Börsungar unnu stórsigur | Atlético Madrid heldur í við nágranna sína Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. maí 2023 19:00 Ansu Fati skoraði tvö fyrir Barcelona í dag. David Ramos/Getty Images Níu leikir í næstsíðustu umferð spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu voru leiknir samtímis í dag. Barcelona vann öruggan 3-0 sigur gegn Mallorca og Atlético Madrid getur enn stolið öðru sætinu af nágrönnum sínum í Rea Madrid eftir 2-1 sigur gegn Real Sociedad. Það var Ansu Fati sem kom Börsungum yfir gegn Mallorca strax á fyrstu mínútu leiksins eftir stoðsendingu frá Gavi. Gestirnir gerðu sér svo enn erfiðara fyrir þegar Amath Ndiaye fékk að líta beint rautt spjald á 14. mínútu leiksins og Mallorca þurfti því að spila manni færri það sem eftir lifði leiks. Börsungar nýttu sér liðsmuninn og Ansu Fati bætti öðru marki sínu við tíu mínútum síðar eftir stoðsendingu frá Robert Lewandowski og staðan var því 2-0 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Heimamenn gerðu svo endanlega út um leikinn þegar um tuttugu mínútur voru eftir þegar Gavi kom boltanum í netið eftir undirbúning Ousmane Dembele. Niðurstaðan því 3-0 sigur Barcelona sem hefur nú þegar tryggt sér spænska meistaratitilinn. 🚨 FULL TIME!!!!!!!!!!#BarçaMallorca #FinsAviatSCN pic.twitter.com/4S5L8gojcA— FC Barcelona (@FCBarcelona) May 28, 2023 Þá vann Atlético Madrid mikilvægan 2-1 sigur er liðið tók á móti Real Sociedad á sama tíma. Antoine Griezmann og Nahuel Molina sáu um markaskorun heimamanna áður en Alexander Sorloth minnkaði muninn fyrir gestina. Atlético Madrid er nú í þriðja sæti deildarinnar með 76 stig þegar ein umferð er eftir af tímabilinu, einu stigi minna en nágrannar þeirra í Real Madrid sem sitja í öðru sæti. Real Sociedad situr hins vegar í fjórða sæti með 68 stig og getur hvorki farið ofar né neðar í lokaumferðinni. Úrslit dagsins Almeria 0-0 Real Valladolid Athletic Bilbao 0-1 Elche Atlético Madrid 2-1 Real Sociedad Barcelona 3-0 Mallorca Cadiz 1-0 Celta Vigo Getafe 2-1 Osasuna Girona 1-2 Real Betis Rayo Vallecano 2-1 Villarreal Valencia 2-2 Espanyol Spænski boltinn Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Sjá meira
Það var Ansu Fati sem kom Börsungum yfir gegn Mallorca strax á fyrstu mínútu leiksins eftir stoðsendingu frá Gavi. Gestirnir gerðu sér svo enn erfiðara fyrir þegar Amath Ndiaye fékk að líta beint rautt spjald á 14. mínútu leiksins og Mallorca þurfti því að spila manni færri það sem eftir lifði leiks. Börsungar nýttu sér liðsmuninn og Ansu Fati bætti öðru marki sínu við tíu mínútum síðar eftir stoðsendingu frá Robert Lewandowski og staðan var því 2-0 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Heimamenn gerðu svo endanlega út um leikinn þegar um tuttugu mínútur voru eftir þegar Gavi kom boltanum í netið eftir undirbúning Ousmane Dembele. Niðurstaðan því 3-0 sigur Barcelona sem hefur nú þegar tryggt sér spænska meistaratitilinn. 🚨 FULL TIME!!!!!!!!!!#BarçaMallorca #FinsAviatSCN pic.twitter.com/4S5L8gojcA— FC Barcelona (@FCBarcelona) May 28, 2023 Þá vann Atlético Madrid mikilvægan 2-1 sigur er liðið tók á móti Real Sociedad á sama tíma. Antoine Griezmann og Nahuel Molina sáu um markaskorun heimamanna áður en Alexander Sorloth minnkaði muninn fyrir gestina. Atlético Madrid er nú í þriðja sæti deildarinnar með 76 stig þegar ein umferð er eftir af tímabilinu, einu stigi minna en nágrannar þeirra í Real Madrid sem sitja í öðru sæti. Real Sociedad situr hins vegar í fjórða sæti með 68 stig og getur hvorki farið ofar né neðar í lokaumferðinni. Úrslit dagsins Almeria 0-0 Real Valladolid Athletic Bilbao 0-1 Elche Atlético Madrid 2-1 Real Sociedad Barcelona 3-0 Mallorca Cadiz 1-0 Celta Vigo Getafe 2-1 Osasuna Girona 1-2 Real Betis Rayo Vallecano 2-1 Villarreal Valencia 2-2 Espanyol
Almeria 0-0 Real Valladolid Athletic Bilbao 0-1 Elche Atlético Madrid 2-1 Real Sociedad Barcelona 3-0 Mallorca Cadiz 1-0 Celta Vigo Getafe 2-1 Osasuna Girona 1-2 Real Betis Rayo Vallecano 2-1 Villarreal Valencia 2-2 Espanyol
Spænski boltinn Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Sjá meira