Handbolti

„Það hafði enginn trú á okkur“

Aron Guðmundsson skrifar
Guðmundur Guðmundsson er að gera frábæra hluti með Fredericia í Danmörku
Guðmundur Guðmundsson er að gera frábæra hluti með Fredericia í Danmörku VÍSIR/VILHELM

Fredericia undir stjórn Guð­­mundar Guð­­munds­­sonar hefur komið mörgum á ó­­vart í dönsku úr­­vals­­deildinni í hand­­bolta. Liðið á fyrir höndum ærið verk­efni í odda­­leik gegn Á­la­­borg í dag í undan­úr­slitum dönsku deildarinnar.

Fredericia hefur ekki fagnað mörgum titlum undan­farin ár en síðasti Dan­merkur titill liðsins kom árið 1980.

Liðið hefur komið á ó­vart á yfir­standandi tíma­bili með því að komast í undan­úr­slit í úr­slita­keppni dönsku deildarinnar en nú blasir við odda­leikur við stjörnu­prýtt lið Ála­borgar, sem státar meðal annars af Mikkel Han­sen og Aroni Pálmars­syni.

Guð­mundur segir mikla stemningu í Fredericia fyrir komandi verk­efni.

„Stemningin er bara stór­kost­leg,“ segir Guð­mundur í sam­tali við Vísi. „Það er alveg sama hvar maður er í bænum, það eru allir að tala um hand­bolta, spyrja út í leikinn, óska okkur góðs gengis og óska okkur til hamingju. Það er stór­kost­lega gaman að vera þátt­takandi í þessu.

Fyrir mig er þetta mjög skemmti­legt, að finna þetta forn­fræga fé­lag vera að koma til baka. Það er of­boðs­lega skemmti­legt en hefur tekið 43 ár. Þetta er langur tími en ég er stoltur af því að vera þátt­takandi í því að vera vekja risann. Ég er þakk­látur fyrir að hafa fengið þetta tæki­færi, að hafa verið treyst fyrir þessu verk­efni.“

Guð­mundur segir of­boðs­lega mikið hjarta og sál í Frederica.

„Það byggir meðal annars líka á því að það er saga á bak við þetta fé­lag. Það er það sem maður finnur svo sterkt og er svo skemmti­legt. Það er meðal annars út frá þessu sem hand­bolta­fé­lagið í Dan­mörku sam­gleðst okkur.“

Fram undan er odda­leikur við Ála­borg í dag, eitt af stærstu liðum Dan­mörku, ef ekki það stærsta.

„Við erum auð­vitað litla liðið í þessum undan­úr­slitum. Það eru allir sam­mála um það og það hafði enginn trú á okkur, að við myndum hafa þetta af en nú erum við komnir í odda­leik og ætlum að njóta þess að spila þar.

En við erum ekki að fara þangað bara til þess að vera með, við erum að fara þangað til þess að vinna og slá þá út. Það er mark­miðið.“


Tengdar fréttir

Guðmundur í skýjunum: „Sóknin var stórkostleg“

Guðmundur Guðmundsson var í sjöunda himni eftir að hans menn í Fredericia unnu frækinn sigur á stjörnum prýddu liði Álaborgar, 30-29, í undanúrslitum um danska meistaratitilinn í handbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×