Fjársjóður í ferðaþjónustu Valdís A. Steingrímsdóttir og Margrét Wendt skrifa 25. maí 2023 11:01 Um land allt starfa metnaðarfull ferðaþjónustufyrirtæki sem eru ávallt að leita nýrra leiða til að veita gestum sínum framúrskarandi þjónustu. Til þess að efla samtalið um fagmennsku og gæði tóku Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, Samtök ferðaþjónustunnar og áfangastaða- og markaðsstofur höndum saman og héldu sjö fundi um landið í mars og apríl 2023. Á fundunum var sjónum beint að leiðum til þess að auka hæfni, gæði og arðsemi í íslenskri ferðaþjónustu. Fyrirtæki og hagaðilar deildu reynslusögum og góðum ráðum. Alls voru um 300 manns sem sóttu fundina. Á fundunum voru niðurstöður úr nýlegri könnun Samtaka ferðaþjónustunnar kynntar og þar kom m.a. fram að um 90% aðildarfyrirtækja telja sig hafa svigrúm til að auka gæði. Áfangastaða- og markaðsstofur starfa í öllum landshlutum og hafa það meginhlutverk að styðja við ferðaþjónustu í viðkomandi landshluta. Á fundunum kynntu fulltrúar þeirra þann stuðning og þjónustu sem stendur fyrirtækjum til boða. Hæfnisetur ferðaþjónustunnar hefur þróað ýmis verkfæri sem geta nýst stjórnendum og starfsfólki í ferðaþjónustu til að efla fagmennsku. Á fundunum fengu gestir t.d. kynningu á fræðsluefni fyrir nýtt starfsfólk í ferðaþjónustu og leiðbeiningar sem auðvelda ráðningar erlends starfsfólks. Jafnframt var greint frá nýju starfsnámi í ferðaþjónustu á framhaldsskólastigi sem var þróað í samvinnu atvinnulífs og menntakerfa. Á fundunum deildu fjölbreytt fyrirtæki í ferðaþjónustu reynslu sinni af fræðslu og þjálfun starfsfólks. Fyrirtækin nýta ólíkar fræðsluaðferðir. Sum höfðu til að mynda góða reynslu af því að þjálfa nýliða með aðstoð reyndari starfsfólks, önnur höfðu fengið fræðsluaðila til að halda námskeið fyrir starfsfólkið sitt og nokkur höfðu valið að setja upp online skóla. Hjá þessum fyrirtækjum er lögð áhersla á fagmennsku og góða þjónustu og fram kom að fræðsla og þjálfun starfsfólks er lykill að því, að veita reglulega og uppbyggilega endurgjöf, vera ávallt með skýr skilaboð til hvers sé ætlast af starfsfólki og tryggja starfsfólki umboð til athafna. Einnig er mikilvægt að starfsfólk hafi möguleika til starfsþróunar. Starfsfólk sem veit til hvers er ætlast af þeim og hefur fengið viðeigandi þjálfun er öruggara í starfi og getur þar af leiðandi veitt betri þjónustu, sem skilar sér í aukinni ánægju bæði starfsfólks og gesta. Ljóst er að lausnamiðað og ánægt starfsfólk er fjársjóður sem skilar fyrirtækjum alltaf peningum í kassann. Rannsóknir sýna að fræðsla og þjálfun draga úr starfsmannaveltu og skapa fyrirtækjum orðspor sem eftirsóknarverður vinnustaður. Munum að hafa fagmennsku og gæði að leiðarljósi - þá mun okkur farnast vel í gestgjafahlutverki okkar. Höfundar eru starfsfólk Hæfniseturs ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Um land allt starfa metnaðarfull ferðaþjónustufyrirtæki sem eru ávallt að leita nýrra leiða til að veita gestum sínum framúrskarandi þjónustu. Til þess að efla samtalið um fagmennsku og gæði tóku Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, Samtök ferðaþjónustunnar og áfangastaða- og markaðsstofur höndum saman og héldu sjö fundi um landið í mars og apríl 2023. Á fundunum var sjónum beint að leiðum til þess að auka hæfni, gæði og arðsemi í íslenskri ferðaþjónustu. Fyrirtæki og hagaðilar deildu reynslusögum og góðum ráðum. Alls voru um 300 manns sem sóttu fundina. Á fundunum voru niðurstöður úr nýlegri könnun Samtaka ferðaþjónustunnar kynntar og þar kom m.a. fram að um 90% aðildarfyrirtækja telja sig hafa svigrúm til að auka gæði. Áfangastaða- og markaðsstofur starfa í öllum landshlutum og hafa það meginhlutverk að styðja við ferðaþjónustu í viðkomandi landshluta. Á fundunum kynntu fulltrúar þeirra þann stuðning og þjónustu sem stendur fyrirtækjum til boða. Hæfnisetur ferðaþjónustunnar hefur þróað ýmis verkfæri sem geta nýst stjórnendum og starfsfólki í ferðaþjónustu til að efla fagmennsku. Á fundunum fengu gestir t.d. kynningu á fræðsluefni fyrir nýtt starfsfólk í ferðaþjónustu og leiðbeiningar sem auðvelda ráðningar erlends starfsfólks. Jafnframt var greint frá nýju starfsnámi í ferðaþjónustu á framhaldsskólastigi sem var þróað í samvinnu atvinnulífs og menntakerfa. Á fundunum deildu fjölbreytt fyrirtæki í ferðaþjónustu reynslu sinni af fræðslu og þjálfun starfsfólks. Fyrirtækin nýta ólíkar fræðsluaðferðir. Sum höfðu til að mynda góða reynslu af því að þjálfa nýliða með aðstoð reyndari starfsfólks, önnur höfðu fengið fræðsluaðila til að halda námskeið fyrir starfsfólkið sitt og nokkur höfðu valið að setja upp online skóla. Hjá þessum fyrirtækjum er lögð áhersla á fagmennsku og góða þjónustu og fram kom að fræðsla og þjálfun starfsfólks er lykill að því, að veita reglulega og uppbyggilega endurgjöf, vera ávallt með skýr skilaboð til hvers sé ætlast af starfsfólki og tryggja starfsfólki umboð til athafna. Einnig er mikilvægt að starfsfólk hafi möguleika til starfsþróunar. Starfsfólk sem veit til hvers er ætlast af þeim og hefur fengið viðeigandi þjálfun er öruggara í starfi og getur þar af leiðandi veitt betri þjónustu, sem skilar sér í aukinni ánægju bæði starfsfólks og gesta. Ljóst er að lausnamiðað og ánægt starfsfólk er fjársjóður sem skilar fyrirtækjum alltaf peningum í kassann. Rannsóknir sýna að fræðsla og þjálfun draga úr starfsmannaveltu og skapa fyrirtækjum orðspor sem eftirsóknarverður vinnustaður. Munum að hafa fagmennsku og gæði að leiðarljósi - þá mun okkur farnast vel í gestgjafahlutverki okkar. Höfundar eru starfsfólk Hæfniseturs ferðaþjónustunnar.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun