Segir HSÍ ekki vera með „fulle fem“ ef samningar við Stöð 2 Sport sigla í strand Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. maí 2023 08:01 Hannes Jón Jónsson, þjálfari Alpla Hard í Austurríki, vonar að HSÍ semji aftur við Stöð 2 Sport sem fyrst. Vísir/Getty Hannes Jón Jónsson, þjálfari Alpla Hard í austurrísku úrvalsdeildinni í handbolta, var á línunni í síðasta hlaðvarpsþætti Handkastsins. Hann hefur fylgst vel með úrslitakeppni Olís-deildar karla og segist hafa áhyggjur af því ef HSÍ fer að missa sýningarréttinn eitthvert annað en á Stöð 2 Sport. „Í vetur er ég búinn að fylgjast bara nokkuð vel með þessu. Frá því í kannski október eða nóvember þegar ég fékk aðgang að þessu og þá fór ég að fylgjast með. Þetta er held ég í fyrsta skipti sem ég get fylgst með íslensku deildinni af einhverju viti síðan ég flutti út fyrir einhverjum 18 árum síðan,“ sagði Hannes. „Núna í vetur hef ég náð að fylgjast nokkuð vel með og í úrslitakeppninni er þetta búið að vera geggjað. Bara geggjaðir leikir og geggjað sjónvarpsefni og stórt hrós á ykkur sem eruð að blaðra um þetta bæði í hlaðvarpi og sjónvarpinu, bara vel gert.“ Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi þáttarins, benti Hannesi þá á að mögulega væri þetta seinasti veturinn í einhvern tíma sem hann gæti fylgst vel með íslensku deildinni í sjónvarpi. Samningar milli HSÍ og Stöðvar 2 hafa verið í lausu lofti og óvíst er hvað verður á næsta tímabili. „Ég hef náttúrulega heyrt þetta líka og ef að HSÍ er með þetta í hendi sér og lætur það gerast þá eru þeir bara ekki með fulle fem,“ sagði Hannes. „Ég trúi því ekki að þeir breyti eitthvað út af þessu. Ég held að það hljóti allir að vera ógeðslega ánægðir með umgjörðina og umfjöllunina og að vera eitthvað að hrófla við því núna, alveg sama hvað ástæður liggja þar að baki, væri galið.“ Viðtalið við Hannes og þáttinn í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan, en Arnar hringir til Austurríkis eftir um 24 mínútur. Olís-deild karla Handkastið Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Í beinni: Flora - Valur | Valsmenn í góðri stöðu í Tallinn Fótbolti „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
„Í vetur er ég búinn að fylgjast bara nokkuð vel með þessu. Frá því í kannski október eða nóvember þegar ég fékk aðgang að þessu og þá fór ég að fylgjast með. Þetta er held ég í fyrsta skipti sem ég get fylgst með íslensku deildinni af einhverju viti síðan ég flutti út fyrir einhverjum 18 árum síðan,“ sagði Hannes. „Núna í vetur hef ég náð að fylgjast nokkuð vel með og í úrslitakeppninni er þetta búið að vera geggjað. Bara geggjaðir leikir og geggjað sjónvarpsefni og stórt hrós á ykkur sem eruð að blaðra um þetta bæði í hlaðvarpi og sjónvarpinu, bara vel gert.“ Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi þáttarins, benti Hannesi þá á að mögulega væri þetta seinasti veturinn í einhvern tíma sem hann gæti fylgst vel með íslensku deildinni í sjónvarpi. Samningar milli HSÍ og Stöðvar 2 hafa verið í lausu lofti og óvíst er hvað verður á næsta tímabili. „Ég hef náttúrulega heyrt þetta líka og ef að HSÍ er með þetta í hendi sér og lætur það gerast þá eru þeir bara ekki með fulle fem,“ sagði Hannes. „Ég trúi því ekki að þeir breyti eitthvað út af þessu. Ég held að það hljóti allir að vera ógeðslega ánægðir með umgjörðina og umfjöllunina og að vera eitthvað að hrófla við því núna, alveg sama hvað ástæður liggja þar að baki, væri galið.“ Viðtalið við Hannes og þáttinn í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan, en Arnar hringir til Austurríkis eftir um 24 mínútur.
Olís-deild karla Handkastið Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Í beinni: Flora - Valur | Valsmenn í góðri stöðu í Tallinn Fótbolti „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira