Fínstillti rekstur Teya og fékk allt annan kraft út úr honum
![Reynir lét af störfum sem forstjóri í mars 2022, sjö mánuðum eftir að hafa tekið við stjórnartaumunum, en settist í kjölfarið í stjórn fyrirtækisins og sat í stjórninni þangað til í vor.](https://www.visir.is/i/52E7987723D20365AAE0F5C119D76398E6DE8B682A7AEBE62CE833D38848D3E9_713x0.jpg)
Greiðslumiðlunin Teya hefur rétt úr kútnum eftir brösulega byrjun í erlendu eignarhaldi, sem endurspeglaðist meðal annars í miklum taprekstri, fækkun viðskiptavina og versnandi starfsánægju. Reynir Grétarsson, stofnandi Creditinfo, var fenginn til að koma fyrirtækinu á réttan kjöl og náði hann umtalsverðum árangri á þeim sjö mánuðum sem hann gegndi stöðu forstjóra.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/D0304042831D59C25702D83E54CE2D87C4E2E717DAF4ABAAF15BC36CA99750F4_308x200.jpg)
Reynir hagnaðist um meira en tíu milljarða við söluna í Creditinfo
Reynir Grétarsson, fjárfestir og stofnandi Creditinfo, hagnaðist um rúmlega 10,5 milljarða króna þegar hann seldi meirihluta sinn í íslenska upplýsingafyrirtækinu á liðnu ári til bandaríska framtakssjóðsins Levine Leichtman Capital. Allt hlutafé Creditinfo í viðskiptunum var metið á um 20 milljarða króna en endanlegt kaupverð, sem getur orðið hærra, veltur á tilteknum fjárhagslegum markmiðum.