Segir að um „víðtæka og kostnaðarsama aðgerð gegn vörumerki félagsins“ sé að ræða Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 26. maí 2023 16:21 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir listgjörning Odds Eysteins Friðrikssonar víðtæka og kostnaðarsama aðgerð gegn vörumerki félagsins. Hann segir Samherja hafa leitt hjá sér túlkanir á list og tjáningarfrelsi meðan hann verji mikilvæg vörumerki félagsins. Á vefsíðunni samherji.co.uk hafði Oddur, sem gengur undir listamannsnafninu Odee, skáldað afsökunarbeiðni Samherja. Félagið hefur verið sakað um mútugreiðslur til namibískra stjórmálamanna. Verkið ber nafnið „We‘re Sorry“. Síðunni var lokað þegar Samherji fékk bráðabirgðalögbann á hana og Oddi gert að afhenda Samherja lénið. Oddur segir hlut samherja í málinu ofbeldi og þvinganir í samtali við Heimildina. „Samherjamenn eru þekktir fyrir ofbeldi gegn blaðamönnum, embættismönnum, listamönnum, hverjum sem gagnrýna þá.“ Þorsteinn gaf frá sér yfirlýsingu á vefsíðu Samherja í tengslum við málið. „Eins og sjá má af framansögðu liggur fyrir að ráðist hefur verið í víðtæka og kostnaðarsama aðgerð gegn vörumerki félagsins,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. Yfirlýsingin í heild sinni : „Í ljós hefur komið að svokallaður „listgjörningur“ með misnotkun á vörumerki Samherja náði til til þriggja heimsálfa og var tilraun til misnotkunar send til 100 fjölmiðla á Íslandi, Noregi, Bandaríkjunum, Bretlandi, Kanada og Ástralíu. Samherji fékk vitneskju um þessa víðtæku misnotkun þegar félagið fékk lagt lögbann við ólöglegri notkun vörumerkja félagsins meðal annars við notkun á léni í nafni Samherja í Bretlandi sem áður hefur verið sagt frá. Í upphafi lögbannskröfunnar var veittur hæfilegur frestur til varna og nú hefur forsvarsmaðurinn ráðið þrjá lögmenn í Bretlandi til að gæta hagsmuna sinna. Eins og sjá má af framansögðu liggur fyrir að ráðist hefur verið í víðtæka og kostnaðarsama aðgerð gegn vörumerki félagins. Samherji hefur eingöngu beint sjónum sínum að því að verja mikilvæg vörumerki sín svo sem öll fyrirtæki myndu gera hvarvetna í heiminum en leitt hjá sér túlkanir á list og tjáningarfrelsi. Samherji hf. Þorsteinn Már Baldvinsson.“ Samherjaskjölin Myndlist Bretland Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Odee sætir lögbanni í Bretlandi og þarf að afhenda Samherja verk sitt Oddur Eysteinn Friðriksson, sem gengur undir listamannsnafninu Odee, hefur neyðst til að taka niður vefsíðuna samherji.co.uk sem hýsti gjörning hans We're Sorry, eftir að Samherji fékk bráðabirgðalögbann á síðuna. 26. maí 2023 08:39 Fölsk afsökunarbeiðni Samherja reyndist lokaverkefni í LHÍ Fölsk afsökunarbeiðni í nafni Samherja, vefsíða og yfirlýsing þar um var lokaverkefni listamannsins Odds Eysteins Friðrikssonar, sem kallar sig Odee, í Listaháskóla Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá listamanninum. 17. maí 2023 11:39 Ekki Samherji sem biðst afsökunar Forsvarsmenn Samherja segjast ekki vera að baki heimasíðu sem óprúttnir aðilar hafa búið til í nafni fyrirtækisins. Á heimasíðunni má finna falsaða fréttatilkynningu þar sem beðist er afsökunar á framferði Samherja í Namibíu. 11. maí 2023 11:28 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Sjá meira
Á vefsíðunni samherji.co.uk hafði Oddur, sem gengur undir listamannsnafninu Odee, skáldað afsökunarbeiðni Samherja. Félagið hefur verið sakað um mútugreiðslur til namibískra stjórmálamanna. Verkið ber nafnið „We‘re Sorry“. Síðunni var lokað þegar Samherji fékk bráðabirgðalögbann á hana og Oddi gert að afhenda Samherja lénið. Oddur segir hlut samherja í málinu ofbeldi og þvinganir í samtali við Heimildina. „Samherjamenn eru þekktir fyrir ofbeldi gegn blaðamönnum, embættismönnum, listamönnum, hverjum sem gagnrýna þá.“ Þorsteinn gaf frá sér yfirlýsingu á vefsíðu Samherja í tengslum við málið. „Eins og sjá má af framansögðu liggur fyrir að ráðist hefur verið í víðtæka og kostnaðarsama aðgerð gegn vörumerki félagsins,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. Yfirlýsingin í heild sinni : „Í ljós hefur komið að svokallaður „listgjörningur“ með misnotkun á vörumerki Samherja náði til til þriggja heimsálfa og var tilraun til misnotkunar send til 100 fjölmiðla á Íslandi, Noregi, Bandaríkjunum, Bretlandi, Kanada og Ástralíu. Samherji fékk vitneskju um þessa víðtæku misnotkun þegar félagið fékk lagt lögbann við ólöglegri notkun vörumerkja félagsins meðal annars við notkun á léni í nafni Samherja í Bretlandi sem áður hefur verið sagt frá. Í upphafi lögbannskröfunnar var veittur hæfilegur frestur til varna og nú hefur forsvarsmaðurinn ráðið þrjá lögmenn í Bretlandi til að gæta hagsmuna sinna. Eins og sjá má af framansögðu liggur fyrir að ráðist hefur verið í víðtæka og kostnaðarsama aðgerð gegn vörumerki félagins. Samherji hefur eingöngu beint sjónum sínum að því að verja mikilvæg vörumerki sín svo sem öll fyrirtæki myndu gera hvarvetna í heiminum en leitt hjá sér túlkanir á list og tjáningarfrelsi. Samherji hf. Þorsteinn Már Baldvinsson.“
Yfirlýsingin í heild sinni : „Í ljós hefur komið að svokallaður „listgjörningur“ með misnotkun á vörumerki Samherja náði til til þriggja heimsálfa og var tilraun til misnotkunar send til 100 fjölmiðla á Íslandi, Noregi, Bandaríkjunum, Bretlandi, Kanada og Ástralíu. Samherji fékk vitneskju um þessa víðtæku misnotkun þegar félagið fékk lagt lögbann við ólöglegri notkun vörumerkja félagsins meðal annars við notkun á léni í nafni Samherja í Bretlandi sem áður hefur verið sagt frá. Í upphafi lögbannskröfunnar var veittur hæfilegur frestur til varna og nú hefur forsvarsmaðurinn ráðið þrjá lögmenn í Bretlandi til að gæta hagsmuna sinna. Eins og sjá má af framansögðu liggur fyrir að ráðist hefur verið í víðtæka og kostnaðarsama aðgerð gegn vörumerki félagins. Samherji hefur eingöngu beint sjónum sínum að því að verja mikilvæg vörumerki sín svo sem öll fyrirtæki myndu gera hvarvetna í heiminum en leitt hjá sér túlkanir á list og tjáningarfrelsi. Samherji hf. Þorsteinn Már Baldvinsson.“
Samherjaskjölin Myndlist Bretland Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Odee sætir lögbanni í Bretlandi og þarf að afhenda Samherja verk sitt Oddur Eysteinn Friðriksson, sem gengur undir listamannsnafninu Odee, hefur neyðst til að taka niður vefsíðuna samherji.co.uk sem hýsti gjörning hans We're Sorry, eftir að Samherji fékk bráðabirgðalögbann á síðuna. 26. maí 2023 08:39 Fölsk afsökunarbeiðni Samherja reyndist lokaverkefni í LHÍ Fölsk afsökunarbeiðni í nafni Samherja, vefsíða og yfirlýsing þar um var lokaverkefni listamannsins Odds Eysteins Friðrikssonar, sem kallar sig Odee, í Listaháskóla Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá listamanninum. 17. maí 2023 11:39 Ekki Samherji sem biðst afsökunar Forsvarsmenn Samherja segjast ekki vera að baki heimasíðu sem óprúttnir aðilar hafa búið til í nafni fyrirtækisins. Á heimasíðunni má finna falsaða fréttatilkynningu þar sem beðist er afsökunar á framferði Samherja í Namibíu. 11. maí 2023 11:28 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Sjá meira
Odee sætir lögbanni í Bretlandi og þarf að afhenda Samherja verk sitt Oddur Eysteinn Friðriksson, sem gengur undir listamannsnafninu Odee, hefur neyðst til að taka niður vefsíðuna samherji.co.uk sem hýsti gjörning hans We're Sorry, eftir að Samherji fékk bráðabirgðalögbann á síðuna. 26. maí 2023 08:39
Fölsk afsökunarbeiðni Samherja reyndist lokaverkefni í LHÍ Fölsk afsökunarbeiðni í nafni Samherja, vefsíða og yfirlýsing þar um var lokaverkefni listamannsins Odds Eysteins Friðrikssonar, sem kallar sig Odee, í Listaháskóla Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá listamanninum. 17. maí 2023 11:39
Ekki Samherji sem biðst afsökunar Forsvarsmenn Samherja segjast ekki vera að baki heimasíðu sem óprúttnir aðilar hafa búið til í nafni fyrirtækisins. Á heimasíðunni má finna falsaða fréttatilkynningu þar sem beðist er afsökunar á framferði Samherja í Namibíu. 11. maí 2023 11:28