Enski boltinn

Varnar­maður Man United á leið til Barcelona

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ona Battle í baráttunni við Dagnýju Brynjarsdóttur.
Ona Battle í baráttunni við Dagnýju Brynjarsdóttur. Justin Setterfield/Getty Images

Ona Batlle verður samningslaus í sumar og stefnir í að hún gangi í raðir Barcelona en hún er uppalin í Katalóníu.

Hin 23 ára gamla Batlle gekk í raðir Man United árið 2020 eftir að hafa verið hjá Levante í þrjú ár. Hægri bakvörðurinn hefur verið hreint út sagt mögnuð á leiktíðinni og er ein stærsta ástæða þess að Man United á enn möguleika á að vinna enska meistaratitilinn og komst alla leið í úrslit ensku bikarkeppninnar.

Samkvæmt heimildum ytra hefur Batlle, sem á að baki 28 A-landsleiki fyrir Spán, þegar náð samkomulagi við Spánarmeistara Barcelona. Hvort það þýði að enska landsliðskonan Lucy Bronze yfirgefi Börsunga er óvíst en með komu Batlle væri félagið með tvo af bestu hægri bakvörðum Evrópu í sínum röðum.

Batlle er ekki eina stjarnan í liði Man United sem rennur út á samning í sumar en Alessia Russo, landsliðsframherji Englands, hefur ekki enn skrifað undir nýjan samning.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×