„Enn meiri bónus þegar við komumst að því að við fengum sama símtalið“ Sindri Sverrisson skrifar 25. maí 2023 09:01 Andri Þór Helgason og Leó Snær Pétursson voru hressir þegar Gaupi hitti þá í gær. Stöð 2 Hornamennirnir Leó Snær Pétursson og Andri Þór Helgason segjast mættir í Mosfellsbæ til að hjálpa Aftureldingu að vinna fleiri titla. Þeir glöddust mjög yfir að geta sameinað handboltakrafta sína á nýjan leik. Leó kemur til Aftureldingar eftir sex ára dvöl hjá Stjörnunni og Andri var fyrirliði Gróttu. Þeir félagar voru saman í HK á sínum tíma og urðu Íslandsmeistarar með liðinu árið 2012, og vilja endurtaka þann leik að Varmá, þó að ljóst sé að samkeppnin í Olís-deildinni verði mikil á næstu leiktíð. „Við fengum virkilega spennandi símtal frá Gunna Magg [Gunnari Magnússyni, þjálfara Aftureldingar] og þetta gekk hratt fyrir sig. Það var enn meiri bónus þegar við komumst að því að við fengum sama símtalið. Þetta var erfið ákvörðun en engu að síður mjög spennandi fyrir okkur báða,“ sagði Leó Snær í viðtali við Guðjón Guðmundsson sem sjá má hér að neðan. „Gunni náði að selja okkur þetta helvíti vel. Það er spennandi að fara í klúbb sem ætlar sér að berjast um alla titla. Þetta var frekar auðveld ákvörðun – að gera þetta saman,“ sagði Andri en viðtalið við þá má sjá hér að neðan. Klippa: Leó og Andri sameinaðir á ný og vilja titla í Mosó Afturelding varð bikarmeistari í vetur og fagnaði þar með titli í fyrsta sinn í yfir tvo áratugi. Þá var liðið hársbreidd frá því að komast í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn. Nú hefur félagið svo sótt góðan liðsstyrk því auk Andra og Leós kom Birgir Steinn Jónsson líkt og Andri frá Gróttu. Það virðast því spennandi tímar í Mosfellsbæ. „Já, já, algjörlega. Þetta er virkilega spennandi verkefni sem er í gangi. Þeir eru með allan bæinn með sér, það er þvílíkur meðbyr, þannig að við komum mjög spenntir til leiks,“ sagði Leó Snær. Guðjón benti á að tveir góðir leikmenn væru nú í hverri stöðu hjá Aftureldingu og að Andri stæði frammi fyrir mikilli samkeppni við Úkraínumanninn Ihor Kopyshynskyi. „Það verður bara gaman að kljást við hann og við eigum eftir að verða góðir liðsfélagar. Það er gaman þegar það er samkeppni í þessu,“ sagði Andri. Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira
Leó kemur til Aftureldingar eftir sex ára dvöl hjá Stjörnunni og Andri var fyrirliði Gróttu. Þeir félagar voru saman í HK á sínum tíma og urðu Íslandsmeistarar með liðinu árið 2012, og vilja endurtaka þann leik að Varmá, þó að ljóst sé að samkeppnin í Olís-deildinni verði mikil á næstu leiktíð. „Við fengum virkilega spennandi símtal frá Gunna Magg [Gunnari Magnússyni, þjálfara Aftureldingar] og þetta gekk hratt fyrir sig. Það var enn meiri bónus þegar við komumst að því að við fengum sama símtalið. Þetta var erfið ákvörðun en engu að síður mjög spennandi fyrir okkur báða,“ sagði Leó Snær í viðtali við Guðjón Guðmundsson sem sjá má hér að neðan. „Gunni náði að selja okkur þetta helvíti vel. Það er spennandi að fara í klúbb sem ætlar sér að berjast um alla titla. Þetta var frekar auðveld ákvörðun – að gera þetta saman,“ sagði Andri en viðtalið við þá má sjá hér að neðan. Klippa: Leó og Andri sameinaðir á ný og vilja titla í Mosó Afturelding varð bikarmeistari í vetur og fagnaði þar með titli í fyrsta sinn í yfir tvo áratugi. Þá var liðið hársbreidd frá því að komast í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn. Nú hefur félagið svo sótt góðan liðsstyrk því auk Andra og Leós kom Birgir Steinn Jónsson líkt og Andri frá Gróttu. Það virðast því spennandi tímar í Mosfellsbæ. „Já, já, algjörlega. Þetta er virkilega spennandi verkefni sem er í gangi. Þeir eru með allan bæinn með sér, það er þvílíkur meðbyr, þannig að við komum mjög spenntir til leiks,“ sagði Leó Snær. Guðjón benti á að tveir góðir leikmenn væru nú í hverri stöðu hjá Aftureldingu og að Andri stæði frammi fyrir mikilli samkeppni við Úkraínumanninn Ihor Kopyshynskyi. „Það verður bara gaman að kljást við hann og við eigum eftir að verða góðir liðsfélagar. Það er gaman þegar það er samkeppni í þessu,“ sagði Andri.
Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira