila fyrir Möltu hafa engin tengsl við eyjuna, mæta bara á leikana, vá væna summu í vasann, fara síðan í burtu og leggja 0% að mörkum til Möltu og þróunar borðtennis hér,“ skrifar Gambina og heldur áfram: „Algeng rök MOC (ólympíusamband Möltu) og Sport Malta eru þau að allir geri þetta (kaupi útlendinga til að spila fyrir sína þjóð) og þess vegna eigum við að gera það. Þetta er bara ósatt. Það gera þetta ekki allir. Útlendingarnir sem spila fyrir aðrar þjóðir hafa annað hvort búið lengi í þeim löndum eða eiga fjölskyldutengsl við þessi lönd. Hvorugt á við um útlendingana sem við höfum fengið. Önnur rök sem ég hef heyrt eru þau að með því að vinna verðlaun þá fái borðtennissamband Möltu meira fé frá íþróttamálayfirvöldum. Ef að kerfið virkar svona þá er það alveg ruglað. Til að vinna verðlaun (án þess að kaupa þau eins og við erum að gera á þessum leikum) þá þarf maður að fjárfesta í yngri flokkum og fylgja þessum íþróttamönnum í gegnum súrt og sætt. Það er langtímafjárfesting og hún tryggir ekki árangur en hún gefur okkur Maltverjum tækifæri til að vera stolt af okkar árangri.“ Landslið Íslands í borðtennis hóf keppni í dag en liðið skipa þau Sól Kristínardóttir Mixa, Magnús Gauti Úlfarsson, Nevena Tasic og Ingi Darvis Rodriguez. Keppt verður í liðakeppni í dag og á morgun, tvíliðaleik á fimmtudag og loks einliðaleik á föstudag og laugardag. Borðtennis Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Allt jafnt á toppnum hjá bæði körlum og konum Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Markvörðurinn hlýddi konunni og kastar nú pílum í beinni Sjá meira
Leikarnir voru settir í gærkvöld og voru sundmaðurinn Anton Sveinn McKee og skotíþróttakonan Jórunn Harðardóttir fánaberar Íslands á setningarathöfninni. Alls keppa um 1.000 keppendur frá níu löndum á leikunum, í tíu ólíkum íþróttagreinum fram á laugardag. Þar á meðal eru borðtennisspilarar og Maltverjinn Andrew Gambina ómyrkur í máli á Facebook þar sem hann lýsir vonbrigðum sínum yfir því að hafa ekki verið valinn í landslið Möltu, vegna þess að erlendir atvinnumenn hafi verið fengnir í staðinn. Í borðtennislandsliði Möltu eru nefnilega tveir karlar og tvær konur sem Gambina segir ekki hafa nein tengsl við Möltu. Þetta eru þau Felix Wetzel frá Þýskalandi, Dmitrj Prokopcov frá Úkraínu sem einnig hefur keppt fyrir Tékkland, Camelia Iacob frá Rúmeníu, og Renata Strbikova frá Tékklandi. Mæta bara á leikana og fara heim með væna summu „Útlendingarnir sem spila fyrir Möltu hafa engin tengsl við eyjuna, mæta bara á leikana, vá væna summu í vasann, fara síðan í burtu og leggja 0% að mörkum til Möltu og þróunar borðtennis hér,“ skrifar Gambina og heldur áfram: „Algeng rök MOC (ólympíusamband Möltu) og Sport Malta eru þau að allir geri þetta (kaupi útlendinga til að spila fyrir sína þjóð) og þess vegna eigum við að gera það. Þetta er bara ósatt. Það gera þetta ekki allir. Útlendingarnir sem spila fyrir aðrar þjóðir hafa annað hvort búið lengi í þeim löndum eða eiga fjölskyldutengsl við þessi lönd. Hvorugt á við um útlendingana sem við höfum fengið. Önnur rök sem ég hef heyrt eru þau að með því að vinna verðlaun þá fái borðtennissamband Möltu meira fé frá íþróttamálayfirvöldum. Ef að kerfið virkar svona þá er það alveg ruglað. Til að vinna verðlaun (án þess að kaupa þau eins og við erum að gera á þessum leikum) þá þarf maður að fjárfesta í yngri flokkum og fylgja þessum íþróttamönnum í gegnum súrt og sætt. Það er langtímafjárfesting og hún tryggir ekki árangur en hún gefur okkur Maltverjum tækifæri til að vera stolt af okkar árangri.“ Landslið Íslands í borðtennis hóf keppni í dag en liðið skipa þau Sól Kristínardóttir Mixa, Magnús Gauti Úlfarsson, Nevena Tasic og Ingi Darvis Rodriguez. Keppt verður í liðakeppni í dag og á morgun, tvíliðaleik á fimmtudag og loks einliðaleik á föstudag og laugardag.
Borðtennis Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Allt jafnt á toppnum hjá bæði körlum og konum Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Markvörðurinn hlýddi konunni og kastar nú pílum í beinni Sjá meira