„Finnur ekki betri gæja og því var ógeðslega erfitt að eiga þetta samtal“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2023 12:30 Birgir Steinn Jónsson var með 5,7 mörk og 4,2 stoðsendingar að meðaltali í leik með Gróttu í Olís deild karla á þessu tímabili. Vísir/Vilhelm Birgir Steinn Jónsson spilar ekki með Gróttu í Olís deild karla í handbolta næsta vetur því hann hefur samið við bikarmeistara Aftureldingar. Hann ræddi ákvörðunina og samtals hans við Róbert Gunnarsson. Birgir Steinn hafði reyndar skoðað að spila erlendis næsta vetur en valdi það að vera áfram í Olís deildinni. En af hverju Afturelding? Svava Kristín Gretarsdóttir ræddi við Birgi í kvöldfréttum Stöðvar tvö og hér fyrir neðan má sjá allt viðtalið. Gerðist allt mjög hratt „Þetta gerðist í rauninni mjög hratt allt saman. Ég frétti af áhuga frá Aftureldingu og leist hrikalega vel á það. Þeir eru búnir að vera í miklum uppgangi í vetur, ríkjandi bikarmeistarar og rétt detta út í undanúrslitunum á móti Haukunum. Það er hrikalega spennandi verkefni í Mosfellsbænum,“ sagði Birgir Steinn Jónsson. Birgir kveður nú Gróttu þar sem hann hefur orðið að stjörnu með frammistöðu sinni í Olís deildinni. „Það er hrikalega erfitt. Ég er búinn að eiga frábæra tíma í Gróttu og eignast frábæra vini enda að spila með mörgum af mínum bestu vinum. Það er ógeðslega erfitt að kveðja það en um leið spennandi að stökkva á ný tækifæri og prófa eitthvað nýtt,“ sagði Birgir Steinn. Samtalið við Robba Birgir átti eitt ár eftir af samningi sínum við Gróttu en þurfti að hringja í Róbert Gunnarsson, þjálfara liðsins, og segja að hann vildi fara í Mosfellsbæinn. Hvernig var að taka samtalið við Róbert. „Það var ógeðslega erfitt. Robbi eins og ég hef sagt við alla sem hafa talað við mig um Robba. Toppmaður og frábær þjálfari. Hann er búinn að koma með alvöru anda inn í liðið. Þú finnur ekki betri gæja og því var ógeðslega erfitt að eiga þetta samtal við hann og aðstoðarþjálfarana,“ sagði Birgir. Birgir segir að hann og Róbert hafi skilið sáttir en auðvitað geri hann sér grein fyrir því að það væri erfitt fyrir Gróttuliðið að hann sé að fara. Áhugi frá fleiri félögum „Það var einhver áhugi frá öðrum liðum hérna heima en á endanum var það ákveðið að fara til Aftureldingar eftir að ég átti samtalið við Gunna Magg,“ sagði Birgir. Það má finna allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Birgi Stein Olís-deild karla Afturelding Grótta Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fjórar knattspyrnukonur handteknar Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Birgir Steinn hafði reyndar skoðað að spila erlendis næsta vetur en valdi það að vera áfram í Olís deildinni. En af hverju Afturelding? Svava Kristín Gretarsdóttir ræddi við Birgi í kvöldfréttum Stöðvar tvö og hér fyrir neðan má sjá allt viðtalið. Gerðist allt mjög hratt „Þetta gerðist í rauninni mjög hratt allt saman. Ég frétti af áhuga frá Aftureldingu og leist hrikalega vel á það. Þeir eru búnir að vera í miklum uppgangi í vetur, ríkjandi bikarmeistarar og rétt detta út í undanúrslitunum á móti Haukunum. Það er hrikalega spennandi verkefni í Mosfellsbænum,“ sagði Birgir Steinn Jónsson. Birgir kveður nú Gróttu þar sem hann hefur orðið að stjörnu með frammistöðu sinni í Olís deildinni. „Það er hrikalega erfitt. Ég er búinn að eiga frábæra tíma í Gróttu og eignast frábæra vini enda að spila með mörgum af mínum bestu vinum. Það er ógeðslega erfitt að kveðja það en um leið spennandi að stökkva á ný tækifæri og prófa eitthvað nýtt,“ sagði Birgir Steinn. Samtalið við Robba Birgir átti eitt ár eftir af samningi sínum við Gróttu en þurfti að hringja í Róbert Gunnarsson, þjálfara liðsins, og segja að hann vildi fara í Mosfellsbæinn. Hvernig var að taka samtalið við Róbert. „Það var ógeðslega erfitt. Robbi eins og ég hef sagt við alla sem hafa talað við mig um Robba. Toppmaður og frábær þjálfari. Hann er búinn að koma með alvöru anda inn í liðið. Þú finnur ekki betri gæja og því var ógeðslega erfitt að eiga þetta samtal við hann og aðstoðarþjálfarana,“ sagði Birgir. Birgir segir að hann og Róbert hafi skilið sáttir en auðvitað geri hann sér grein fyrir því að það væri erfitt fyrir Gróttuliðið að hann sé að fara. Áhugi frá fleiri félögum „Það var einhver áhugi frá öðrum liðum hérna heima en á endanum var það ákveðið að fara til Aftureldingar eftir að ég átti samtalið við Gunna Magg,“ sagði Birgir. Það má finna allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Birgi Stein
Olís-deild karla Afturelding Grótta Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fjórar knattspyrnukonur handteknar Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira