„Ég man ekki eftir svona miklum dauða“ Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 28. maí 2023 19:32 Lundarnir hafa sést reikulir í spori og hafa hreinlega dottið niður dauðir. Vísir/Steingrímur Dúi Dauðir lundar og ritur hafa sést hundraðatali í fjörum á Faxaflóasvæðinu undanfarna daga. Stórfelldur fugladauði þvert á tegundir þykir óvenjulegur og mikið áhyggjuefni að mati fuglafræðings. Fuglarnir sem hafa verið að finnast dauðir undanfarið eru af ýmsum tegundum en þó ber mest á lunda og ritu. Fyrir um tíu dögum fannst aragrúi af dauðum andfuglum í fjöru í Skagafirði, í síðustu viku fannst mikið af dauðum ritum á Suðurnesjum og nú eru hundruð lunda sem liggja í valnum víðsvegar um vesturland, mest við Faxaflóa. Mikið af lunda hefur til að mynda fundist í Kollafirði og að sögn sjónarvotts sáust fuglarnir reika um veiklulegir þar til þeir hreinlega lögðust niður og drápust. Lundastofninn hefur verið í miklum vandræðum á undanförnum árum og hefur minnkað um sjötíu prósent og því ekki gott ef fuglarnir drepast í hrönnum. Sölvi vonast til þess að MAST kanni málið.Vísir/Steingrímur Dúi Að sögn Sölva Rúnars Vignissonar, fuglafræðings, er ómögulegt að segja til um hvers vegna fuglarnir eru að drepast. „Við höfum verið að taka sýni úr hinum og þessum tegundum sem hafa verið að finnast dauðar og höfum ekki verið að sjá fuglaflensu í þessum dýrum. Allavega ekki í þessum ritum en svo er spurning með lundana sem hafa verið að finnast núna. Hvort það sé fuglaflensa eða eitthvað sambærilegt við það sem við höfum verið að sjá með riturnar. Óvenjulegt sé að svo margar tegundir finnist dauðar á sama tíma. „Við sjáum svona af og til. Fugladauða þar sem margir fuglar drepast en það er virkilega óvanalegt í þessu magni og ég man satt að segja ekki eftir svona miklum dauða af fleiri en einni tegund.“ Matvælastofnun sér um sýnatökur en stofnunin hefur ekki séð ástæðu til þess að bregðast við enn þá, Sölvi vonast þó eftir því að málið verði kannað. „Það eru nokkrir hlutir sem þekkjast sögulega. Sérstaklega bótúlismi sem er bakteríusýking sem sest í vefi fuglanna en við vitum það ekki fyrr en við skoðum fuglana. Ég vona að MAST eða Keldur taki þetta upp á sína arma.“ Lundarnir hafa fundist í hundraðatali.Vísir/Steingrímur Dúi Vonskuveður var á Faxaflóa í vikunni og hefur því verið velt upp hvort að mikil ölduhæð og ofsaveður gæti átt þátt í dauða dýranna. Sölvi segist frekar hneigjast að öðrum tilgátum. Lundar í góðum holdum sem sýnilega amar lítið að eru að finnast dauðir. „Það getur vel verið að þetta sé fæðuskortur eða volk eða eitthvað slíkt en mér finnst það ólíklegt, við erum að sjá stóra pattarlega einstaklinga vera að drepast, sem er sérstakt.“ Fuglar Dýraheilbrigði Dýr Tengdar fréttir Fjöldadauði fugla á Faxaflóa Óútskýrður fjöldadauði fugla á Faxaflóa veldur vísindamönnum áhyggjum. Hundruð fugla hafa fundist dauðir í fjörum, jafnvel á stöðum þar sem þeir eru ekki vanir að halda sig. 28. maí 2023 12:21 Álftir byrjaðar að drepast Matvælastofnun hefur miklar áhyggjur af óútskýrðum fjöldadauða rita. Einnig hafa borist margar tilkynningar um dauðar álftir. 10. maí 2023 16:06 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Fuglarnir sem hafa verið að finnast dauðir undanfarið eru af ýmsum tegundum en þó ber mest á lunda og ritu. Fyrir um tíu dögum fannst aragrúi af dauðum andfuglum í fjöru í Skagafirði, í síðustu viku fannst mikið af dauðum ritum á Suðurnesjum og nú eru hundruð lunda sem liggja í valnum víðsvegar um vesturland, mest við Faxaflóa. Mikið af lunda hefur til að mynda fundist í Kollafirði og að sögn sjónarvotts sáust fuglarnir reika um veiklulegir þar til þeir hreinlega lögðust niður og drápust. Lundastofninn hefur verið í miklum vandræðum á undanförnum árum og hefur minnkað um sjötíu prósent og því ekki gott ef fuglarnir drepast í hrönnum. Sölvi vonast til þess að MAST kanni málið.Vísir/Steingrímur Dúi Að sögn Sölva Rúnars Vignissonar, fuglafræðings, er ómögulegt að segja til um hvers vegna fuglarnir eru að drepast. „Við höfum verið að taka sýni úr hinum og þessum tegundum sem hafa verið að finnast dauðar og höfum ekki verið að sjá fuglaflensu í þessum dýrum. Allavega ekki í þessum ritum en svo er spurning með lundana sem hafa verið að finnast núna. Hvort það sé fuglaflensa eða eitthvað sambærilegt við það sem við höfum verið að sjá með riturnar. Óvenjulegt sé að svo margar tegundir finnist dauðar á sama tíma. „Við sjáum svona af og til. Fugladauða þar sem margir fuglar drepast en það er virkilega óvanalegt í þessu magni og ég man satt að segja ekki eftir svona miklum dauða af fleiri en einni tegund.“ Matvælastofnun sér um sýnatökur en stofnunin hefur ekki séð ástæðu til þess að bregðast við enn þá, Sölvi vonast þó eftir því að málið verði kannað. „Það eru nokkrir hlutir sem þekkjast sögulega. Sérstaklega bótúlismi sem er bakteríusýking sem sest í vefi fuglanna en við vitum það ekki fyrr en við skoðum fuglana. Ég vona að MAST eða Keldur taki þetta upp á sína arma.“ Lundarnir hafa fundist í hundraðatali.Vísir/Steingrímur Dúi Vonskuveður var á Faxaflóa í vikunni og hefur því verið velt upp hvort að mikil ölduhæð og ofsaveður gæti átt þátt í dauða dýranna. Sölvi segist frekar hneigjast að öðrum tilgátum. Lundar í góðum holdum sem sýnilega amar lítið að eru að finnast dauðir. „Það getur vel verið að þetta sé fæðuskortur eða volk eða eitthvað slíkt en mér finnst það ólíklegt, við erum að sjá stóra pattarlega einstaklinga vera að drepast, sem er sérstakt.“
Fuglar Dýraheilbrigði Dýr Tengdar fréttir Fjöldadauði fugla á Faxaflóa Óútskýrður fjöldadauði fugla á Faxaflóa veldur vísindamönnum áhyggjum. Hundruð fugla hafa fundist dauðir í fjörum, jafnvel á stöðum þar sem þeir eru ekki vanir að halda sig. 28. maí 2023 12:21 Álftir byrjaðar að drepast Matvælastofnun hefur miklar áhyggjur af óútskýrðum fjöldadauða rita. Einnig hafa borist margar tilkynningar um dauðar álftir. 10. maí 2023 16:06 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Fjöldadauði fugla á Faxaflóa Óútskýrður fjöldadauði fugla á Faxaflóa veldur vísindamönnum áhyggjum. Hundruð fugla hafa fundist dauðir í fjörum, jafnvel á stöðum þar sem þeir eru ekki vanir að halda sig. 28. maí 2023 12:21
Álftir byrjaðar að drepast Matvælastofnun hefur miklar áhyggjur af óútskýrðum fjöldadauða rita. Einnig hafa borist margar tilkynningar um dauðar álftir. 10. maí 2023 16:06